Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 46

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 46
I Sumarstari Æskulýðsráðs Reykjavlkur Æskulýðsráð mun efna til fjölþættrar starfsemi i sumar með ungti fólki, og beinist starfsemi þessi einkum að ýmiss konar útiveru, stuttum ferðum út úr borg- inni, í Saltvík og til silungsveiði i nær- liggjandi vötnum, siglingum og róðrum í Fossvogi, búvinnunámskeiði og skemmt- unum og félagsstarfi i Tónabæ. Siglingaklúbburinn Siglunes i Nauthóls- vík mun verða opinn mánud., miðvikud. og fimmtudaga kl. 7—10.30 e. li. og laug- ardaga kl. 2—7. Auk þess verða sérstakir tímar fyrir yngstu félagana og byrjendur. Lágmarksaldur klúbbfélaga er 11 ár, og er árgjald kr. 150,00. Á þriðjudögum kl. 6—10 verður félögum leiðbeint með smíði báta. I Saltvík á Kjalarnesi verður starfsemin í mörgum þáttum, og eru þessir helztir: Haldnar verða 4—5 helgarskemmtanir á vegum félagssamtaka og Æskulýðsráðs fyrir ungt fólk. Æskulýðsfélögum í Reykjavík verður gefinn kostur á að halda sýningar eða mót, iþróttamenn munu æfa þar og keppa, unn- ið verður við fegrun staðarins, garðrækt, skógrækt, efnt til náttúruskoðunar og gönguferða o. m. fl. Umsjónarmaður með starfi i Saltvik hef- ur verið ráðinn Þórhallur Runólfsson, íþróttakennari. Á timabilinu 9. júní til 1. ágúst vcrður börnum og unglingum 9—14 ára vcitt tæki- færi til ódýrra ferða og dagsdvalar i Salt- vík. Verður ferðum þessum hagað þannig, að 9—11 ára bctrn verða tekin upp í lióp- ferðabifreiðir á nokluum stöðum í borg- inni á mánudögum og miðvikudögum um kl. 9 f. h. og ekið heim aftur að kvöldi. Ferðir fyrir 12—14 ára verða á sama hátt þriðjudaga og fimmtudaga. í Saltvík munu hópar þessir vinna að fegrun staðarins og ræktun, fara i náttúruskoðunarferðir, taka þátt í ýmsum leikjum o. fl. Þátttak- endur munu liafa með sér nesti fyrir dag- inn. Innritunargjaid vegna þátttöku í þessu starfi verður kr. 50,00, en fargjald kr. 25,00 liverju sinni. Stangveiðiklúbbur unglinga jnun starfa líkt og undanfarin sumur. Veiðiferðir verða á þriðjudögum, föstudögum og um helgar, en veiðiferðir verða að sjálfsögðu háðar veðri og aðstæðum á hverjum tima. Lágmarksaldur jjátttakenda í veiðiferðum er 11 ár, en áherzla lögð á aidursflokkana 11—14 ára. EKKI GOTT AÐ VITA Maður nokkur kom á fleygiferð eftir þjóðveginum á mótorhjóli. Hann fór miklu hraðar en lög leyfðu, og allt í einu ók hann fram á mann og hund. Maðurinn stökk til hliðar, en hundurinn varð undir mótorhjólinu og drapst. Ekillinn snaraðist af hjólinu, stakk seðlabunka I hönd manns- ins og ók því næst leiðar sinnar, eins og hann ætti lífið að leysa. Göngumaðurinn horfði undrandi á eftir honum og því næst á seðlahrúguna í hendi sinni og sagði við sjálfan sig: — Gaman þætfi mér að vita, hver hef- ur átt þennan hund. Ársgjald i Stangveiðiklúbbnum er kr. 50,00, cn gjald fyrir veiðiferðir miðast við kostnað (25—75 kr.). Tónabær mun einnig starfa í sumar líkt og s.l. sumar, en þá var opið hús fyrir unglinga 3—4 sinnum í viku, og stærri skemmtanir og samkomur á milli. Að Fríkirkjuvegi 11 starfa leiklistar- klúbbur og tveir skemmti- og ferðaklúbb- ar. Vinnur lciklistarklúbburinn að gerð kvikmyndar og undirbúningi að kabarett- sýningu, einnig að sýningum fyrir vist- menn á sjúkrahúsum o. f 1. Skemmti- og ferðaklúbbarnir efna til ferða um landið og ýmiss konar skemmt- ana. Tekið verður á móti innlendum og er- lendum hópum æskufólks, og í undirbún- ingi er gagnkvæm heimsókn til Skotlands og Þýzkalands með ungu fólki og ieið- beinendum. Nokkur æskulýðsfélög fá einn- ig aðstöðu til æfinga og fundarhalda. Allar nánari upplýsingar eru gefnar i ski-ifstofu Æskulýðsráðs að Frikii-kjuvegi 11, en hún er opin alla virka daga ki. 2—8 e. h., sími 15937. 4. janúar 1947 hvolfdi flugvélinni á Sandskeiði, er hún lenti með hjólin I gryfju, og skemmdist hún nokkuð. 2. desember 1947 kaupir Helgi Filippusson flugvélina af vél- flugdeild Svifflugfélagsins. Síðan hefur hún lofthæfisskírteini frá því í júli 1949 til júlí 1950, síðan frá því í sept. 1950 til 17. des. sama ár, en síðan ekki aftur fyrr en í júní 1953 til maíloka 1954. 23. júní 1953 gerist svo það, að flugvélinni hvolfir, er henni var lent í fjörunni hjá Búðum á Snæfellsnesi, sem var ákvörðunar- staður flugmannsins. Hvorki hann né farþega hans sakaði, en flug- vélin skemmdist talsvert. Þá hafði henni verið flogið um 1125 flugtíma alls. Þessi flugvél er enn til og kann að verða gerð flug- hæf. Núverandi eigandi (frá 1968) er Matthías Matthíasson. BOEING PT-17 STEARMAN: Hreyflar: Einn 220 ha. Continental R-670-5. Vænghaf: 9.80 m. Lengd: 7.63 m. Hæð: 2.79 m. Væng- fiötur: 27.63 nru. Farþegafjöldi: 1. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 913 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 1.300 kg. Arðfarmur: 173 kg. Farflughraði: 170 km/t. Hámarkshraði: 300 km/t. Flugdrægi: 800 km. Hámarks- ílughæð: 6.000 m. 1. flug: 1934. Upphaflega ekki teiknuð hjá Boe- ing. LEIÐRÉTTING I janúarblaðinu var sagt, að TF-SUX hefði flogið til Ólafsfjarðar í janúar 1939. Þarna átti að standa Ólafsvíkur. Flugmaður var Agnar Kofoed-Hansen, og fór hann ferðina 5. janúar. Sjúklingur- inn, sem hann sótti, var Eliníus Jónsson kaupfélagsstjóri I Ólafs- vík. Þá skal þess getið, að það var Örn Ó. Johnson, sem fór fyrstu póstflugin I TF-SUX til ýmissa staða á Suðausturlandi í marz 1939, en síðan tók Björn Eiríksson við. Örn lenti t. d. fyrstur manna hjá Fagurhólsmýri 23. marz 1939 382
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.