Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1970, Blaðsíða 9

Æskan - 01.03.1970, Blaðsíða 9
inu sinni á ríkisstjórnarárum kalifans Harún Al- Rashids bjó ríkur kaupmaður í Bagdað. Eins og títt var fór hann í verzlunarferðir víða um ná- grennið, og það var í einni þeirra ferða, sem hann lenti í ævintýri þvf, er nú skal greint frá. Hann hafði aðallega hinn dýrmæta sandelsvið sem sölu- varning, og kvöld nokkurt var hann kominn I þorp eitt, er hann hafði aldrei gist áður. Eldri kona varð fyrst á vegi hans, og spurði hann hana, hvort hún gæti ekki vlsað sér á gististað. Jú, það gat hún, en að skilnaði sagði hún við hann: „Varaðu þig, ókunni kaupmaður, þvf að hér í þorpinu eru margir hrekkjóttir menn, sem gjarnan snúa ýmislega á ferðamenn." Kaupmaðurinn þakkaði konunni góð ráð og gekk til náða. Næsta morgun hitti hann mann einn á götunni, sem spurði, hvaðan hann væri og með hvað hann verzlaði. „Ég sel sandels-við,“ svaraði kaupmaður. „Þá hefur þú ekki hitt á rétta staðinn," sagði ókunni maðurinn, „þvf að hér um slóðir er sá viður svo ódýr, að við notum hann f eldstæði vor." Þetta fannst kaupmanni leitt að heyra, og til þess að hressa upp á skap sitt, gekk hann inn f veitingastofu og bað um góða máltíð. Meðan hann var að matast, tók hann eftir því, að þjónninn, sem bætti brenni á eldinn, notaði sandels-við til þess. „Jæja, það er víst bezt fyrir mig að selja þennan við, sem ég er með, sem eldsneyti og losna þannig við að f|ytja hann lengra." Og hann gerði veitingahúseigandanum °rð og bauð honum sandels-við sinn f uppkveikju og elds- neyti. .,Ja, góði herra," svaraði gistihússeigandinn, „þú veizt vlst, að þessi viðartegund er ekki f sérlega háu verði hér, en kaupa skal ég af þér viðinn eigi að síður. Og ég skal borga þér fyrir þetta hlass, sem þú hefur, fullan poka af hverju því, sem þú óskar þér.“ Angurvær f skapi gekk kaupmaður aftur út á götuna °9 hugsaði sitt ráð. Þar rakst hann á mann, sem var eineygður. Það skipti nú engum togum, sá eineygði greip 1 arm kaupmanns og hrópaði: ..Þú hefur stolið öðru auganu mfnu, ég sleppi þér ekki fyrr en þú hefur greitt mér það!“ Þessu vildi kaupmaðurinn ekki una. Hann sagðist aldrei á ævi sinni hafa stolið auga af nokkrum manni. Þeir þrættu um þetta, og brátt dreif fólk að til þess að heyra, hvað um væri að vera. Fólkinu fannst það rétt, að kaup- maðurinn bætti þeim eineygða missi augans, en sumum fannst þó rétt að gefa honum frest á greiðslu til morguns. Eineygði maðurinn féllst á það, en þó vildi hann fá trygg- ingu nokkra, og niðurstaðan varð sú, að kaupmaður varð að draga dýrmætan hring af fingri sér og afhenda hinum ókunna manni sem pant. Næsta óhapp kaupmanns var það, að annar skór hans bilaði svo mikið, að hann varð að fara með hann til skó- smiðs til viðgerðar. „Ég skal borga þér viðgerðina með dá- litlu, sem þú verður glaður að fá,“ sagði kaupmaður við skósmiðinn. Síðar um daginn hitti kaupmaður hóp manna, sem léku pantleik. Þeir spurðu hann, hvort hann vildi taka þátt í leiknum, og þáði kauþmaður það. En ólánið elti hann einnig f þessum pantleik, svo að fljótlega var hann far- inn að. skulda allmikla upphæð. Kaupmaður hafði ekki svo mikla peninga á sér, að hann gæti greitt skuld sina, og pant-dómarinn dæmdi hann til þess að borga í reiðufé næsta dag, en gæti hann það ekki, yrði hann að drekka upp sjóinn, svo ekki yrði dropi eftir! — Já, þetta leit allt illa út íyrir veslings kaupmanninum, og sem hann gekk þarna um götur þorpsins f öngum sínum, hitti hann gamla konu, sem gaf sig á tal við hann. „Ég sé, að þú ert ókunnugur hér um slóðir,“ sagði sú gamla. „Já, það er ég," svaraði kaupmaður. „Jæja, þá skaltu gæta þín vel," sagði gamla konan. „Hér í þorpinu úir og grúir af þorpurum, sem lifa bara á því að féfletta ókunnuga ferðamenn. Ég get raunar séð á þér, að þú hefur verið hlunnfarinn nú íyrir skömmu." „Já, kona góð,“ svaraði hann, „ekki er því að neita," og svo sagði kauþmaðurinn henni frá öllu þvi, er hann hafði ratað í síðan hann kom til þessa þorps. Gamla konan hugsaði sig um litla stund og sagði sfðan: „Jæja, ekki er fallegt að tarna! Illa hafa þeir farið með þig, en láttu koma krók á móti bragði. Gerðu nú eins og ég segi þér: Farðu út að þorpshliðinu, þar muntu sjá blindan öldung. Hann þekkir alla þessa prakkara, sem hrekkja saklausa ferðamenn. Þeir hafa það fyrir venju að koma til hans á kvöldin og segja honum frá þvi, sem þeir hafa afrekað yfir daginn. Ef þú dulbýrð þig og stend- ur bak við einhverja súluna, sem þarna er, gætir þú ef til vill heyrt, hvað þessi öldungur hefur að segja um verk prakkaranna og hagað þér svo eftir þvf á morgun." Kaupmaður þakkaði konunni fyrir góð ráð, og er dagur leið að kvöldi, gekk hann út að þorpshliðinu dulbúinn eins og fátækur verkamaður. Hann faldi sig bak við steinsúlu eina, en framan við hana hélt sá blindi sig. Nú tóku ýmsir að koma til gamla mannsins blinda, þar sem hann sat með hatt sinn á hnjánum. Kaupmaður þekkti þarna alla þá, er höfðu prettað hann fyrr um daginn. „Hí, hí!“ sagði einn þeirra. „Ég keypti heilmikið af sandels-viði af þessum ókunna kaupmanni fyrir næstum ekki neitt. Jæja, ég þarf bara að gefa honum fullan poka af einhverju þvl, sem hann óskar eftir. Já, þótt hann vildi fá pokann fullan af gulli, þá væru samt góð kauþ í þessum viði, svo dýrmætur er hann og sjaldgæfur." 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.