Æskan - 01.05.1969, Page 23
LESENDURNIR SKRIFA
Kæra Æska!
Hann er ekki alltaf stór eða merkilegur fyrsti far-
kosturinn í augum þeirra fullorðnu, en ber samt vott
um hugkvæmni, sjálfstraust og framkvæmdavilja, ef
betur er að gáð.
Hér í Reykjavík skortir algjörlega svæði fyrir börn
til leikja með skip, báta og bryggjur. í sjávarþorp-
unum úti á landi, aftur á móti, er það eins og þessi
mynd ber með sér, talið eðlilegt að strákar fái æfingu
og útrás fyrir athafnaþrá sína í slíkjum leikjum.
Þessi mynd er frá Sauðárkróki og sögðust strák-
arnir mega fara 8 metra frá fjörunni samkvæmt leyfi
lögreglunnar og það loforð sögðust þeir halda. Þeir
sögðust einnig vera syndir og hvergi hræddir, en líf-
belti áttu þeir ekki, því miður.
Með kveðju,
Ásgrímur Björnsson.
tína ávexti og seðja hungur okkar. Um kvöldið
leituðum við að felustað eða skjóli, en i'undum
hvorugt, svo að við urðum nauðugir viljugir að leita
til hallarinnar aftur og verma okkur við bálið, sem
þar brann.
Risinn tók einn félaga okkar um kvöldið, og
hlaut sá sömu örlög og skipstjóri vor. Daginn eft-
ir, þegar risinn var farinn til skógar, færði ég það í
tal við félaga mína, að við skyldum byggja okkur
fleka og hafa hann tilbúinn í flæðarmálinu, en reyna
svo að granda risanum um nóttina. „Takist það
ekki, getum við hlaupið á flekann og ýtt honum svo
langt frá landi, að risinn nái ekki til okkar.“ — Bið-
um við nú færis.
Þegar sá svarti var fallinn í fasta svefn um
kvöldið, tókum við einn af steikarteinunum og
hituðum hann með því að stinga honum inn í bál-
köstinn. Síðan gengum við níu saman með heitan
teininn að risanum og rákum teininn í liið ferlega
auga hans. Hroðalegt öskur kvað við, og risinn var
á augabragði kominn á fætur. — En nú sá hann
okkur ekki lengur og hröðuðum við okkur niður að
ströndinni, þar sem flekinn lá bundinn.
Þegar við vorum rétt að ýta frá landi, sáum við
hvar risinn, ásamt tveimur öðrum risum, kom hlaup-
andi. Varð nú að hafa hraðann á. Risarnir óðu út
t sjóinn upp undir hendur, áður en þeir hættu eftir-
förinni, en óðu þá í land og tóku að kasta stórum
steinhnullungum í áttina að flekanum okkar, en til
allrar hamingju bar okkur svo hratt frá, að stein-
arnir féllu í sjóinn alllangt að baki okkar.
Er við höfðum hrakizt nokkuð um hafið á flekan-
um, bar okkur að eyju, sem virtist vera óbyggð með
öllu. Þar dvöldumst við nokkurn tíma og áttum í
nokkrum erjum við stóra höggorma, þá stærstu sem
ég hef nokkurn tíma séð. Drápu þeir nokkra af fé-
lögum mínum, en um síðir kom skip upp að eyjunni
til þess að taka vatn og varð það okkur til bjargar.
Sögðu skipverjar okkur að enginn maður hefði hald-
izt við á eyju þessari, vegna liinna stóru og grimmu
höggorma. Spurðu þeir okkur, hvernig við liefðum
farið að því að verjast árásum þeirra. Sagði ég þeim
frá því, hvernig við hefðum gert skíðgarð úr trjá-
greinum kringum tré það, er við liöfðum valið okk-
ur fyrir náttstað, en skíðgarður þessi hélt höggorm-
unum frá okkur um nætur. Þó fór það svo, að aðeins
fáir af félögum mínum voru nú á lífi eftir alla þessa
hrakninga.
Þetta skip flutti mig síðan skömmu seinna til
heimkynna minna í Bagdað og hélt ég nú kyrru fyr-
ir nokkurn tíma. Enn átti ég nokkuð eftir af fé því,
er ég fékk fyrir demantana úr annarri ferð minni,
og tókst mér að ávaxta það svo vel, að mér flaug í
hug að fara í eina ferðina enn og var ég þó vel
minnugur þess, er fyrir hafði komið í minni síðustu
för. Framh.