Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Síða 20

Æskan - 01.05.1969, Síða 20
Álftin er staðfugl að mestu hér á landi. Hún verpir viðast hvar um land allt, bæði á lágiendi og liálendi, þar sem svo hagar til. Hún verpir lielzt við vötn eða smátjarnir, ]>ar sem mýrlent er og beit nærtæk, ]>ví hún er mikill grasbitur. Varp- tfminn fer talsvert eftir árferði, en oftast nær hefst hann seinni liluta maímánaðar eða í byrjun júní. Útungunartíminn er talinn vera 5—6 vikur. Eggin eru 2—5, hvit að lit, og stærðin gerir það að verkum, að eigi verður á þeim villzt hérlendis. Hreiðrin eru stórar dyngjur úr grasi og mosa, og eru ]>au oftast gerð á smáhólmum og eyjum eða á mjóum töngum, sem ganga út í vötn eða tjarnir. Álftahjónin verja hreiðrið, egg og unga fyrir flestum skepnum nema manninum, sem hún ])ó flýr ekki mótmælalaust, ef ]>ví er að skipta. Seinni liluta sumars og á haustin hópa ]>ær sig saman víða um land, þar sem gott er til beitar, áður en þær leita til sjávar til vetrardvalar. Einkenni: Stór, hvítur, afar liálslangur sundfugl. Nefið tvílitt, dökkt fremst, gult við rót, og nær guli liturinn upp að augum. Á flugi halda þær hálsinuin beinum. Fijúga oft i halarófu, fáar saman eða oddaflug. Söngrödd mjiig tiikomuinikil. manna, er þeir koma að Vatni Hvíta Bátsjns. Segðu þeim frú öllu, sem ])ú sást, svo það verði þeim hjálp til að geta orðið hugrákkir og staðiaslir. Segðu þeim að Andinn Mikli elski þá og varðveiti ávallt. Og þegar stundin komi mttni þeir koma til Iands Eilífðarinnar, þar sem gleði og friður ríkja. Vertu hugrakkur og trúíastur og einhvern tíma munt þú korna aftur. Það er verkefni fyrir þig í landi Rauðu Mannanna, og þeir þarfnast þín ]tar. ]Jegar þinn tími kemur, þá kemur ]>ú aftur til Eyja hinna Hamingjusömu, en ekki til að snúa við aftur. Því kofi þinn mun þá bíða þín hér, einnig hestur þinn og hundar. Aftur munt |>ú verða dáðrakkur baráttumaður og lifa eilíflega í þessu ljúfa veiðilandi.“ Þá gekk dáðrakki ungi maðurinn ofan að vatninu. Aftur kont hvíta veran í bátnum hvíta, og þau reru ylir vatnið. Og ungi maðurinn tók þar aftur boga sinn og örvar og hélt heim í kofann sinn í þorpinu. Einkennilegur ljómi var í augum hans og svipurinn tjáði eitthvað, sem ekki var sjáanlegt í svip annarra. „Ég sá land framtíðarinnar," sagði hann. „Ég sá Eyjar hinna Hamingju- sömu.“ Fólkið hópaðist í kringum hann og hann skýrði því frá reynslu sinni og því, sem systir hans sagði honum, því aklrei liöfðu Rauðu Mennirnir vitað nokk- uð um lífið, sem beið þeirra í landi Eilífðarinnar. „Það er Andinn Mikli, sem leyfir okkur að vita þetta,“ sagði foringinn. Svo var mikil hátíð haldin, fórnir færðar, leikið og dansað. Því svo kenndi Andinn Mikli börnum sínum og bjó þau undir líl'ið á Eyjum hinna Ham- ingjusömu — landi Eilífðarinnar. K. G. þýddi úr esperanto. Tom Jones Söngvarinn Tom Jones nýtur vinsælda víðar en í heimalandi sinu. Nýlega var hann kjörinn vinsælasti erlendi söngvarinn á Italíu. Tom Jones er lika vin- sæll í Bandaríkjunum, og hefur hann nýlega samið við sjón- varpsfyrirtæki þar um að koma fram í nokkrum sjónvarpsþátt- um, og fær hann fyrir það þrjár milljónir punda. Tom þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að fara vestur um haf til þess að vinna að þáttunum, því að þeir verða teknir upp i London. Koma allir aðrir, sem koma munu fram í þáttum þessum, gagngert frá Bandaríkjunum til London. Gleypti hest Geðsjúklingur liélt því fram, að liann hefði gleypt hest. Geðlækninum reyndist óger- legt að fá hann ofan af ]>ess- ari firru og greip til þess ráðs að segjast þurfa að skera hann upp. Uppskurðardagurinn var ákveðinn, sjúklingurinn svæfð- ur, og meðan hann var með- vitundarlaus, var komið með stóran, brúnan hest inn i sjúkrastofuna. I’egar sjúklingurinn vakn- aði, benli læknirinn á liestinn og sagði hann eliki þurfa að hafa áliyggjur af honum meir. En sjúklingurinn hristi höf- uðið áhyggjufullur og sagði: „Þetta er ekki sá, sem ég gleypti. Hann var hvitur.“ 256

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.