Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1969, Page 4

Æskan - 01.05.1969, Page 4
• Lifandi stein- gervingur • Drekaeðlan á Komodo-eyju í Sundahaíi . i Víða um heim hafa fundizt bein, heinahlutar og jafnvel heiiar beinagrindur dýra, sem lifðu hér á jörð á fyrri öldum jarðsögunnar, en eru nú algerlega útdauð. Vísinda- menn telja sig geta rakið feril j>essara dýra í jarðlögum allt að tvö liundruð milljón ár aftur í timann. Sem dœmi um fundarstaði slíkra beina má nefna Risagljúfrin (Grand Can- yon) við Coloradofljót i Norður-Ameriku, eyðimörk Mið- og Vestur-Ástralíu og síðast en ekki sízt bera kolalögin viða um heim órœkt vitni um gróðurfarið á þessum öldum. Frá þessu er skýrt í líffra;ðinni, sem kennd er í menntaskólunum og kennara- skólanum hér á landi, en ein aðgengilegasta og bezta bók, sem út hefur verið gefin um þetta efni á íslcnzku, nefnist Aldalivörf í dýraríkinu og er eftir Árna Friðriksson, skemmtileg aflestrar og prýdd fjölda mynda. Sú bólt ætti að vera til í hverju bekkjar- bókasafni i skólunum. En þessar ævafornu dýraleifar nefnum við steingervinga og blöskrar mörgum hrikaleg stærð þeirra, þegar búið er að raða beinunum saman og koma þeim fyrir í söfnum. Stærstu risaeðl- unum hefði sem sagt ekki orðið mikið fyrir því að gægjast niður í reykháf á þriggja hæða húsi hér í Rcykjavík, og þær voru tugir tonna að þyngd. Þessar risaeðlur töldust allar til þess flokks iiryggdýra, sem við nefnum skriðdýr, og þótt okkur þyki krókódílar, kyrkislöngur og önnur slík kvikindi all-ægileg í sjónvarpinu, þá eru þau aðeins svipur hjá sjón hjá þessum löngu gengnu ættingjum sínum eða forfeðrum. Stundum hafa þó fundizt lifandi dýrategundir, sem vísinda- menn hafa áður talið útdauðar, vegna þess að bein þeirra eða náskyldra ættingja þeirra hafa áður fundizt i ævagömlum jarð- lögum. Þessar dýrategundir liafa að sjálfsögðu lieizt fundizt í höfunum og komið upp í botnvörpu eða botnsköfu, i hellavötn- um langt inni í fjöllum, á afskekktum stöðum langt inni í fjall- lendum og frumskógum, eða þá í víðáttu eyðimarkanna (ýmis jarðgangnadýr). Hér verður sagt frá einni þessari dýrategund, en um liana má e. t. v. segja mörgum öðrum fremur, að lmn sé bæði svipur forn- aldar og svipur hjá sjón þeirri, er áður var. Þetta er Komodo-drekaeðlan, sem dregur nafn sitt af þvi, að hún lifir aðeins á eyjunni Komodo, smáeyju í eyjakeðju þeirri, sem ber samheitið Minni-Sundaeyjar og eru milli Austur-Ind- landsskaga og norðurstranda meginlands Ástralíu, annarri smá- eyju skammt austan við Komodo, og svo hafa þær fundizt « litlu svæði á eyjunni Flores, sem einnig er i þessari eyjakeðju en aðeins austar og dálítið stærri. Það var náttúrufræðingurinn P. A. Ouwens, sem fyrstur manna birti lýsingu á þessari eðlu árið 1912, en þá var hann forstöðu- maður náttúrugripasafns í borg, sem nú heitir Bogor og er 11 eynni Jövu. Síðan hefur mönnum hægt og hægt aukizt þekking a þessari furðuslcepnu og lifnaðarháttum hennar, enda þótt tilurð hennar verði á margan hátt að teljast leyndardómsfull og reynd- ar ganga kraftaverki næst. Samkvæmt nýjustu athugunum munu um það bil eitt þúsund vera til af þeím, og nú hefur rikisstjóri’ Indónesíu friðlýst smáeyjuna Rintja sem algert verndarsvæ®1 fyrir þær. Steingervingar sýna, að forfeður þeirra hafa lifað í Ástralíu fyrir 50—60 milljónum ára, löngu áður en núverandi dvalarstaðif þeirra risu úr sjó, en það hefur gerzt við eldsumbrot. Því veltu menn því fyrir sér, hvernig þær liafi komizt til þessara eyja> 500 milna leið yfir Sundahaf, en í þvi eru mjög harðir fallstrauiu- ar, einkum við eyjarnar. Þó virðist sem þessir sömu fallstrau®' ar hafi verndað þær frá tortimingu af manna völdum, því c®1 er fáförult á þessum slóðum, utan hvað fiskimenn eru þar 11 sveimi. íbúar eyjarinnar Komodo eru t. d. aðeins 400 talsins> færri á Rintja, en um svæðið á Flores er minna vitað. Og svo eru drekaeðlurnar hvorki sérlega þolnar né liraðskreiðar á sundi> svo að ekki leysist gálan við að athuga tilburði þeirra á Þv* sviði. Nú er vert að athuga, livernig þessi blessuð skepna lítur út- Stærsta drekacðlan, sem mælzt liefur, var 10 fet og 2 þumlungíir og vó 365 pund. Þetta var karldýr og vitanlega eru ekki allal eðlurnar svona stórar fullvaxnar. Þó er 9 fet algeng stærð l>Ja fullvöxnum karleðlum og allt að 300 punda þyngd, en kvcneðl® eru nokkru minni. Eðlan gengur alveg á 4 fótum og dregur kvið' inn alls ekki við jörð. Meðan þær eru ungar og léttar á sér, klif1'11 þær auðveldlega i trjám, en fullvaxnar geta þær það ekki, t> þess er skrokkþungi þeirra of mikill. Drekaeðlan er brúnleit til' sýndar, en í nærsýn sést alls staðar gult á milli dökkra hreist®' raða á húð liennar eða skráp, sem væri öllu réttara nafn á hú°' inni, einltum vegna þess, að í húðina sezt kalkefni, sem g®11 liana harða á blettum. Líklega hefur þetta atriði bjargað tcg undinni frá tortimingu, þvi þetta kalk i húðinni gerir það a

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.