Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 7
Sá dagur var ei draumsjón köld og ber sem dyra knúði og spurði eftir mér, hann var mín gæfa, veröld fersk og ný sem vor í skafli, moldin dökk og hlý. Úr þvalri jörð mun þiðna krapamor og þá mun aftur koma túngrænt vor með sumarbros og sólskinslokk um kinn Mín sól ert þú og ég er skuggi þinn. Matthías Johannessen. Matthías Johannessen • Hvers vegna springa glös, ef sjóðandi vatni er hellt i þau? At því að glerið mishitnar, þegar vatninu er hellt i það. Kemst þá eins konar vindingur ( glasið, sem það þolir ekki. Öðru máli gegnir um málmbikara, þeir þola sjóðandi vatrt án þess að springa, bæði vegna þess að t málmi er sam- loðun efnisins meiri, og einnig vegna þess, að þeir leiða varmann betur og hitna því fljótar og jafnar en glerið. Ef hella skal sjóðheitu vatni í glas, getur verið gott að setja málmhlut í glasið, til dæmis skeið, hún er góður hitaleiðari og dregur þá til sín varma úr vatninu, svo að minni hætta er á, að það sprengi glasið. • Kvikasilfur hefur ýmsa kosti til notkun- ar i hitamælum. Það gufar Iftið upp og sýður ekki fyrr en við 357 stiga hita og frýs ekki fyrr en við 39 stiga frost, auðvelt er að sjá það í mælinum, og loks er það mjög góður hitaleiðari og hefur lítinn eðlisvarma, þannig að minni varma þarf til að koma því á tiltekið hitastig en flestum öðrum vökvum. • Hvers vegna bráðna ísmolar, ef þeim er núið saman? Vegna þess að varmi myndast við núninginn, og sá varmi bræðir Isinn. Einnig kemur hér annað til: frostmark vatns er háð þrýstingn- um þannig, að það lækkar við vax- andi þrýsting. Það er því unnt að bræða ís með því einu að þrýsta molunum fast saman. Af þessari ástæðu er það, að snjór breytist í is í hjólförum bíla og fótsporum manna. Þegar stigið er á snjóinn, bráðnar hann undan þrýst- ingnum, vegna þess að frostmarkið lækkar, en þegar fæti er lyft aftur, hækkar frostmarkið aftur, vatnið frýs og verður að ís. Með einfaldri tilraun má sýna, að frost- mark vatns lækkár við aukinn þrýsting. Séu lóð fest í endana á vír og vírinn síðan lagður yfir ís, þannig að lóðin hangi frjáls, sker vírinn Isköggulinn sundur hægt og hægt. En þegar vír- inn er kominn í gegnum köggulinn, er hann heill eftir, hann hefur bráðnað undan þrýstingi virsins, en frosið sam- an aftur jafnharðan. 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.