Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1970, Blaðsíða 20

Æskan - 01.03.1970, Blaðsíða 20
MARGT BÝR I SJÓNUM ^tburðir þeir, er hér verður frá skýrt, hafa gerzt skömmu fyrir síðustu aldamót. Þá bjuggu á Arn- ^ ^ gerðareyri í Hvalvatnsfirði í Fjörðum bændur tveir; hét annar þeirra Björn, en hinn Vilmundur Gunnarsson. Björn átti son uppkominn, er Stefán hét og var þá enn heima hjá foreldrum sínum. Gunnar, faðir Vilmundar, var þar og til heimilis hjá syni sínum. Svaf hann jafnan í stofu frammi í bæ, því að þröngt var f baðstofu, og hjá honum piltur einn lítill. Það bar við eina nótt að haustlagi, er kolniðamyrkur var úti, en veður gott, að allt fólkið í baðstofunni vaknaði við mikinn gauragang úti, og heyrði það mikil og þung högg barin á bæjarhurð; vissi það ekki, hverju slíkt sætti. smátt og smátt fór að draga úr höggunum, og hættu þau svo með öllu. Um morguninn, er bjart var orðið og farið var að skyggnast um, sást ekki neitt nema djúp för í bæjarhurð og dyrastafi, voru þessi för líkust því, að skepna þessi hefði haft þrjú horn. Á hlaðinu og við hurð- ina fundust ýmsar undarlegar skeljar og skeljabrot með sterkum og fögrum litum. Nokkru síðar varð svo aftur vart við dýrið. Þeir bænd- urnir, Björn og Vilmundur, voru þá ekki heima, en Stefán og einhverjir aðrir á heimilinu áttu að sjá um að hýsa féð, sem mest hélt sig í fjörunni neðan við bæinn. Dróst fyrir þeim að láta það inn og var dagur kominn að kvöldi. Veðri var svo háttað, að glaðatunglsljós var á og því iSjóókrímóiiö í ^jör&um Var ráðgert að einhver gengi til dyra, en ( þessum svifum kom Gunnar gamli æðandi inn með drenginn í fanginu. Hafði hann þá sögu að segja, að hann hefði vaknað hastar- lega við það, að barið hefði verið grimmilega á útidyra- hurðina, svo að brakaði og hrikti í hverju tré. Varð hon- um illa við og skaut skelk í bringu. Kvöldið áður, er hann gekk til rekkju, hafði hann brugðið á fætur sér tré- skóm, snaraði hann þeim á sig, þreif drenginn í fang sér og flýtti sér til baðstofu. Bæjargöng voru stein- eða hellulögð, og glumdi mjög við, er hann gekk inn. Sagði hann, að við það hefðu ólætin og höggin á hurðina aukizt um allan helming, en dyraumbúnaður var rammger og lét ekki undan. Klæddist nú allt fólkið í skyndi, og þeir Vilmundur og Stefán, sem báðir voru góðir skotmenn, sóttu selabyssur sínar fram í bæinn og hlóðu þær með stórskotum. Vildu þeir ráðast út gegn ófagnaði þessum, en konur urðu æfar við, aftóku það með öllu og töldu óvíst, að skot ynnu á skrímsli því, sem allir þóttust vita að úti væri. Settúst þeir félagar við bæjardyr með byssur sínar til þess að taka á móti dýrinu, ef því tækist að brjótast inn. En bjart vel. Konur gengu þá út til þess að vitja um þvott, sem þær áttu á snúrum við bæinn. Sáu þær, að féð kom neðan frá sjónum með miklum flýti. Rétt á eftir sáu þær einhverja skepnu koma og bar hana hratt yfir. Urðu þær þá hræddar, hlupu inn og lokuðu bæjarhurð rammlega. Er til baðstofu kom, sögðu þær frá þessum tíðindum, og var nú rætt um, hvort út skyldi ráðizt. Voru þær því mjög andvígar, en Stefán sagði það lítilmannlegt að láta dýrið kannski drepa niður féð, án þess snúizt væri til varnar. Þreif hann byssu sína og snaraðist út. Er hann var þar kominn, sá hann féð standa í hnapp við fjárhúsdyr, og auðsjáanlega mjög hrætt, en dýrið sá hann hvergi. Ekki treystist hann samt, þótt vopnaður væri, að fara einn niður í fjöruna til þess að leita þess. — Það var haldið, að f þriðja sinn hefði dýrið gengið á land, því að þá sáust sams konar skeljabrot þar nálægt og þau, er fundust á bæjarhlaðinu í fyrsta sinn. En engir urðu þess þá varir. (Sögn húsfrú Margrétar Björnsdóttur í Nesi í Eyjafirði. — Handrit Hannesar Jónssonar frá Hleiðargarði. — Úr „Grímu".) út á eyðimörkina. Það linnti ekki sprdttinum, fyrr en það kom heim til sín, og þá át það allt sauðarlærið í einum munnbita, því að það var orðið glorhungrað. Þeir, sem höíðu hjálpað til þess að draga tönnina úr Ijóninu, hlupu nú allir inn til tannlæknisins. Allir vildu fá krónu fyrir hjálpina. En læknirinn vildi lika fá eitthvað fyrir sitt ómak, og þess vegna sagði hann við manninn, sem kom með Ijónið: „Þér verðið að borga mér fyrir að draga tönnina úr Ijóninu, vegna þess að þér komuð hingað með það.“ Aumingja maðurinn varð að koma með alla þá peninga, sem hann hafði á sér, og þegar þeir hrukku ekki, varð hann líka að láta lækninn fá stóra pípuhattinn sinn. Þegar hann kom heim til konunnar sinnar, sagði hann: ,,Ég fer aldrei framar á ævi minni til tannlækis. Það er allt of — allt of kostnaðarsamt." Gjalddagi ÆSKUNNAR er 1. apríl. Árgjaldið er kr. 300,00. 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.