Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 12

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 12
á undan. Ólsen var í fyrstu afar gremjulegur, en eftir nokkrar mínútur fékk hann málið aftur. „Ekki ]>arf nú mikið til að komast í kast við iögin og vald- hafana. Ég skal viðurkenna, að fötin skapa manninn, og hér eftir mun ég af eigin reynshi ]>ekkja sannleikann í ]>ví gamla máltæki. En nú cigum við brátt að beygja af þessari ]eið.“ „Það er næsti vegur til vinstri," sagði Stína. Þau voru komin fram hjá hliðargötunni heim að skólanum. Ólsen flautaði og gaf lögregluhílnum Ijósmerki um að beygja, en hann stanzaði og lögregluþjónninn leit út. „Við förum leiðina til vinstri,“ sagði Ólsen. Nú óku þau enn um hrið, unz Björg kallaði: „Þarna er liúsið." „Og ljós er í gluggunum," sagði Karen. „Veslings inaðurinn situr auðvitað andvaka yfir nótum sínum og peningareikningsdæmum,‘, sagði Olsen. „Hann hefur liðið margvíslegar þrautir, en eftir fáeinar minútur mun rofa til i hugarheimi hans, og ]>að er dugnaði ykkar að þakka, stúlkur mínar.“ Þau námu staðar framan við litla liúsið. Öryggis vegna stanz- aði lögrcglumaðurinn hifreið sína á miðjum veginum, til þess að ]>au gætu ekki ekið fram hjá honum eitthvað áfram út í myrkrið. Hann gekk til þeirra. „Er ]>að hér?“ spurði hann. Höddin virtist efahlandin. „Jú, hér er húsið,“ sagði Björg glaðlega. Hún opnaði veskið sitt og tók hinn dýrinæta happdrættismiöa varlega upp. „l>á getum við gengið úr skugga um, hvort frásögnin hcfur við nokkurn snefil af sannleika að styðjast,“ sagði lögreglu- maðurinn efablandnari en nokkru sinni fyrr. Nokkrum mínútum síðar ljómaði ánægja og gleði af andlitum allra og lögreglumaðurinn tók innilegan þátt í gleði þeirra. ENDIR. Iá) Ve*rar ® stjúpur Oóðir lesendur. Ef ykkur langar til að fá blómstrandi stjúpur strax á vorin, þá skul- uð þið sá stjúpufræinu i hyrj- un ágústmánaðar. Þá er bezt að fá sér grunnan trékassa og hafa inoldina mikið sand- blandna. Jafna skal moldinni vel í kassanum og vökva hana svolítið. Fræinu er svo dreift yfir moldina og þrýst niður með sléttum hlut. Síðan er gler látið yfir kassann. Sjálfsagt cr að vökva gætilega strax eft- ir sáninguna, en vökva litið og varlega meðan fræið er að koma upp. Eftir að plönturn- ar sjást þarf kassinn að vera i góðri birtu, og ]>á tökum við glerið af og látum kassann biða þannig í þrjár til fjórar vikur. Þá pillum við plönturnar upp úr kassanum og plöntum þeim með þriggja cm millibili í reit, sem við breiðum gler eða plast yfir um veturinn. Þá fáum við blómstrandi stjúp- mæður strax með vorinu. Þegar hlóm eru geymd und- ir gleri eða plasti, vill moldin spennast upp af holklakanum i g slíta ræturnar á plöntunum. Við þessu má sjá með því að láta þurran og léttan mosa yfir plönturnar. Þá geyinust ]>ær betur. Eftir að fer að vora er mosinn tekinn, svo að plönt- urnar fái meira loft og sól. Þegar plönturnar eru teknar upp úr sáðkassanum, er bezt að nota frammjóa spýtu liðlega i hendi. Þeir, sein eiga ekki hægt með að ná i mosa, geta lika notað grófan sand, og láta ]>á þunnt lag ofan á moldina í kringum plöntuna. Sandur- inn ver inoldina fyrir holklak- anum, scm er hættulegur öllum litlum plöntum. Jón afi. Skrýtlur. Dag einn, þegar Jack litli var að Icika sér við Millý litlu í næsta húsi, en þau voru bæði fimm ára, bað liann hana skyndilega að verða konuna sina. „Nei, ég get ekki gifzt ]>ér,“ sagði Millý grafalvarleg. „Hvers vegna ekki?“ spurði Jack. „Af því,“ svaraði telpan, „að í minni fjölskyldu giftast bara þeir, sem eru skyldir. Pabbi giftist mömmu, ufi giftist ömmu og meira að segja frændi giftist frænku." Móðir Kalla liafði eignazt tvíhura, og þegar hún kom heiin af fæðingardeildinni, fékk Kalli frí í skólanum. — Þú hefur auðvitað sagt kennslukonunni frá tviburun- um, þegar þú baðst um fri? spurði faðir hans um kvöldið. — Nei, eklti aldeilis, sagði Kalli. — Ég sagði henni bara frá öðrum. Hinn ætla ég að geyma mér til næstu viku. Sérfræðingur í gigtarlækn- ingum sendi einum sjúklingi sinum allháan reikning og fékk hann endursendan ó- greiddan. Hann hringdi í sjúkl- inginn og sagði: — Reikningurinn, sem ég sendi yður, er koininn aftur. •— Það er gigtin líka, sagði sjúklingurinn og lagði tólið á. Lítill drengur hafði skaðað á sér fingurna og var sendur til læknis. Eftir að læknirinn var búinn að binda um meiðsl- in og laga þau eins og með l>urfti sagði liann við dreng- inn: — Jæja, góði, nú er allt i lagi. — Heldurðu það? svaraði drengurinn vonleysislega. — Já, já, allt verður í lagi. — Get ég gert allt ineð fingr- unum? Get ég leikið á pianó? — Já, já, góði ininn. — Skritið, ]>að hef ég aldrei getað áður. 348
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.