Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 16
Við bjuggum saman í þessu neðanjarðarbyrgi í 49 daga og vorum orðnir mjög góðir vinir. Svo rann upp 50. dagur- inn. Við vöknuðum að morgni hans í sama mund og ungi maðurinn sagði við mig: „Jæja, kæri vinur, ekki er ég dauður ennþá. Ég er viss um, að faðir minn kemur í dag til að sækja mig, og ég er einnig viss um, að hann mun launa þér rikulega fyrir allt hið góða, sem þú hefur gjört fyrir mig þessa daga. Hann mun einnig sjá til þess, að þú komist heilu og höldnu heim í ríki þitt." Ég tók undir það, að gott væri að eiga þess von að losna úr jarðhýsi þessu og komast aftur til vina og vensla- manna. Ég færði honum því næst vatn I fati, svo að hann gæti laugað sig, og er hann hafði lokið því, breiddi ég teppi yfir hann í hvílunni. En örlagastundin var ekki langt undan, þótt hvorugur okkar vissi það á þessu augnabliki. ,,Prins,“ sagði ungi maðurinn, ,,ég er þyrstur, viltu gera svo vel að færa mér eina melónu og sykurmola?“ Ég gerði þetta og spurði hann síðan, hvar ég gæti fundið hnif til þess að skera börkinn af melónunni. „Hann er hérna á hillunni fyrir ofan höfðalagið rnitt," svaraði ungi maðurinn. Þá skeði það! Ég missteig mig á gólfteppinu, það flæktist um fót mér og ég féll með hnífinn í hendinni ofan á mann- inn í rúminu. Oddur hnffsins nam við hjarta hans, og var hann þegar örendur. Utan við mig af sorg kastaði ég mér á gólfið og reif klæði mín, grét og kveinaði. Eftir langa stund staulaðist ég út úr jarðhúsinu, lokaði niðurgöngunni með hlemmnum og lagaði moldina yfir honum sem bezt ég gat. Því næst klifraði ég upp í tré og leit til hafs. Jú, allt stóð heima, skipið kom siglandi í átt til eyjarinnar. Þegar skipsmenn höfðu kastað akkerum skammt frá landi, reru þeir upp I fjöruna og tóku til við að grafa frá inn- ganginum að jarðhúsinu. Gamli maðurinn var með í för- inni og var sýnilega mjög kvíðinn og órólegur. Ég heyrði greinilega hljóð hans neðan úr byrginu, þegar þeir fundu unga manninn dáinn. Þeir jarðsungu hann þarna skammt frá, og var það átakanleg sjón fyrir mig að sjá sorg hins aldna föður. Hann var sfðan studdur niður að bátnum og róið fram að skipinu, sem stuttu síðar sigldi á brott. Næsta mánuðinn var ég þarna aleinn á eyjunni. Ég tók eftir því, að það var líkast því sem eyjan væri stöðugt að hækka upp úr sjó, og að síðustu komu í Ijós grynningar eða rif, sem lá út frá eyjunni eins langt og augað eygði. Loks tók ég það ráð að gera tilraun til þess að vaða eftir þessu rifi I átt til meginlandsins. Löng og vot var sú ganga, en að endingu komst ég þó heilu og höldnu upp á ókunna strönd, og það fyrsta, sem ég veitti eftirtekt, var elds- bjarmi eða eitthvað, sem mjög glóði í sólskininu. Er ég nálgaðist þetta fyrirbrigði, sá ég þó, að enginn var þar eldurinn, heldur var þetta höll, gerð úr skírum kopar. Ég virti fyrir mér höll þessa um stund, því að aldrei fyrr hafði ég séð hennar líka. Tók ég þá eftir því, að hópur manna nálgaðist höllina, og var því líkast sem þeir kæmu af skemmtigöngu. Þegar þeir komu til mín, sá ég, að þetta var tíu manna hópur ungra manna, en fyrir þeim fór þó öldungur, svo að alls voru þeir ellefu. Allir áttu þeir það sameiginlegt að vera blindir á hægra auga. Er þeir höfðu heilsað mér og spurt mig um ferðir mínar, buðu þeir mér inn I höllina, og gengum við fyrst gegnum nokkra sali, fagurlega búna, en að lokum var numið staðar I hringmynduðu herbergi. Þar inni stóðu tíu uppbúnar sæng- ur, sem mynduðu hring, en í honum miðjum stóð sú ellefta, og var hún nokkru lægri en hinar. Á hana settist öldung- urinn, en hinir á sængurnar í kringum hann. Mér var bent að setjast á teppi eitt nálægt miðjum sal, „og spurðu ekki um neitt, annars fer illa fyrir þér,“ hvíslaði einn ungi mað- urinn í eyra mér. Er við höfðum talað saman um stund, fór öldungurinn út og kom aftur með kvöldmat handa öllum, og 352
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.