Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 35

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 35
Skólinn Húmar að kvöldi i, ý iB9ir frá clrer>g, er " Kristján ára aS 11 e heima 1 9 Frakk- 1 tyigjumst 'iáhl einn ^inia og m- Uppl er nokk- )n hátt en '"h hér á T i T Sumarfrí Kristjáns litla úr skólanum er ekki langt, aðeins 6 vikur eða þar um bil. Þetta frí er í júlí og dálítið fram í ágúst. Við skulum nú ganga inn í skólastofuna hans Kristjáns. Hún er ekki mjög ólík kennslustofunni okkar hér heima, kennaraborð, tafla, borð og stólar, myndir á veggjum. Þó er þarna einhvern veginn annar bragur á en hjá okkur. Börnin, bæði telpur og drengir, sitja þarna tvö og tvö, næstum öll dökkhærð og sólbrennd. Þau eru mjög léttkiædd, enda er molluheitur júnídagur og gluggar allir upp á gátt. Kennslukonan er einnig eins léttklædd og vel- sæmið leyfir. Við frá íslandi mundum sjálfsagt veita at- hygli stóru, grænu flugunni, sem svifur þarna inn um einn gluggann. Hún er næstum 5 sentimetrar á lengd. Við mund- um líklega ekki þekkja hana, því að kuldans vegna þrífast ekki skógarengisprettur hér á landi. — Já, eins og áður er sagt finnum við, að hér er skólabragur dálitið öðruvísi en heima. Börnin eru kyrrlátari og tala ekki að óþörfu. Þau virðast vön ströngum aga. Kennslukonan er með nokkur pappaspjöld i hendinni. Á framhlið þeirra eru hugarreikn- ingsdæmi, en svarið á bakhlið. Hún bregður einu þessara spjalda á loft, hver verður fljótastur að reikna þetta í huganum? Nokkrar litlar hendur eru réttar upp, og kennslu- konan gefur Kristjáni merki um að svara. — Jú, 12+36 eru 48. Frí á fimmtudögum Skólabörn i Frakklandi hafa 5 daga skólaviku. Þau eiga frí á sunnudögum og fimmtudögum. Þennan fridag — fimmtudaginn — gerir franska sjónvarpið ýmislegt fyrir börnin — meira en aðra daga. Kristján sá t. d. síðastliðinn fimmtudag kvikmyndina ,,Skytturnar“ og Andrés önd. Einnig eru hringleikahús og barnaleikhús opin á fimmtudögum. Skemmtigarðar Parísar iða líka af börnum vegna frísins. Sunnudagarnir eru aftur á móti dagar fjölskyldnanna. Þeir sem geta aka þá gjarnan eitthvað út úr mollu stór- borgarinnar. Pabbi Kristjáns á lítinn bíl, og þau fjögur aka oft út í sveit á sunnudögum, stanza þá ef til vill við lítið veitingahús við veginn og fá sér að borða. Það dimmir snemma á kvöldin í París, þótt í júnímánuði sé. Um klukkan 9 er búið að kveikja á götuljósunum, og skömmu síðar er aldimmt. Þá hefur Kristján lokið við að læra lexíur sínar fyrir mor.gundaginn. Eldri bróðir hans, Jean-Paul, hjálpar honum oft við það. Hann er 15 ára og gengur í kennaraskóla, hann ætlar að verða íþróttakennari seinna. Áður en þeir strákarnir taka fram bækurnar sínar til lestrar, fá þeir ,,la goutte" hjá mömmu sinni. Það er eins konar súkkulaðibolla, og svo mjólkurglas. Þegar þeir bræður hafa lokið lestri skólabókanna, taka þeir gjarnan til við að lesa blöð með myndasögum. Vinsælasta blaðið af þeirri tegund heitir „Asterix", drengjablað með aðalhetj- unni í gervi víkings frá fornöld. Bræðurnir sofa saman i tvíbreiðu rúmi með Ijósi á höfða- gaflinum, en þeir þurfa að fara snemma að sofa á kvöldin. Við kvöldverðarborðið ræðir öll fjölskyldan um „lífsins gagn og nauðsynjar", og þá kemur í Ijós, að þeir bræður hafa eitthvað lesið í blöðum dagsins og geta þvi lagt orð í belg. Samræður hjá franska fólkinu mundi okkur hér þykja einkennast af nokkuð miklu handapati, en það er meðfæddur þjóðarsiður. Kristján les „Asterix".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.