Æskan - 01.03.1970, Blaðsíða 42
SKÁTAOPNAN
Ritstjórn: HREFNA TYNES
Hvað þarf ég að gera til
þess að verða SKÁTI?
í þessari opnu mun ég segja ykkur Irá Ijósálfastarfi, og á hvaða
grundvelli það er byggt.
í stuttu máli er það þrennt, sem um er að ræða, eða eins og
kemur fram í loforði og lögum, en það er: Hjálpsemi, hlýðni og
úthald — gefast ekki upp. Sagan, sem upphaflega var lögð til
grundvallar Ijósálfastarfinu, er samin eftir skozkri þjóðsögu. Sag-
an, 3em heitir Ljósálfarnir, er eftir Juliane H. Ewing, en íslenzk-
uð af Kristmundi Bjarnasyni. Hún mun nú vera lítt fáanleg, en
reynandi er að spyrja um hana f Skátabúðinni. Sögupersónur
eru tvö lítil systkini, María og Tumi, sem eru baldin og löt eins
og gerist og gengur, en amma þeirra segir þeim frá gömlu,
vitru uglunni í skóginum, og hún segir þeim einnig írá Ijósálf-
María sagði: ,,Ég sé engan nema sjálfa mig." ,,Já," sagði uglan,
,,það eru nú einmitt þú og hann bróðir þinn, sem eigið að vera
Ijósálfarnir á heimilinu, farðu nú heim og byrjaðu strax i dag
og fáðu hann bróður þinn með þér.‘‘ Svo gaf uglan henni mörg
góð ráð, þetta yrði mjög spennandi leikur, ef þau færu rétt að.
Eftir miklar vangaveltur fóru svo börnin að hefja þetta fyrsta
Ijósálfastarf sitt. Pabbi þeirra varð svo undrandi. ,,Hver var allt
f einu farinn að taka til í eldhúsinu? Hver bar inn eldivið? Hver
hreinsaði gólfið og tók saman alla afgangana hans? (hann var
klæðskeri) Og hver gerði þetta og hver gerði hitt? Jæja, allt
komst upp um síðir, en þá var allt orðið svo skemmtilegt, aldrei
skammazt, aldrei suðað eða rifizt, allir voru allt f einu orðnir
svo glaðir. — Þetta var nú uppistaðan I Ijósálfasögunni.
Ljósálfarnir taka ýmis ,,próf“, fyrst auðvitað Ijósálfaprófið, sem
er nokkurs konar inntökupróf. Þá mega þær bera búning. Svo
er I. stjarna og II. stjarna og síðan alls konar sérpróf. Ég nefni
örfá dæmi: Kunna loforð, lög og kjörorð, kveðjur, Ijósálfasöguna
(síns eigin lands — hvert land getur haft sína sérstöku sögu).
Svo læra þær um fánann, þjóðsönginn, Ijósálfasönginn, ýmsar
heilbrigðisvenjur, hreinsa smáskeinur og láta á þær plástur,
þekkja nokkrar blóma-, dýra- og trjátegundir, kunna að leggja
á borð og þvo upp matarílát, kunna aðalumferðarreglur gang-
andi manna, föndur o. m. fl. Mikið er notað af sögum, söngvum
og leikjum í Ijósálfastarfi. Hér er einn slíkur leikur:
Að rífa út hlut eftir upphafsstaf
Hver hópur fær eitt eða fleiri dagblöð til afnota. Foringinn
nefnir einhvern bókstaf. Þá eiga allir að rífa út úr einni blaðsíðu
(hver krakki fær eina blaðsíðu) einhvern hlut, dýr, fugl eða
annað, sem byrjar á nefndum bókstaf. T. d. B. — bolti-bíll-blóm-
bjalla-buxur o. s. frv. Sá vinnur, sem fyrstur er.
unum, sem hjálpuðu fólkinu í gamla daga, en ætíð svo, að
enginn sá þá, en allir vissu af þeim. Þeir þreyttust aldrei á að
gera mönnum greiða, og öllum þótti þar af leiðandi vænt um
þá. María og Tumi voru ákaflega glöð, þegar þau heyrðu þetta,
nú væri vandinn leystur, nú þyrfti ekki pabbi þeirra að ergja
sig yfir því, þótt þau væru löt og hirðulaus, nú værl bara hægt
að kalla á Ijósálfana og láta þá gera verkin og taka til, systkinin
gætu haldiá uppteknum hætti — verið löt og óhlýðin.
Þetta var nú ekki alveg svona einfalt. Amma sagði, að gamla
uglan kynni ráð við þessu, og María hélt á fund uglunnar og
bað hana að finna fyrir þau Ijósálfa til að hjálpa til við heimilis-
störfin. Gamla vitra uglan sagði, að það væru Ijósálfar heima
hjá þeim, þeim væri engin vorkunn að hjálpa til. María varð
alveg undrandi, hún hélt sig nú þekkja alla á heimilin'u. Uglan
sagðist þá skyldu sýna henni annan Ijósálfinn og sagði henni
að beygja sig og horfa niður f tjörnina, sem hún stóð hjá.