Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1970, Side 46

Æskan - 01.07.1970, Side 46
I Sumarstari Æskulýðsráðs Reykjavlkur Æskulýðsráð mun efna til fjölþættrar starfsemi i sumar með ungti fólki, og beinist starfsemi þessi einkum að ýmiss konar útiveru, stuttum ferðum út úr borg- inni, í Saltvík og til silungsveiði i nær- liggjandi vötnum, siglingum og róðrum í Fossvogi, búvinnunámskeiði og skemmt- unum og félagsstarfi i Tónabæ. Siglingaklúbburinn Siglunes i Nauthóls- vík mun verða opinn mánud., miðvikud. og fimmtudaga kl. 7—10.30 e. li. og laug- ardaga kl. 2—7. Auk þess verða sérstakir tímar fyrir yngstu félagana og byrjendur. Lágmarksaldur klúbbfélaga er 11 ár, og er árgjald kr. 150,00. Á þriðjudögum kl. 6—10 verður félögum leiðbeint með smíði báta. I Saltvík á Kjalarnesi verður starfsemin í mörgum þáttum, og eru þessir helztir: Haldnar verða 4—5 helgarskemmtanir á vegum félagssamtaka og Æskulýðsráðs fyrir ungt fólk. Æskulýðsfélögum í Reykjavík verður gefinn kostur á að halda sýningar eða mót, iþróttamenn munu æfa þar og keppa, unn- ið verður við fegrun staðarins, garðrækt, skógrækt, efnt til náttúruskoðunar og gönguferða o. m. fl. Umsjónarmaður með starfi i Saltvik hef- ur verið ráðinn Þórhallur Runólfsson, íþróttakennari. Á timabilinu 9. júní til 1. ágúst vcrður börnum og unglingum 9—14 ára vcitt tæki- færi til ódýrra ferða og dagsdvalar i Salt- vík. Verður ferðum þessum hagað þannig, að 9—11 ára bctrn verða tekin upp í lióp- ferðabifreiðir á nokluum stöðum í borg- inni á mánudögum og miðvikudögum um kl. 9 f. h. og ekið heim aftur að kvöldi. Ferðir fyrir 12—14 ára verða á sama hátt þriðjudaga og fimmtudaga. í Saltvík munu hópar þessir vinna að fegrun staðarins og ræktun, fara i náttúruskoðunarferðir, taka þátt í ýmsum leikjum o. fl. Þátttak- endur munu liafa með sér nesti fyrir dag- inn. Innritunargjaid vegna þátttöku í þessu starfi verður kr. 50,00, en fargjald kr. 25,00 liverju sinni. Stangveiðiklúbbur unglinga jnun starfa líkt og undanfarin sumur. Veiðiferðir verða á þriðjudögum, föstudögum og um helgar, en veiðiferðir verða að sjálfsögðu háðar veðri og aðstæðum á hverjum tima. Lágmarksaldur jjátttakenda í veiðiferðum er 11 ár, en áherzla lögð á aidursflokkana 11—14 ára. EKKI GOTT AÐ VITA Maður nokkur kom á fleygiferð eftir þjóðveginum á mótorhjóli. Hann fór miklu hraðar en lög leyfðu, og allt í einu ók hann fram á mann og hund. Maðurinn stökk til hliðar, en hundurinn varð undir mótorhjólinu og drapst. Ekillinn snaraðist af hjólinu, stakk seðlabunka I hönd manns- ins og ók því næst leiðar sinnar, eins og hann ætti lífið að leysa. Göngumaðurinn horfði undrandi á eftir honum og því næst á seðlahrúguna í hendi sinni og sagði við sjálfan sig: — Gaman þætfi mér að vita, hver hef- ur átt þennan hund. Ársgjald i Stangveiðiklúbbnum er kr. 50,00, cn gjald fyrir veiðiferðir miðast við kostnað (25—75 kr.). Tónabær mun einnig starfa í sumar líkt og s.l. sumar, en þá var opið hús fyrir unglinga 3—4 sinnum í viku, og stærri skemmtanir og samkomur á milli. Að Fríkirkjuvegi 11 starfa leiklistar- klúbbur og tveir skemmti- og ferðaklúbb- ar. Vinnur lciklistarklúbburinn að gerð kvikmyndar og undirbúningi að kabarett- sýningu, einnig að sýningum fyrir vist- menn á sjúkrahúsum o. f 1. Skemmti- og ferðaklúbbarnir efna til ferða um landið og ýmiss konar skemmt- ana. Tekið verður á móti innlendum og er- lendum hópum æskufólks, og í undirbún- ingi er gagnkvæm heimsókn til Skotlands og Þýzkalands með ungu fólki og ieið- beinendum. Nokkur æskulýðsfélög fá einn- ig aðstöðu til æfinga og fundarhalda. Allar nánari upplýsingar eru gefnar i ski-ifstofu Æskulýðsráðs að Frikii-kjuvegi 11, en hún er opin alla virka daga ki. 2—8 e. h., sími 15937. 4. janúar 1947 hvolfdi flugvélinni á Sandskeiði, er hún lenti með hjólin I gryfju, og skemmdist hún nokkuð. 2. desember 1947 kaupir Helgi Filippusson flugvélina af vél- flugdeild Svifflugfélagsins. Síðan hefur hún lofthæfisskírteini frá því í júli 1949 til júlí 1950, síðan frá því í sept. 1950 til 17. des. sama ár, en síðan ekki aftur fyrr en í júní 1953 til maíloka 1954. 23. júní 1953 gerist svo það, að flugvélinni hvolfir, er henni var lent í fjörunni hjá Búðum á Snæfellsnesi, sem var ákvörðunar- staður flugmannsins. Hvorki hann né farþega hans sakaði, en flug- vélin skemmdist talsvert. Þá hafði henni verið flogið um 1125 flugtíma alls. Þessi flugvél er enn til og kann að verða gerð flug- hæf. Núverandi eigandi (frá 1968) er Matthías Matthíasson. BOEING PT-17 STEARMAN: Hreyflar: Einn 220 ha. Continental R-670-5. Vænghaf: 9.80 m. Lengd: 7.63 m. Hæð: 2.79 m. Væng- fiötur: 27.63 nru. Farþegafjöldi: 1. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 913 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 1.300 kg. Arðfarmur: 173 kg. Farflughraði: 170 km/t. Hámarkshraði: 300 km/t. Flugdrægi: 800 km. Hámarks- ílughæð: 6.000 m. 1. flug: 1934. Upphaflega ekki teiknuð hjá Boe- ing. LEIÐRÉTTING I janúarblaðinu var sagt, að TF-SUX hefði flogið til Ólafsfjarðar í janúar 1939. Þarna átti að standa Ólafsvíkur. Flugmaður var Agnar Kofoed-Hansen, og fór hann ferðina 5. janúar. Sjúklingur- inn, sem hann sótti, var Eliníus Jónsson kaupfélagsstjóri I Ólafs- vík. Þá skal þess getið, að það var Örn Ó. Johnson, sem fór fyrstu póstflugin I TF-SUX til ýmissa staða á Suðausturlandi í marz 1939, en síðan tók Björn Eiríksson við. Örn lenti t. d. fyrstur manna hjá Fagurhólsmýri 23. marz 1939 382

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.