Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1969, Qupperneq 15

Æskan - 01.05.1969, Qupperneq 15
mun hafa vevið eitthvað kringum júni s.l., sem ég og Sturla — félagi Hhnn og vinur — fórum í kríueggjaleit. J^nj morguninn hringdi ég i Sturlu og hað 'ann að koma um hádegið. Það stóð 'aima. Og þegar klukkan var eitt, lögðum af stað. Við fórum á fjórtán ára Somlum Farmal cub traktor. Hvolpurinn "'inn Snati elti. Þegar við vorum komnir n°kkurn spöl, mundi ég eftir því, að ég atði ekki gáð að, hvort nóg bensín væri , vélinni, svo við námum staðar og litum j geyminn. Sú rannsókn lciddi í Ijós, að 'ann var næstum tómur. Við ákváðum því ganga það, sem eftir væri leiðarinnar, ujn einn kilómetra. Við tókum eggjafötur kkar og nestið og vorum nú fljótir að Varpinu. Kríuvarpið er i sandgræðslugirðingu. orðan að þvi er Bakkahlaupið, sem er 'sl úr Jökulsá, en vestan að þvi er akkahlaupsósinn og Litláin. Þá lá næst Vr'i' að leita að eggjum. gengum i sömu stefnu með um 100 "1etra millibili. Eftir stutta stund hitt- Jmst við og liöfðum þá fjörutiu egg. Við 01 "m að litlum sandliól, létum þar eggin úi’eiddum vandlega yfir þau, þvi ekki attu kjóinn eða skúmurinn koma auga a ban. ^yrirkomulagið var áætlað þannig, að JSgjunum skyldi skipt jafnt á milli okkar, t'llits til þess livor tíndi meira. Þegar klukkan var orðin háll' þrjú, vor- um við búnir að tina 90 egg. Þá settumst við niður og litum í kringum okkur. Sá- um við þá tvo skúma á flugi úti við Hlaup- ið. Létu þeir all ófriðlega. Ég vissi af því, að vorið áður liöfðu skúmar sézt þarna, en því enginn gaumur gefinn. Við ákváð- um þvi að atliuga þetta öllu nánar eftir kaffitíma. Síðan héldum við áfram eggja- leitinni. Við fundum mörg hreiður og þar á meðal tvö lóuhreiður. Annað var í sinu- visk, í metra fjarlægð frá eggjunum okkar, á sandgígnum. Eggin voru isköld. Við flýttum okkur j)vi í burtu í snarliasti með allt draslið, svo lóan afrækti ekki hreiðr- ið. Öðru hverju læddist ég að hólnum og sá eftir litla stund, að lóan var lögst á. Þegar við liöfðum gert nestinu góð skil, lögðum við af stað til skúmsins. Það hef- ur verið næstum kílómetra vegalengd. Snati litli elti að visu með hálfum huga, þegar skúmarnir fóru að gera aðsúg að okkur. Við náðum okkur í spýtur, sem þarna voru á leið okkar, til varnar, l>vi skúmar í vígaliug geta orðið skeinuhætt- ir. Svo reyndist það líka í þetta sinn. Þeir renndu sér að okkur á voða kasti og skiptu með sér verkum. Annar sótti að okkur Sturlu en hinn að Snata. Fór þá gamanið að grána. En við Sturla vorum vopnaðir en Snati ekki, þar sem óttinn varð allri vörn yfirsterkari. Hann skældi líka alveg voðalega í byrjun, þótt liann væri örstutt frá okkur. Við sáum vel, að skúmarnir beittu bæði fótum og væng- hnúa, þegar þeir renndu sér skáhallt niður að honum, því stundum sneru þeir hliðinni niður og virtust þá miða á höf- uðið. Eftir þessa viðureign, sem stóð lengi, slapp Snati minn samt lifandi, en sjálfsagt man liann lengi þetta lifshættu- lega ferðalag. El'tir töluvert langa leit fundum við skúmshreiðrið með einu eggi. Ég fór með það lieim og blés úr þvi og á skurnkopp- inn enn. Á leiðinni til baka sáum við kjóa á flakki og skömmu síðar annan. Sáum við á öllum tilburðum þeirra, að hreiður þeirra væri í nánd. Hentu þeir sér niður sem vængbrotnir væru og veltust um i þeim tilgangi að beina atliygli mannsins frá lireiðrinu. Bezta ráðið til að finna kjóalireiður er að leggjast þá niður, þar sem litið ber á manni og fylgjast vel með fuglunum. Þá sér maður að annar þeirra leggst á eggin og þá er þrautin unnin. Með þvi að hlaupa upp og taka stefnu á kjóann, er þar oftast að finna lireiðrið. Þetta gerðum við nú og það brást eltki. Tvö egg lágu í hreiðrinu. Við vorum að vonum ánægðir með fenginn og liéldum til baka að bækistöð okkar. Við leituðum cnn að eggjum nokkra stund og héldum siðan lieimleiðis um klukkan hálf sjö, með rétt tvö liundruð egg. Og það er óhætt að segja, að vel skilaði oltkur heim. Syðri-Bakka, 27. des. 1967. Stefán Þóroddsson (13 ára). „Fuglarnir eru fallegustu verur, er drottinn hefur skapað," sagði maður, sem hét William Jenning Bryan. „Fuglasöngur er fegurri en söngur sjálfra engianna," sagði maður, sem hét Luther Burbank. „Sá, sem hefur skemmtun af því að særa og drepa fugla, hann er annaðhvort grimmur óþokki eða hugsunariaus bjálfi,“ sagði enn annar maður, sem hét Robert Ingersoll. Það er satt, að fuglarnir eru fallegir. Sumir fuglar eru skreyttir svo glæsilegum litum að ekkert jafnast á við þá, nema ef til vill blómin. Sumir þeirra syngja svo vel og unaðslega, að mennirnir eru þar langt á eftir. Þorvaldur Thoroddsen hélt því fram, að sumir fuglar syngju eftir nokkurs konar nótum, syngju regluleg lög. Hann spurði einu sinni Jónas Helgason tónskáld, hvort hann vildi ekki reyna að skrifa nóturnar, sem fuglarnir fylgdu þegar þeir syngju sem fallegast. Jónas hló að þessari spurningu, en sagði samt: „Reyna mætti það, og ekki er þvi að neita að eftir einhverjum reglum virðast þeir syngja.“ Ekki er vitað hvort hann hefur nokkurn tíma reynt að skrifa nóturnar i lögum fuglanna. ÍS ' Ú í ' ■V' ^ ¥ 251

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.