Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 17

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 17
 Myndin hér að ofan sýnir hiuta þátttakenda á mótinu 1969, þegar fram fór skemrr.tidagskrá i skóginum. BINDINDISMÓTIÐ í GALTALÆKJARSKÓGI verður að venju um verzlunarmannahelgina í sumar. Verður þar margt til skemmtunar og ekki þarf að spyrja um þá ánægju, sem því fylgir að dvelja í fögru umhverfi, eins og sannarlega er í Galtalækjarskógi. í næsta nágrenni er Hekla, tignarleg eins og drottningu fslenzku eidfjallanna ber að vera. Það eru templarar á Suðurlandi og íslenzkir ungtemplarar, sem efna til þessa fjölþreytta móts. Verður þetta í 11. skipti, sem mótið er haldið. Hér er um að ræða skemmtun fyrir alla fjölskylduna. VeriS öll vel- komin. voru þetta gómsætir ávextir. Aðra ferð fór hann út og sótti þá ávaxtadrykk handa okkur. Er liðið var fram yfir rniðnætti, tók mig að sækja svefn, en þá gekk öldungurinn enn út og sótti í þetta sinn ellefu skálar, sem í var þlanda af kolum, ösku og sóti. í þessu hrærðu þeir félagarnir vel og vandlega og ruðu því síðan á andlit sitt og hendur með kveinstöfum og þessum töluð- um orðum: „Þetta er til þess að hegna okkur fyrir leti okkar og forvitni." Þetta varði næstum til morguns, og varð því svefntíminn stuttur. Að morgni þvoði hver sér og héldum við út í skóg allir saman til þess að safna ávöxtum. Ég hafði nú gleymt aðvöruninni, sem ég fékk kvöldið áður, og spurði I grandaleysi: „Hvers vegna eruð þið allir eineygðir, og hví báruð þið ösku og sót i andlit ykkar ( gærkvöldi?" Ungu mennirnir hrukku í kút við þessa spurningu mína, en sá gamli svaraði: „Talaðu varlega og hafðu góðan taum á tungu þinni, ef þú vilt ekki að illa fari fyrir þér!“ Um kvöldið endurtók sama sagan sig: Við cnæddum ávexti og drukkum einhvern sætan mjöð, og síðan smurðu allir sig með sóti og ösku. Þá brast þolinmæði mín á ný, og ég tók að spyrja um ástæður íyrir þessu einkennilega háttalagi þeirra. Öldungurinn stóð á fætur og mælti til mín: „Þrátt fyrir aðvaranir okkar hefur þú nú sjálfur steypt þér í ógæfu,“ og án frekari málalenginga gekk hann út og sótti geit- hafur einn, sem var á beit utan við höllina. Karlinn slátraði honum og fjó af honum belg. Síðan rétti hann mér slátrara- hnífinn og skipaði mér að skríða inn i geithafursbelginn. Eftir það saumaði hann belginn saman utanum mig og síðan var ég borinn út á víðavang. Áður en þeir skildu við mig þarna, sögðu þeir mér, að bráðlega mundi stór rán- fugl koma og hremma mig. „Ekki skaltu hræðast þetta," sögðu þeir ennfremur. „Fuglinn mun svo fljúga með þig upp á hátt fjall, en þegar þú ert þangað kominn, skaltu bregða hnífnum og skera gat á belginn. Mun þá fuglinn verða hræddur og fljúga á brott. Uppi á fjalli þessu muntu finna einstigi eitt og skaltu fylgja því, unz þú kemur að höll nokkurri, mjög skrautlegri, og skaltu ganga inn í hana. Hvið þar hendir þig, megum við ekki segja, nema það, að þaðan komum við aftur út eineygðir." Allt fór þetta eins og mér hafði verið sagt. Þegar ég gekk inn i höllina, tóku fjörutíu ungar stúlkur á móti mér, klæddar dýru skarti. „Velkominn, herra minn,“ sögðu þær og leiddu mig að legubekk, þar sem ég skyldi hvílast eftir hina löngu ferð. Við blak blævængja og söng hinna fögru kvenna féll ég í væran svefn, enda nokkuð svefn- þurfi eftir veruna hjá þeim eineygðu. Framhald. 353
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.