Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 24

Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 24
„Hvert hefur hún farið?" tautar hann fyrir munni sér. „Við verð- um að leita hennar um alla eyjuna." Leitin hefst, en hvorki finnst tangur né tetur af Skellu. Palli hleypur niður að ströndinni og hittir þar nokkur stór börn. Það eru þau Jóhann, Jenný og Súsanna, sem leika sér með fleka. „Halló,“ kallar Palli. „Komið strax að landi! Okkur vantar hjálp. Skella er týnd, og við verðum að leita um allan skóginn." Börnin þrjú stökkva þegar í land og vilja fúslega veita liðveizlu. Nokkru síðar bætist enn liðstyrkur, og loks taka nær allir íbúar Krákueyjar þátt í leitinni að litlu stúlkunni. Allt kjarr er vandlega rannsakað, sérhver hola og skurður skoðaður. Og meðan á öllu þessu stendur... er Skella komin heim aftur og skríður upp eldhúströppurnar á stuttu fótunum sínum. Hún kemur inn í eldhúsið og rekur strax augun í afrek Melkers þar, og hún stenzt ekki penslana og málningardósirnar. Skella tekur pensil og bætir málningu á eldhússkápinn .. . Hún skríður upp á stól og málar meira. Hún málar gular skellur á rauðu fletina og bláa bletti á gulu fletina, og hún er himinlif- andi og hlær hátt. En hvað er gaman að mála! Smátt og smátt fer hún þó að þreytast á þessu, og hún fer að sakna þeirra hinna. Hvar eru Palli, Skotta og Stina og Melker? Hún yfirgefur eldhúsið, stiklar yfir grasflötina og heldur í áttina að ströndinni. Þar rekst hún á yrðlinginn, sem hefur villzt í öllum vandræðunum. Skella fylgist nú með litla dýrinu með stóra, loðna skottið. Og henni semur vel við yrðlinginn. Skella rekur augun í flekann, sem Jóhann og hin börnin yfir- gáfu. Hann ris og hnígur á bylgjunum við sjávarmálið. Og áður en varir er Skella komin um borð ásamt yrðlingnum. Hún veitir því enga eftirtekt, að flekinn rennur nú hægt frá landi. Þegar Palli kemur niður í fjöruna skömmu síðar, er flekinn i verzlun Nisse kaupmanns. þegar kominn nokkra tugi metra frá landi. Hann sér, að Skella situr á flekanum, og veit, að nú eru góð ráð dýr. Hann má ekki eyða tíma í að kalla á hjálp, og því stekkur hann út í sjóinn í öllum fötum og syndir að flekanum. Þegar hann kemur að hon- um, segir hann ávítandi við Skellu: „Þú ert alltof lítil til þess að fara ein á sjóinn. Og það var gott, að ég fann þig. Ég skal aldrei framar vera þér reiður eða öfunda þig. Nú verðum við að reyna að komast að landi. Ea það verður víst erfitt, því að vindurinn blæs I seglið. Ég er hræddur um, að okkur reki lengra frá landi. Og ég veit ekki, hvernig ég á að stjórna þessu farartæki." Fjöldi manna hefur nú leitað um allan skóginn og nú er hópur- inn kominn' niður að höfninni. Melker er mjög miður sín og ör- væntingarfullur. Hann heldur enn á skó Skellu, eina merkinu eftir tröllabarnið . .. „Þetta er hræðilegt," segir hann. „Skella er gjörsamlega horf- in, og við erum þess nú vísari, að hún er ekki í skóginum. Hvar í ósköpunum er hún þá?“ Hann skyggnist út á sjóinn og kemur auga á lítið gufuskip, sem kemur siglandi í áttina að hafnargarði Krákueyjar. „Æ, æ,“ kveinar hann, „hvað á ég að gera? Malín kemur heim með gufuskipinu, og hvernig get ég útskýrt fyrir henni, að Skella er horfin okkur?“ Melker hetur enga hugmynd um, að skipstjórinn á litla gufu- skipinu hefur þegar komið auga á litla timburflekann, sem rekur stjórnlaust fyrir hvitum seglum. Gufuskipið hafði skömmu áður numið staðar og bjargað þeim um borð, Palla, Skellu og yrðlingn- um. Malín varð yfir sig hrædd, þegar hún sá litlu dóttur sína á sjónum, en andartaki síðar er hún glöð og hamingjusöm og þrýstir henni að sér. Hún átelur Palla, því að hún heldur, að hann hafi tekið upp á því að fara með hana í siglingu. En Palli útskýrir þá fyrir henni, hvað gerzt hefur. Nú stefnir skipið inn að bryggjunni, og Malin sér föður sinn standa þar og bíða komu þess. Hann virðist vera mjög tauga- óstyrkur. Malín ákveður að veita föður sínum duglega áminningu, og þegar skipið liggur við landfestar, segir hún við Palla: „Leiddu nú Skellu með þér. Farðu ekki strax í land. Ég ætla að tala við pabba íyrst og láta eins og ég viti ekkert." Melker er alveg utan við sig og blóðrjóður í framan, þegar hann heilsar dóttur sinni. „Elsku Malín mín,“ segir hann. „Því miður hefur gerzt leiðin- legur atburður, en þú skalt ekki verða hrædd, heldur reyna að taka þvl rólega. Við hljótum að íinna hana, og allt fellur aftur í Ijúfa löð.“ „Hvað segirðu?" spyr Malín. „Jú, hm . . . Sjáðu nú til. Skella er týnd. En við erum öll að leita hennar. Og við finnum hana fljótlega, því máttu treysta." 360
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.