Æskan - 01.05.1969, Side 49
• Snúður og Snáði •
Teini á lítinn hvolp.
Hann er mórauöur og hvítur.
Steini á líka lítinn hvolp.
Hann er líka mórauður og
hvítur.
Teini og Steini eru tvíburar.
Hvolparnir þeirra eru líka tví-
burar.
Snúður er hvolpurinn hans
Teina.
Snáði er hvolpurinn hans
Steina.
Snúður er jafngamall Snáða.
Snúður er jafnstór og Snáði.
Snúður er eins góður og
Snáði.
Snúður er jafn óþekkur og
Snáði.
Er hægt að þekkja Snúð frá
Snáða?
Snúður hefur annað eyrað
hvítt og hitt eyrað svart.
Snáði hefur líka annað eyrað
hvítt og hitt eyrað svart.
Hægra eyrað á Snúð er hvítt.
Vinstra eyrað á Snáða er
hvítt.
Hver á Snúð?
Hver á Snáða?
Teini, Steini,
Snúður og Snáöi
Það var einn morgun, þegar
Teini ætlaði að fara að klæða
sig, að hann fann hvergi annan
skóinn sinn.
Og Steini fann heldur ekki
nema annan skóinn sinn.
„Hvar er skórinn minn?“
sagði Teini.
„Hvar er skórinn minn?“
sagði Steini.
„Kannski Snúífur hafi tekið
hann?“
Teini leitaði undir rúminu.
Hann var með skóinn hans
Teina og var að naga hann.
Snáði var líka undir rúminu
og hann var að naga skóinn
hans Steina.
„Svei, svei! Þú ert slæmur,
Snúður!" sagði Teini. „Þú ert
slæmur að taka skóinn minn og
naga hann!“
„Svei, svei! Þú er slæmur,
Snáði!" sagði Steini. „Þú ert
slæmur að taka skóinn minn og
naga hann! Það ætti að berja
Þig!“
„Nei, nei, Teini! Nei, nei,
Steini!“ sagði móðir þeirra.
„Snúður og Snáði eru ekki
slæmir!"
„Er hann ekki slæmur,
mamma, að naga skóinn
rninn?" sagði Teini.
„Er hann ekki slæmur,
mamma, að naga skóinn minn?
Fallega, nýja skóinn minn?"
sagði Steini.
„Nei, hvolpar verða að hafa
eitthvað til þess að naga,“ sagði
mamma þeirra.
„Gefið þeim báðum bein til
að naga, og látið svo allt dót-
ið ykkar þar, sem þeir ná ekki
í það. Snúður og Snáði eiga
enga mömmu til þess að
kenna sér.“
„Ég ætla að gefa Snáða
bein,“ sagði Teini.
„Ég ætla að gefa Snúði
bein,“ sagði Steini. „Og ég
ætla líka að gefa honum gamla
skó, ég ætla að geyma góðu,
fallegu, nýju skóna mína, þar
sem hann nær þeim ekki.
Teini og Steini, Snúður og
Snáði voru allir beztu vinir og
þeim kom vel saman.
Þeir skemmta sér eins vel og
þeir geta og þeir rífast eins
Iftið og fljúgast eins lítið á og
nokkrir aðrir drengir og hvolpar
gera.
Veizlan
Teini var réttra sex ára.
Steini var líka réttra sex ára.
Þeir héldu veizlu.
Þeir höfðu smákökur, eins og
alls konar dýr í laginu.
Teini át kind.
Steini át kind og grís.
Teini át fíl.
Steini át fíl og bjarndýr.
Svo léku þeir, að þeir væru
Nói gamli í örkinni og þeir átu
tvö dýr af hverri tegund: tvær
kindur, tvö bjarndýr, tvo ííla
o. s. frv.
Teini sagði: „Það væri gam-
an að hafa veizlu á hverjum
degi.“
Litli hljómlistar-
maðurinn
Steini sagði: „Það væri gam-
an að hafa veizlu á hverjum
degi, en nú er klukkan orðin
tvö og við verðum að fara í
skólann.“
Framh.
Vondur draumur eftir sjónvarpið.
285