Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 53
SPURNINGAR OG SVÖR
Jósefína: Greta Garbo var
frægasta leikkona heimsins á
árununi 1920- 1930. Brotthvarf
Gretu Garbo frá leiklistinni
fyrir 28 árum var með nokkuð
dramatískum hætti, en ]jað bar
þannig að, að Greta var við
upptöku á siðustu mynd sinni,
„Tviburunitm", þegar henni
ltarst í hendur skeyti ])ar sem
stóð, að vinur hennar og kenn-
ari, kvikmyndameistarinn Mau-
ritz Stiller, væri látinn. Stiller
„uppgötvaði" Gretu, þegar hún
var aðeins 17 ára og var þá
farin að leika smáhlutverk i
Svíþjóð. Eftir lát Stillers lief-
ur lítið spurzt til Gretu, hún
hefur forðazt að láta bera á
sér, hefur ferðazt um víða ver-
öld undir fölskum nöfnum.
ætíð látið barðastóra Iiatta og
sólgleraugu skýla sér fyrir
forvitnum augum. Nú eru sjón-
vörp á Norðurlöndum farin að
sýna liennar görnlu myndir og
vonandi fá islenzliir sjónvarps-
notendur einnig að njóta þeirra
hér.
HALLQRMSSTAÐASKÓGUR
Svar íil Péturs: Skógræktar-
starf á Hallormsstað Jiófst fyr-
ir (iO árum. Höfuð])ungi starfs
Skógræktar rikisins á Hall-
ormsstað hefur verið við upp-
eldi erlendra trjátegunda í
gróðrarstöð og plöntun þeirra
út á víðavang.
Árið 1954 liafði erlendum
trjám verið plantað i 15 hekt-
ara í Ilallormsstaðaskógi (sem
er 650 ha að flatarmáli). Nú
hefur sú tala iifaldazt. Hekt-
arafjöldinn hefur lika aukizt.
Nú vaxa á Hallormsstað ná-
kvæmlega 50 tegundir trjáa frá
153 mismunandi stöðum á
hnettinum.
A Hallormsstað er nú stærsta
sal'n í lieimi af tcgundum af-
kvæma trjáa af norðlægum
slóðum eða úr háfjöllum suð-
lægra staða. Með hverju ári
sem líður stækkar þetta safn.
Það er að vísu ekki eftir að
bæta við mörgum iegundum,
sem likur eru til, að hér geti
þrifizt.
FÁNADAGAR
Svar til Helga á Akuréyri:
Samkvæmt forsetaúrskurði frá
1944 skal draga fána á stöng
á liúsum opinberra stofnana,
sem eru i umsjá valdamanna
eða sérstakra forstöðumanna
ríkisins, eftirgreiuda daga:
1. Fæðingardag forseta ís-
lands.
2. Nýársdag.
3. Föstudaginn langa.
4. Páskadag.
5. Sumardaginn fyrsta.
(i. 1. maí.
7. Hvítasunnudag.
8. 17. júní.
9. 1. descmber.
10. Jóladag.
Alla ofangreinda daga skal
draga fána að húni, nema
föstudaginn langa, þá í hálfa
stöng.
Eftirfarandi reglum ber öll-
um að fylgja:
Frá 1. marz til 31. október
skal eigi draga fána á stöng
fyrr en kl. 8 árdcgis, en á
timabilinu frá 1. nóvember til
febrúarloka eigi fyrr en kl. 9
árdegis.
Fáni skal eigi vera uppi lcng-
ur en til sólarlags og aldrei
lengur en til kl. 8 siðdegis,
nema við útisamkomur.'Þá má
láta fána vera uppi meðan sam-
koman varir og bjart cr, þó
eigi lengur en til miðnættis.
389