Æskan - 01.05.1969, Qupperneq 32
sinn til hvorrar hliðar iil að aðstoða hann.
Ræðumaður fór þar i ham hinna beztu
mælskumanna, og ég gat skilið, að sumir
kaflarnir voru ógnanir, en aðrir fögur lof-
orð, vorkunnarorð og vinmæli. Ég svaraði
í fáum orðum og mjög auðmjúklega, hóf
upp vinstri hönd mína og augu mín bæði
til sólarinnar eins og til að kalla hana til
vitnis um mál mitt.
Ég var nú nær dauða úr hungri, þar sem
ég hafði ekki étið einn bita frá því nokkr-
um stundum áður en ég skildi við skipið.
Ég stakk fingrunum hvað eftir annað upp
í mig til að tákna, að mig langaði í mat.
Höfðinginn skildi mig mjög vel. Hann steig
niður af trönunum og skipaði að reisa
nokkra stiga upp að hliðunum á mér, og
gekk nálægt hundraði af landsmönnum
upp eftir þeim, og komu fram eftir munn-
inum og báru körfur fullar af mat, sem
aflað hafði verið og sent þangað eftir
boði konungsins. Það var kjöt af ýmsum
dýrum, en ekki gat ég greint það sundur
á bragðinu. Þar voru bógar og læri, lík i
laginu og af sauðum og vel fram borin.
Ég hafði tvo og þrjá ganglimina í einum
bita, og þrjú brauð þeirra -lét ég upp í
mig í einu, þau voru á stærð við baunir.
Þeir báru til mín svo sem þeir orkuðu,
og undruðust mjög magarúm mitt og matar-
lyst. Ég sýndi þeim aftur með bendingum,
að ég væri þyrstur. Þeir hafa víst ráðið það
af borðhaldi mínu, að mér mundi ekki
nægja neinn smádreitill, og þar sem þetta
var mesta hugvitsþjóð, þá undi þeir upp á
lærið á mér ei'na af stærstu ámunum sínum,
veltu henni svo að hendi minni og slógu úr
henni tappann. Ég drakk af henni í einum
teig, og var lítið þrekvirki, því að hún íók
ekki fulla tvo pela, og liktist á bragðið
þunnu Rínarvíni, nema hvað þetta vin var
miklu Ijúffengara. Þeir færðu mér aðra
ámuna til, og saup ég á sömu leið úr henni
og benti þeim að gefa mér meira en þá
áttu þeir ekki meira til handa mér. Þegar
ég var búinn að gera þessi kraftaverk, æptu
þeir gleðióp, og stigu dans á brjóstinu á
mér, og endurtóku nokkrum sinnum:
„Hekina degúl,“ eins og þeir höfðu gert
i fyrstu. Þeir bentu mér, að ég skyldi velta
niður til þeirra ámunum, en hrópuðu áður
hástöfum:
„Bórats nívóla," og þustu þá allir frá,
sem neðan undir voru, og þegar þeir sáu
ámurnar koma i loftinu, kallaði hver rödd:
„Hekína degúl."
Þegar stund leið, og þeir sáu, að ég bað
ekki um meiri mat, kom til mín maður af
háum stigum, sendur af hans hátign keisar-
apum. Hann benti í áttina til höfuðborgar-
innar, sem var svo sem 500 faðma i burtu,
og lót mig skilja, að mig skyldi flytja þang-
að. Ég gerði honum skilianlegt með bend-
ingum, að ég vildi verða írjáls. Svo leit út,
sem hann skildi mig vel, því hann hristi
höfuðið eins og til mótmæla, og bar hönd-
ina til á þá leið að sýna mér, að mig yrði
að færa þangað sem fanga.
Framhald.
- yónsmcssunóll -
Rósa litla sat ennþá hljóð
á grasbalanum í hlaöbrekk-
unni. Hún var nýkomin að
Stað. Hún liafði lesið um það,
að á Jónsmessunótt sæjust oft
undarlegir hlutir, sem annars
væru huldir. Nú átti hún að
vaka yfir túninu og passa, að
féð kæmist ekki í það. Hún
hafði aldrei gert það áður.
Hún hlakkaði til að vaka og
sjá undarlega hluti, en kveið
])ó fyrir að þurfa að vaka
ein. Hér var hún alveg ókunn-
ug og hafði til einskis að
hverfa, ef einhvers þurfti með.
Já, hún sat þarna á baianum
og kynnti sér umhverfið. Sól-
in smá lækkaði og síðast hvarf
iiún á bak við fjallið í vestr-
inu. Mild kvöldhulan færðist
yfir. Fugiasöngurinn hljóðn-
aði. Einstaka jarm heyrðist
utan úr hvamniinum. Þá voru
ærnar að standa upp og kalla
á lömbin sin.
Itósa leit nú niður á eyrarn-
ar. Hvað var þetta? Hópur af
smástrákum hljóp þar fram
og aftur. Hún neri augun og
gekk úr skugga um það, að
hún var ekki sofandi. Nei,
þetta var rétt, hún var áreiðan-
lega vakandi. Hún hljóp upp
i bæjarsundið og hræðsluhroll-
ur fór um hana alla. Ef þeir
kæmu heim? Var þetta Jóns-
messusýnin? Voru ]>etta allt
dvergar, sem náttúran geymdi
i skauti sínu og hin magn-
þrungna Jónsmessunótt svipti
hulunni af? Gat verið. Þegar
liún hafði horft á þetta lengi,
sá hún allt þetta takast á loft
og svífa inn yfir ströndina.
Það hlutu þá að vera hrafnar,
hugsaði hún. Hún fékk vissu
fyrir því, þegar þeir flugu yfir
bæinn.
Nú stakk húsmóðirin höfð-
inu út um opinn gluggann og
sagði Rósu litlu að reka vel
frá túninu og koma svo inn
að leggja sig. Itósa fór með
Lubba út á túnið og lét hann
gelta, svo að kindurnar sneru
við upp í hvammana aftur. Síð-
an fór hún lieim og flýtti sér
í rúmið. Hana dreymdi strax
að hrafnarnir væru dvergar í
álögum, sem yrðu fleygir á
Jónsmessunótt og gætu flogið
eins og fugl ]>essa einu nótt.
Hún valcnaði undir hádegi og
fannst henni þá, að dvergarn-
ir liefðu náðst. Þá hefði álaga-
hamurinn fallið af þeim. Hún
flýtti sér á fætur til að sjá þá
betur.
Jón afi.
— Mamma, í dag var ég sá
eini, sem gat svarað þvi, sem
kennarinn spurði um.
— Jæja, væni minn, og livað
var það, sem hann spurði helzt
um?
— Hver hefði brotið rúðuna
i skólastofunni.
Stuttklædd stúlka og eng-
an veginn hlýlega ltlædd kom
t il læknis síns og bað um eitt-
hvað við slæmu kvefi.
Læknirinn sagði eftir að
hafa hlustað hana: — Fyrst
og fremst að fara heim, klæð-
ast í eittlivað og koma sér
svo i rúmið.
„Jæja,“ sagði læknirinn við
sjúklinginn, „það lítur út fyr-
ir, að þú sért betri af hóstan-
um í dag.“
„Það væri lieldur ekki ósann-
gjarnt," svaraði sjúklingurinn.
„Ég lief verið að æfa mig í
alla nólt.“
268