Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Síða 55

Æskan - 01.05.1969, Síða 55
HEIÐA — I ramíialílssa^a í myndum. Nýr James Bond Nýlega var George Lazenby valinn úr 400 umsækjendum til að taka að sér hlutverk James Bond, en Sean Connery hafði sagt starfinu lausu. George Lazenby er 29 ára að aldri. Hann var vélvirki í Ástralíu, en ■f luttist til Englands. Gerðist fyrst blaðasali, en brátt fór hann að sitja íyrir hjá Ijósmyndurum 1 auglýsingaskyni fyrir blöð og sjónvarp. Hann býr nú í glæsi- legri íbúð i Mayfair og ekur ^ýrurn sportbíl. PeterTork ^eter hættir Það kom mörgum á óvart, Pegar það fréttist, að Peter |ork hefði sagt skilið við hina r®gu félaga sína I hljómsveit- 'nhi Monkees. Álitið er, að nann muni reyna fyrir sér sem sinsöngvari. Búizt er við, að Peir Davy, Mike og Mickey htuni halda áfram án Peters og Loma fram sem tríó. 133. LÆKNIRINN hefur gist í þorpinu um nóttina. Snemma næsta morgun fer hann með Pétri upp eftir. Heiða er úti og bíður þeirra. „Kemur þá með mér?“ spyr Pétur. „Já, ef læknirinn kemur líka“ svarar Heiða. Pétur gefur lækninum auga, en þegar hann axlar malinn, hýrnar yf- ir honum, því að nestið eif ekki skorið við nögl. Þremenningarnir Ieggja svo af stað upp hlíð- ina. — 134. HEIÐA og læknirinn tylla sér niður og renna augunum yfir fjallahringinn. Pétur stendur að baki þeim og er í illu skapi. Pétur hugsar lækninum þegjandi þörfina og myndar sig til að slá til hans með hnefanum, því að læknirinn tekur Heiðu frá honum. Læknirinn verður einskis vís, en situr í þungum þönkum. „Er þetta ekki dásamlegt. Hér er ekki hægt að vera hryggur. Það er aðeins hægt í stóru borginni,“ segir Heiða. „Satt er það, fallegt er hér, en hvernig fer, ef áhyggjurnar elta mann hingað?“ „Þá er ekki annað en að syngja söngvana henn- ar ömmu.“ Heiða byrjar að syngja til að gera vini sínum létt í skapi. 135. „Nú er mál að snæða,“ hrópar Pétur. Heiða stendur upp til þess að sækja matinn, en lækn- irinn segist aðeins vilja drekka eitt glas af mjólk, því að hann er ekki svangur. Þá finnst Hciðu hún heldur ekki vera svöng. Hún hleypur með tvær skálar til Péturs og biður hann að mjólka í þær, annað ætla hún og læknirinn ekki að snæða. „Þú getur fengið nestið,“ bætir hún við. Pétur skilur hvorki upp né niður: „Má ég eiga allt nestið?“ Heiða kinkar kolli. — 136. PÉTUR ræðst á nestið eins og hungraður úlfur en stanzar í miðjum klíðum. Hvað hefur hann gcrt af sér? Var hann ekki að hafa í heitingum með sjálfum sér við lækninn, sem gefur hon- um nú allan sinn mat? Hann fer þangað, sem hann hafði verið með heitingarnar. Nú fórnar hann höndum til himins sem tákn þess, að heitingarnar skuli kveðnar niður. Nú finnst honum þetta klappað og klárt, og hann byrjar að borða. Stjörnur -*★★★★★★ ★★★★★★★★ Fyrir jiá, sem hafa gaman af að horfa á stjörnurnar, gæti verið fróðlegt að vita, hversu margar stjörnur sjást með ber- um augum. Þetta fer dálítið eftir j)ví, hvar á linettinum menn eru staddir. í björtu veðri sjást um 5000 stjörnur frá miðbaug jarðar, en á póln- uin sjást aðeins um 2500. Frá okkar breiddargráðu sjást um 3000 með berum augum.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.