Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1970, Blaðsíða 22

Æskan - 01.03.1970, Blaðsíða 22
Vi Tröllabarnið á Krákuevju n. Dag nokkurn fá Stína og Skotta að fara út með Skellu, og þær eru himinlifandi. Margt er það, sem þær langar að sýna henni, en þær verða að fylgjast vel með henni, því að hún er kvik eins og fiðrildi og langar að snerta allt og jafnvel bragða á því sem hún sér. ,,Hún er tröllabarn,“ segir Stína, „mamma hennar segir það sjálf. Hún er ekki venjulegt mannsbarn.“ „Heldurðu, að einhver haíi haft skipti á börnum, þegar hún var í vöggunni?" Skotta lítur stórum, spurulum augum á Stínu. „Ætli það ekki?“ svarar Stína. „Og Palli segir llka, að bezt væri fyrir okkur að losna við hana. Hann segir, að við gætum selt hana." „Það er ekki hægt að selja lítil börn," segir Skotta reiðilega. En Stína hefur frjótt Imyndunarafl, og hún heldur því ákveðið fram, að hún þekki konu í borginni hinum megin, og hún haíi selt öll börnin sín íyrir tíu krónur hvert. „Og hvað átti hún mörg börn?“ spyr Skotta. „Átján!" Skella kemur askvaðandi og klipur í nefið á afa. Skotta hristir höfuðið og segist ekki trúa þessu. Og jafnskjótt er kallað í hana í mat heima. Stina heldur því göngunni áfram með Skellu litlu. Hún hittir Vestermann og spjallar við hann góða stund. „En fallegt lítið krútt,“ segir Vestermann og klappar Skellu á kollinn. „Ég gæti vel hugsað mér að eiga svona stelpu. Hún er víst ekki til sölu?" „Jú-ú,“ svarar Stína dræmt. „Það gæti vel verið... ef þið langar að eiga hana." Vestermann hlær og stingur höndunum í vasana. Svo kallar hann til nærstadds sjómanns: „Heyrirðu þetta, Jens? Ætti ég að kaupa mér barn?“ „Já, kauptu krakkann," svarar Jens, „þú getur fóðrað hann á reyktri síld.“ Vestermann snýr sér að Stínu aftur ög spyr: „Hvað ætli Skella litla kosti?" Stína segir honum frá konunni í borginni. Konan hefði átf átján börn og seldi hvert þeirra á tíu krónur. „Þú færð hana fyrir tíu krónur," segir hún loks. „Ég veit, að Palli vill helzt losna við hana. Hún er líka tröllabarn, sem eigin' lega ætti að vera hjá tröllunum úti I skógi.“ „Ágætt,“ segir Vestermann og tekur tiu króna seðil upp úr vasanum og réttir Stínu. „Ég kaupi þá telpuna." Síðan fer hann leiðar sinnar með Skellu, sem brosir glaðklakkalega f'1 hans. „En, heyrðu!" kallar Stlna á eftir honum. „Vestermann, Þu verður að vera góður við hanal" „Já, ég skal vera henni góður," svarar sjómaðurinn kíminn- Stína tekur þá á sprett niður í verzlun kaupmannsins og fer inn. Á afgreiðsluborðinu er fullt fat af kókosbollum. Og þær ern uppáhald Stínu. „Hvað var það fyrir ungfrúna?" spyr Nisse kaupmaður. £n Stína leggur tíu króna seðilinn þegjandi á borðið og tekur eine kókosbolluna. Hún opnar munninn og bítur í mjúka, ilmand' bolluna. En skyndilega er eins og góðgætið bragðist ekki veÞ því að hún hættir að tyggja. Hún stendur bara og starir fra111 fyrir sig. Henni fannst allt I einu eins og hún hefði gert eitthva® hræðilegt. „Hvað er að?“ spyr kaupmaðurinn. Stína segist vera með magapínu, tekur á rás út úr verzlun' inni og síðan eftir veginum. Hún mætir Palla á vegarnótunum- „Hvar er Skella?" spyr hann. „Fórstu með hana heim aftur? „Nei, hún er týnd," svarar Stína. „Týnd?" endurtekur Palli. „Það getur ekki verið. Hún getur ekki verið týnd. Hvar er hún?“ „Jú. Stór, feitur tröllkarl kom og sótti hana og bar hana lan9' inn í skóginn. Við sjáum hana líklega aldrei framar." „Þú skrökvar," segir Palli. „Nei, þú veizt sjálfur, að hún er alvöru tröllabarn. Og Þu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.