Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 39

Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 39
Á l>essum degi varð ævintýraósk liennar að veruleika: draumurinn um afi verða stjarna. Aldrei hafði henni tekizt að kom- ast á vinsældalistann heima á Irlandi. Rosemary Brown, nefnd Dana af vinum, hafði sungið inn á þrjár plötur seinasta ‘2V2 ár. Engin þeirra varð vinsæl. Dana var alltaf óþekkt. Faðir hennar, sem er hár- greiðslumeistari í Londonderry á Norður- frlandi, sagði alltaf: „Syngdu ekki dægur- lög, taktu þín próf í tónlist og ensku. I>ú verður líka hamingjusöm l>ólt þú komist ekki á vinsældalista.“ Hann talaði fyrir daufum evrum. Eftir sigurinn í Amsterdam mun margt breytast i lífi Rosemary Brown. Hljóm- leikaferð um Evrópu er i vændum og margir sjónvarpsþættir. Fyrsta kvik- myndatilboðið hefur hún þegar fengið. Sú spurning vaknar eftir sigur þessarar fallegu stúlku, hvort dægurlagahljómlist litist af stil hennar og vcrði rómantískari 03 blíðari en undanfarin ár. Lee Marvin fæddist árið 1!)‘24 i New York. Hann var snemma uppreisnargjarn, og fjögurra ára gamall strauk hann fvrst að heiman. Hann náðist þó fljótlega og var nú sendur að heiman í hvern heima- vistarskólann á fætur öðrum, en var oft- ast rekinn eftir skamman tíma af ýmsum ástæðum eitt sinn fleygði hann I. d. Lee Marvin sem Ben Rumson i söngva myndinni nýju l*aint Your Wagon. Sem Kid Shelleen í Cat Ballou, sem sýnd var i Stjörnubiói fyrir nokkrum árum. skólabróður sinum út um glugga á ann- arri hæð! I'egar hann hafði aldur til, hætti hann í skóla og gekk i landgöngusveitir flotans 1942 og barðist á Kvrrahafssvæð- inu. I>ar gekk svo mikið á, að lionum fannst nög um, og þar særðist hann svo illa, að hann lá á sjúkrahúsi i 13 mánuði. Fyrir frammistöðuna fékk hann heiðurs- merki. Er heim til Bandarikjanna kom, flækt- ist hann úr einu starlinu i annað, þar til hann fór loks að læra pipulagningar. Eitt sinn var hann að grafa fyrir rotþró ekki langt frá litlu leikhúsi í Woodstock í New York. Hann leitaði fyrir sér af rælni, hvort ekki vantaði leikara og fékk litið hlutverk og hætti l>á með öllu við pípulagnirnar. Heldur gekk leikstarfsemin skrvkkjótt, en þó komst hann i samband við sjónvarpið og lék i um 200 sjónvarpsþáttum án þess að hafa nema rétt til hnifs og skeiðar. Svo rak að þvi, að hann féklt smáhlut- Sem majór Reisman i The IMrty Dozen, sem Gamla Bíó sýndi ekki alls fyrir löngu. verk i kvikmynd, og síðan lék hann árum saman úrþvætti og glæpamenn og virtist hvorki ganga né reka. Loks kom að þvi eftir glæpamannahlutverk i 40 kvikmynd- um, að lutnn lék Kid Shelleen — drykk- felldan byssubófa með gott lijartalag — í myndinni Cat Ballou, sem sýnd var hér fvrir nokkru. Sú mynd varð mjög vinsæl, og hann hlaut Oskarsverðlaunin fyrir leik sinn — þótt Marvin segði raunar sjálfur, að hestur hans hefði átt að fá hehninginn af verðlaununum. I>á urðu mikil umskipti í lífi Marvins. I'yrir leik sinn i Cat Ballou fékk hann 87 þúsund dollara — sem eru smámunir á mælikvarða kviluny ndast jarnanna -— en eftir það var honum boðin ein milljón dollara fyrir hverja tnynd, og auk þess hefur liann miklu hetri tök á þvi en áður að velja hlutverk sín og getur þá lcikið i betri myndum en iiann hefur orðið að gera lengst af ævinnar. Næsta mynd Hiteheoeks mun vera byggð á sögunni „A Short Night“ (Skammvinn nótt) eftir Ronald Kirkbridge. Rvrja átti að kvikmynda útisenur i Finnlandi i júni. Fvrir leik sinn í kvikmyndinni They Shoot Horses, Don’t They? (Hestar eru skotnir, ekki satt?) hlaut Jane Fonda titilinn „Leikkona ársins", sem gagnrýn- endur í Ncw York veita. Mvndin gerist á kreppuárunum i Bandarikjunum og segir frá lifi ungrar stúlku, sem tekur þátt i maraþon-danskeppni ásamt vini sinum til þess að afla sér fjár og frama. I>etta fyrir- hrigði var ekki óalgengt i Bandarikjunum á þessum tiina; pörin dönsuðu svo dægr- um skipti, meðan þau gátu staðið á fót- unum, sumir misstu meðvitund vegna of- þreytu, en það parið, sem lengst þraukaði, hlaut peningaverðlaun. Sagan, sem mynd- in er byggð á, er eftir Horaee MeCoy. — — — Paul Newman er talinn vera imynd karlmennskunnar meðal kvik- myndaleikara. Þegar þetta var nefnt við ciginkonu hans, leikkonuna Joanne Wood- ward, varð henni að orði: „Hvað er þetta? Hann er fjörutíu og fjögurra ára, á sex börn og hrýtur á nóttunni. Hvernig get- ur hann verið tákn karlmennskunnar?" Fáir gera sér grein fvrir því, hve mörg dansatriðin voru Shirley Mae- Laine erfið í söngvamyndinni Sweet Chari- ty. Einhver truflun er á vökva i innra cyra hennar, svo að jafnvægisskyn lienn- ar er mjög skert. Hún segist hafa leitað til fjölda sérfræðinga, en allir liafi sagt þetta ólæknandi. — — — Lee Marvin, sem leikur aunað aðalhlutverkið í söngva- 375
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.