Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1970, Qupperneq 12

Æskan - 01.03.1970, Qupperneq 12
„Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að laera." „Svona, vertu nú stillt og reyndu að leika þér svolitla stund. Þú hefur lika gott af því að leika þér ein, stelpa. Þú ert orðin svo óþekk.“ Sigrún litla, sex ára, var að leika sér með þrúðuna sína. Hún setti hana við sandkassann í garðinum og sagði: „Ég þarf að fara að hugsa um matinn, Dídí mín.“ Sigrún gekk svolftinn spöl frá henni. Hún var ein heima með stóra bróður sínum, Bjarna. Hann var tólf ára. Sigrún var vön að vera í mömmuleik. Henni fannst það skemmtilegasti leikur, sem mamma hennar hafði kennt henni. Móðir hennar vann svolítið úti á daginn. Á meðan var Sigrún í leikskóla. Þar þótti henni mjög gaman. Hún lék sér við jafnaldra sína, söng með þeim og skemmti sér. „Sigrún mín," var allt í einu kallað. Sigrún leit upp. Hún þekkti ekki röddina. Hún sá engan. „Sigrún mín,“ var aftur kallað. Nú heyrði Sigrún hvaðan röddin kom. Hún leit í áttina að blómabeðinu. Þar sá hún fegurstu konu, sem hún hafði nokkurn tima augum litið. Hún var fagurblá sem heiður himinn. Hún glitraði sem kristall, en sýndist fegurri glóandi gimsteini. „Brúðan bíður,“ sagði konan og hélt áfram. Sigrún gekk á eftir henni. En hvert fór konan? Hvar átti hún heima? Hvar hafði hún fengið slíka brúðu? Af hverju vildi hún gefa Sigrúnu hana? En Sigrún hugsaði ekkert og sagði ekkert. Hún gekk bara á eftir konunni eins og í draumi. Allt í einu sneri konan sér við og leit á Sigrúnu. Sig- rúnu brá. En þá sá hún, að þær voru staddar í feiknar- lega stórum sal. Hann var allur fagurblár sem fegursti safírgimsteinn. Konan brosti til hennar og benti henni að koma. „Vertu ekki hrædd, stúika litla. Þér mun ekki leiðast hér.“ Sigrúnu leið samt ekki vel. Hún vissi ekki, hvar hún var. Hún vissi ekki, hvert hún fór. Og hún vissi ekki heldur, hvort hún rataði heim. Hún vissi nú aðeins eitt: Nú átti hún að fá nýja brúðu! Þær gengu áfram gegnum mörg herbergi. Þau voru i öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og blá- um. En blái liturinn var fegurstur og skærastur þeirra allra. Allt í einu stanzaði konan og teygði fram höndina. Sigrún reyndi að fylgjast með henni. En hún sá ekkert. Ailt í einu sneri konan sér við. Hún hélt á brúðunni í hendinni. Hún var fögur sem ungbarn, en liflaus. Hún brosti sem saklaust barn, en brosið var stirðnað. Konan lét nú brúðuna á gólfið. Hún gekk í áttina til SIGRÚN OG SAÍFRHÖLLIN Sigrún starði á hana, án þess að mæla orð frá vörum. „Komdu hingað, Sigrún mín,“ sagði konan. Og Sigrún hlýddi strax. „Ég veit, Sigrún, að þér finnst gaman að brúðum," hélt konan áfram. Þá var eins og Sigrún rankaði við sér. „Jahá. En hún Didi er bara orðin svo óþekk. Ég er alveg að gefast upp á henni.“ „Ég veit það,“ sagði konan, „þess vegna langar mig til þess að gefa þér nýja brúðu.“ Sigrún var alveg orðlaus. „Og brúðan, sem ég ætla að gefa þér, getur bæði geng- ið og hlaupið, hlegið og grátið, sungið og talað!" Sigrún kom ekki upp einu orði. Hún hafði aldrei heyrt neitt því um líkt. En konan hélt áfram að tala. „Ef þú vilt brúðuna, Sigrún mín, þá skaltu fylgja mér eftir." Konan gekk af stað. Það var eins og hún kæmi varla við jörðina. Hún leið áfram. Sigrún fylgdi á eftir án þess að hugsa. „Sigrún, Sigrún!" Bróðir hennar kailaði á hana. Hann var hinum megin við húshornið. Hún heyrði ekki til hans. Hann gekk fyrir húshornið, og rödd hans hljómaði skýrt og greinilega: „Sigrún, Sigrún." Sigrún stanzaði og hlustaði. Sigrúnar og söng. Sigrún horfði undrandi á hana. Hún trúði varla sinum eigin augum. „Taktu á móti dóttur þinni,“ sagði konan blíðlega. Og hægt og varlega rétti Sigrún fram hendurnar. En um leið og hún snerti brúðuna var sem hún fengi rafstraum. Hún kippti höndunum að sér. En það var of seint. Föt hennar glitruðu sem gimsteinar, blá og falleg. Hugur henn- ar snerist um hulduheima, en konan fagra hló glaðlegum hlátri. „Sigrún mín. Komdu nær mér. Ég ætlaði ekki að gera þér neitt illt. En óralengi hef ég þráð að eignast lifandi, fallega stúlku. Nú gat ég ekki beðið lengur. Mér finnst leiðinlegt að stofna þér í hættu. Margar vinkonur mínar gera þetta oft. Og þó að við getum smíðað margar og fallegar gersemar, getum við aldrei smíðað lifandi verur með ódauðlega sál." Sigrún litla gekk til hennar fögur og fríð. Hún hafði gleymt öllum heima. Hún mundi ekki eftir bróður sínum, sem var að kalla á hana. Hún mundi ekki heldur eftir foreldrum sínum og leikskólanum. Nú vissi hún ekkert nema það, að hún átti fallega brúðu. „Sigrún," hélt konan áfram. „Ég hef ekki sagt þér allt. Allir, sem hingað koma, fá þrautir, sem lagðar eru fyrir þá. 17. júní munt þú fá þrautir til þess að fást við. Ef þú 144
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.