Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 13

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 13
 SA GAN • • hennar M 0 0f S) ú11 Maga gamla. Alltaf var hún Ættnn fallcgasta og bezta kindin í hópn- um, ef ekki í ailri sveitinni, og gáfuð var hún, ekki var um l>að að villast né neinum blöðum um það að fletta. Það þurfti heldur ekkert um ]>að að spyrja, að öllum, sem eitthvað kynntust henni, þótti vænt um hana og fannst hún að sjálfsögðu vera ein alskeinmtilegasta sauðkind, sem þeir liöfðu nokkru sinni þekkt, svo sérkennileg var hún bæði í sjón og raun. Þetta vissi Fanney litla allt saman mæta vel, og það lilaut að vera alveg rétt hjá henni, því að þær Maga og liún voru alltaf búnar að vera svo góðir vinir frá því fyrsta að þær kynntust. Maga var ákaflega mannliænd kind, og Fanney vissi, að lienni þótti mjög gott að fá dálítinn aukaskammt af korni og stundum nokkra hrauðmola ef þvi var að skipta. F'anney hafði þá oftast eitthvað með sér, þegar hún kom út í fjárhúsin, annað hvort í litlum poka, sem hún hélt á í hendinni, eða i úlpuvasa sínum. Maga gamla leitaði þá eftir þessu sjálf, og auð- séð var, að hún vissi vel, livar Fanney var vön að geyma liað, sem hún hafði með sér, ef eitthvað var, og heppnaðist lienni þá oft furðu vel að ná i það sjálf. Það var alltaf viss vani hjá Mögu, þegar Fanney færði henni eitthvað, að þá stapp- aði hún niður framfótunum og leit í kringuin sig með svipinn stranga. Hún gætti þess vandlega, að liinar kindurnar væru ekkert að troðast of nærri ]>eim, eða að sníkja af þvi, sem Fanney var með. Hún vissi, að það var henni ætlað hvort sem var og að hún var vel að því komin. Alltaf gat hún haldið hinum kindunum i svo hæfilegri fjarlægð, að Fánney þurfti ekki að óttast að þær træðu liana undir, þótt þær stæðu allar í nánd við þær og sæju Mögu háma í sig gómsætan matinn. Nú var Maga orðin niu vetra gömul, og alltaf hafði liún í sjö ár skilað tveimur vænum dilkum að hausti, hvernig sem viðraði. Að þessu sinni var veturinn bú- inn að vera óvenju kaldur, og ríki lians réiiaði fremur seint svo að allar kindur urðu að vera á liúsum fram á sumar. Jörð var frosin, og snjófannir huldu alla læki að meira eða minna leyti, bæði i fjöllunum og lieima við bæi. En smátt og smátt lilýnaði þó svo, að liægt var að láta út fé til beitar sem eftir eðli sínu fagnaði útivistinni. Þennan dag var bjart sólskin og lilýtt í veðri, svo að fannirnar GU meyrnuðu og jafnvel græn strá gægðust upp úr moldinni, því að henni hafði einn- ig hlýnað við geisla sólarinnar, svo að frostið minnkaði að miklum mun. Öllu og öllum virtist líða vel, og vorylurinn streymdi um láð og lög. En nú leið að kvöldi og mál var að hýsa fé og gefa. Því var hóað saman í girðingunni, og húsbóndinn kallaði á það eftir venju sinni lieim að húsi. En livað var nú þetta? Það vantaði eina kindina. Hætt við að hún hefði lent ofan í ein- hvern lækinn, fyrst hún kom ekki heim með liinum. Eða var hún kannski ein- livers staðar að láta lambinu sinu? Það var ekki óhugsandi. Hvar var Maga? Hún kom ekki fram úr hópnum eða ruddist upp að dyrunum í broddi fylkingar eins og hún var vön. Nú var samstundis hafin ieit og gcngið fram með hverjum læk og skyggnzt í liverja holu, en allt kom fyrir ekki. Það var eins og jörðin hefði gleypt Mögu með húð og hári. Siggi var setztur á þúfu með hönd undir kinn og hugsaði málið hvar helzt væri að leita, en hitt fólkið stóð efst í túnbrúninni rétt við bæjarlækinn og liugsaði á sama hátt, livort nokkurs staðar væri óleitað innan girðingarinnar, l>ar sem kindurnar höfðu verið. En þá kom hann Snati. Gamli smala- hundurinn. Hann þefaði niður með lækn- um og staðnæmdist loks við að því er virtist örlitla holu í bæjarlæknum skammt fyrir ofan liúsið. „Sjáið þið Snata. Þarna er Maga. Það skal ég ábyrgjast!“ lirópuðu allir i senn og hröðuðu sér í áttina að holunni, sem sýndist þó svo lítil, að kind hefði varla getað farið ofan í hana. Og það var orð að sönnu. Þarna lá veslings Maga og virt- ist alveg líflaus. Sá, sem fyrstur kom að holunni til hennar, þreif í annað liornið á henni og kippti lienni til, því að höfuð- ið á henni lá á grjóthrúgu, sem myndazt liafði í læknum, og var þess vegna ekki of- an i vatninu. Jú, liún var lifandi og reisti upp höfuðið. I>að var eins og hún vakn- aði af svefni. Henni var lyft upp á lækj- arbakkann, en hún gat ekki risið á fætur. Það var farið með Mögu inn í kyndara- herbergið og henni veitt sú lijúkrun, sem heimilisfólkið gat látið henni i té, en hvernig sem að var farið gat liún ekki staðið i fæturna. Fætur hennar og læri virtust liafa verið orðin svo gegnköld og storkin, að blóðrásin gat ekki tekið þar til eðlilegra starfa. Þarna lá hún svo í þrjá daga, en þá var hún flutt inn í kúa- hlöðuna, og þar fékk hún að vera við heystálið og kroppa eftir eigin vild, það sem hún náði til og henni þótti bezt. Alltaf var verið að velja einhverja góða tuggu handa Mögu, þar sem hún náði ekki til í stabbanum, nudda á henni fæt- urna og lærin eða liagræða henni á ein- livern hátt. Læknirinn var beðinn um að hjálpa henni, og hún fékk lyf frá honum sér til bóta, en allt kom fyrir ekki. Það var ekki hægt að bjarga Mögu. Maga leit alltaf björtum þakkaraugum á fólkið, sem var að bjástra að henni, og jarmaði vinalega til þess, þegar það kom inn til hennar eða gekk fram hjá, og all- ir töluðu þá eitthvað til hennar i stað- inn. En svo var það eiiin morgun, að hún lá endilöng á gólfinu og gat ekki legið eðlilega, þótt hún væri rétt við. Það var auðséð að hverju fór. Maga var að dauða komin. En nú vissu allir, að Maga geymdi með sér eitt eða tvö lömb, og að þau voru að sjálfsögðu lifandi, því að hún átti ekki nema fjóra daga eftir til burðar. Það kom öllum santan um það, að þau Siggi og Fanney myndu fúslega fást til þess að fóstra þau, hvort sem þau væru eitt eða fleiri, ef það aðeins heppnaðist að ná þeim lifandi. Það varð þvi úr, að um leið og Maga dó, var hún skorin á kviðinn, og eftir venju voru þar tvö lömb falleg og stór. Þau voru tekin úr fylgsni sínu og borin á teppi inn á ganginn í íbúðarhúsinu, meðan verið var að sjá, hvort þau sæktu í sig veðrið og kæmust til lífsins. Jú, þau voru vel lif- andi, og þegar búið var að þurrka af þeim, reistu þau upp höfuðin og jörmuðu í fyrstu undur veikt og svo aftur sterk- ara. Þeim virtist ætla að verða borgið. Þarna hlaut lífsþrótturinn að halda velli. Eftir nokkurn tíma þurftu þau að fá nær- ingu og þá hlutu þau að komast á fót. En margt fer öðruvísi en ætlað cr. Þeim var gefinn ofurlítill skammtur af mjólkurblandi til að byrja með, á með- an meltingin væri að opnast, en eitthvað var þetta öðruvisi en það átti að vera. Meltingarfærin tóku ekki á móti fæðunni. Það lítið, sem niður fór, kom upp úr þeim aftur eða settist í kokið, og þau dóu eftir lítinn tíma, livort á eftir öðru. Þetta voru töluverð vonbrigði, ekki sízt fyrir þau Sigga og Fanneyju litlu, sem liöfðu hlakkað svo mikið til að gefa lömbunum og sjá þau stækka. Allir voru nú á einu máli um það, að það yrði að segja þessa sögu, og að minnsta kosti gera tilraun ’ til að yrkja erfiljóð eftir þessa sérstöku fjölskyldu, sem nú var horfin burt af sjónarsviðinu. Það var líka það eina, sem hægt var að gera úr því sem komið var. Þarna var lögmál lífsins á ferðinni með sínu sterka afli. Og því varð ekki breytt fremur nú en áður, þegar það sagði til sin i öllu sinu veldi. „ , , . Bergþora Palsdottlr (frá Veturhúsum). 349
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.