Æskan - 01.03.1970, Blaðsíða 13
Guli drengurinn skalf af kulda.
getur leyst þær, kemstu aítur heim. Meira get ég ekki
sagt þér að sinni."
,,ÞaS gerir ekkert til,“ sagði Sigrún. ,,Nú á ég brúðuna.
Ég veit bara ekki, hvað ég á að láta hana heita."
Konan hló aftur og bað hana að koma með sér.
En bróðir Sigrúnar leitaði að henni allan daginn. Hann
kom ekki heim fyrr en að kvöldi. Þá sagði hann foreldr-
Urn sínum alla söguna, og þau leituðu lengi, lengi árang-
erslaust.
Bróðir hennar fann spor hennar í garðinum. Hann rakti
Þau strax að blómabeðinu. Og þaðan iágu þau að stærsta
trénu [ garðinum þeirra. En þar hurfu þau. Annað hvort
hafði hún farið yfir graslð eða klifrað yfir girðinguna.
Og hvernig sem leitað var, fannst Sigrún hvergi. For-
eldrar hennar urðu dauðhræddir. En sem betur fór var
aaesti dagur 17. júní!
Sigrún lék sér í safírhöllinni. Henni fannst sem hún
hefði verið þar lengi. Og lífið varð brátt tilbreytingarlaust.
^rúðan söng alltaf sama lagið. Hún sagði alltaf sömu
setningarnar, grét alltaf eins og hló alltaf eins. En verst
Var. að hún þurfti alltaf að ýta á takka, þegar brúðan átti
aS gráta, hlæja, tala eða syngja.
Konan skipti sér lítið af henni. Hún brosti fallega i
hvert sinn, er hún leit til hennar. Stundum heyrði Sigrún
e|ns og undurfagran söng i fjarska. En konan vildi hvorki
'eyfa henni að sjá né hlusta. Hún vildi eiga hana ein.
Svo rann 17. júnl upp. Auðvitað íylgdist Sigrún ekkert
með tímanum. En skyndilega birti í safírhöllinni, Sigrún
sá hluti, sem hún haiði aldrei séð áður.
í miðjum stóra salnum var stórt og mikið hásæti. Það
endurkastaði fegurri litum en fallegustu kristallar. i miðju
hásætinu sat maður, serri sveipaði um sig undurfallegri
sk'kkju. Hún virtist fléttuð úr sóleyjum.
^ht í kringum hásætið sátu börn í sæbláum skikkjum
V-----
með glitrandi festar og glóandi hár. Þau sátu grafkyrr og
horfðu á manninn í hásætinu.
Hann hafði milda og djúpa rödd, sem bergmálaði um
alia höllina.
„Sigrún min. Svaraðu nú fljótt og svaraðu vel. Ef þú
leysir þrautirnar þrjár, máttu fara heim. Annars verðurðu
hjá okkur. Þau verða systkini þín.“ Svo benti hann á börn-
in, sem brostu til hans.
Allt í einu var sem Sigrúnu létti. Hún gat hugsað eins
og éður. Hún mundi eftir foreldrum sínum og bróður. Nú
mundi hún, að hún hafði séð fögru konuna í garðinum.
En hún mátti ekki vera að því að hugsa lengi.
,,Fyrst skaltu sýna og sanna, Sigrún," sagði maðurinn í
hásætinu, ,,að þú sért efni í góða móður.
Taktu brúðuna þína. Farðu með hana eins og hún
væri nýfætt barn. Sýndu okkur síðan, hvað við verðum að
íara gætilega með hana.“
Nú var Sigrún ekki sein á sér. Hún mundi nákvæmlega,
hvernig mamma hennar hafði kennt henni það. Hún mundi
eftir pela og bleyjum. Hún mundi eftir, að ekki mátti alltaf
vera að þreifa á barninu að óþörfu. Hún mundi eftir hringlu
og öðrum góðum leikföngum. Nú kom það sér vel, hvað
mamma hennar hafði kennt henni að leika sér vel. Hún
tók brúðuna, eins og hún hefði aldrei gert annað en að
gæta nýfæddra barna. Og hún gætti þess sérstaklega vel
að halda vel og varlega undir bakið og höfuðið, og lét
hana svo hvílast í faðmi sínum.
,,Rétt er þetta, Sigrún mín,“ sagði maðurinn í hásætinu.
,,Þetta var fyrsta þrautin. Þá kemur önnur. Nú átt þú að
sýna okkur, hvað þú getur verið góð stúlka."
Áður en Sigrún vissi af, breyttist allt í höllinni. Fyrir
framan sig sá hún gulan, lítinn dreng. Hann var mjög fá-
tæklega klæddur. Hún sá, að hann grét.
Án þess að hugsa sig um gekk hún til hans og spurði:
„Hvað er að þér?“
Þá sparkaði hann til hennar.
145