Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 7
Sá dagur var ei draumsjón köld og ber
sem dyra knúði og spurði eftir mér,
hann var mín gæfa, veröld fersk og ný
sem vor í skafli, moldin dökk og hlý.
Úr þvalri jörð mun þiðna krapamor
og þá mun aftur koma túngrænt vor
með sumarbros og sólskinslokk um kinn
Mín sól ert þú og ég er skuggi þinn.
Matthías Johannessen.
Matthías Johannessen
• Hvers vegna springa glös, ef sjóðandi
vatni er hellt i þau? At því að glerið
mishitnar, þegar vatninu er hellt i
það. Kemst þá eins konar vindingur (
glasið, sem það þolir ekki.
Öðru máli gegnir um málmbikara, þeir
þola sjóðandi vatrt án þess að springa,
bæði vegna þess að t málmi er sam-
loðun efnisins meiri, og einnig vegna
þess, að þeir leiða varmann betur og
hitna því fljótar og jafnar en glerið.
Ef hella skal sjóðheitu vatni í glas,
getur verið gott að setja málmhlut í
glasið, til dæmis skeið, hún er góður
hitaleiðari og dregur þá til sín varma
úr vatninu, svo að minni hætta er á,
að það sprengi glasið.
• Kvikasilfur hefur ýmsa kosti til notkun-
ar i hitamælum. Það gufar Iftið upp og
sýður ekki fyrr en við 357 stiga hita
og frýs ekki fyrr en við 39 stiga frost,
auðvelt er að sjá það í mælinum, og
loks er það mjög góður hitaleiðari og
hefur lítinn eðlisvarma, þannig að minni
varma þarf til að koma því á tiltekið
hitastig en flestum öðrum vökvum.
• Hvers vegna bráðna ísmolar, ef þeim
er núið saman? Vegna þess að varmi
myndast við núninginn, og sá varmi
bræðir Isinn. Einnig kemur hér annað
til: frostmark vatns er háð þrýstingn-
um þannig, að það lækkar við vax-
andi þrýsting. Það er því unnt að bræða
ís með því einu að þrýsta molunum
fast saman. Af þessari ástæðu er það,
að snjór breytist í is í hjólförum bíla
og fótsporum manna. Þegar stigið er
á snjóinn, bráðnar hann undan þrýst-
ingnum, vegna þess að frostmarkið
lækkar, en þegar fæti er lyft aftur,
hækkar frostmarkið aftur, vatnið frýs
og verður að ís.
Með einfaldri tilraun má sýna, að frost-
mark vatns lækkár við aukinn þrýsting.
Séu lóð fest í endana á vír og vírinn
síðan lagður yfir ís, þannig að lóðin
hangi frjáls, sker vírinn Isköggulinn
sundur hægt og hægt. En þegar vír-
inn er kominn í gegnum köggulinn, er
hann heill eftir, hann hefur bráðnað
undan þrýstingi virsins, en frosið sam-
an aftur jafnharðan.
343