Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 21
Öllum hugsandi mönnum er nú Ijóst, að
áfengi og akstur farartækja á ekki saman.
En hefurðu nokkurn tíma hugsað um, að
það eru þrisvar sinnum meiri líkur til þess,
að ökumaður verði fyrir slysi, ef vínanda-
magn f blóði hans er 0,3 af þúsundi, —
en það er undir því marki, sem umferðar-
lögin setja, — heldur en sá, sem er alls-
gáður. Og sé vínandamagn blóðsins 1,7
af þúsundi, eru líkurnar 60 sinnum meiri
fyrir því, að ökumaður verði fyrir slysi.
Það er staðreynd, að áfengið sljóvgar
hömlurnar og lengir viðbragðstímann. Og
þar finnst skýringin á því, að ölvaðir
menn eru svo hættulegir I umferðinni sem
raun ber vitni, — bæði sjálfum sér og
öðrum vegfarendum.
Hvar er eigandi hestsins?
FELUMYND
Finnið þið dýrin þrjú, sem hafa leit-
að skjóls í trénu?
26. Sveskjusteinarnir
Einu sinni fékk Lóa að fara með mömmu sinni og einni
systur sinni í kaupstaðinn.
I>ær komu þar í búð til kaupmannsins, sent þau verzluðu við.
Sáu systurnar þar margt nýstárlegt, sem þær voru mjög hrifnar af.
Á eftir var þeim öllum boðið inn í stofu til kaupmannsfrúar-
innar. Fengu þær kaffi og með því.
Dyrnar frarn í eldhúsið voru opnar, og fór frúin fram, þegar
þær höfðu drukkið, og hélt áfram að taka steina innan úr sveskj-
unum, en hún hafði verið að því, þegar þær komu.
Telpurnar horfðu á hana, hvernig hún fór að þessu. Allt í
einu dettur konunni í hug, að þær langi í Jtetta, sem hún var
með, og gengur til Jieirra og réttir þcim sína handfyllina hvorri
af sveskjusteinum.
Lóu og systur hennar fannst Jtetta skrítið, J>ví Jtær hafði ekki
langað í steinana að minnsta kosti.
27. Lóa verður ráðskona
Vetur einn, Jjegar Lóa var 14 ára, geisaði pest um byggðina.
Fólkið í Skógum frétti af Jtví, að á næsta bæ lægi allt fólkið
veikt, og væri enginn til að hjúkra Jdví. Þar bjuggu hjón með
nokkur börn.
Þegar Þórunn, móðir Lóu, heyrði Jjessar fréttir, vorkenndi
hún svo veslings fólkinu, sent lá fárveikt og hjálparlaust, að hún
ákvað að fara Jjangað og hjálpa Jjví.
Þetta var mikil áhætta fyrir hana, Jjví að hún gat átt á hættu
að veikjast líka, en hún mátti illa missa sig frá barnahópnum
sínum. En henni fannst Jjað skylda sín að hjálpa nauðstöddu
fólkinu og treysti guði, að henni myndi lánast Jjetta vel og ekki
hel'nast fyrir að gera Jjetta góðverk. Setti hún Lóu yfir heimilið,
fékk samjjykki manns síns til að fara og lagði af stað.
Hún dvaldist á Jjessu heimili í þrjár vikur og hjúkraði fólkinu
og hirti um skepnurnar, Jjangað til nokkuð af heimilisfólkinu
komst á fætur. Fór lnín Jjá lieim aftur. Fkki varð henni meint
við Jjetta.
Á meðan mamma hennar var í burtu, hugsaði Lóa urn heim-
ilið og vann öll verk mömmu sinnar auk sinna eigin, auðvitað
með hjálp yngri systra sinna, Htddu og Dóru.
Allt gekk vel og var mamma hennar allshugar giöð og fegin,
Jjegar hún kom heim, að finna heimilið sitt í ágætu lagi og
börnin öll frísk.
357