Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Síða 8

Æskan - 01.10.1971, Síða 8
MOZART Æska Mozarts Frá Vínarborg tímum Maríu Theresíu drottningar, sem stjórnaði með miklum /dugnaði hinu viðlenda ríki Austurríki og Ungverjalandi með Vínar- borg sem höfuðstað, lifði tónskáldið Mozart, sem vakti undrun ^ og aðdáun strax barn að aldri. Mozart var kominn til Vínarborgar með föður sínum til þess að leika fyrir drottninguna og hirð hennar. Feðgarnir bjuggu í veitingahúsi, sem bar naínið Hvíti Fíilinn. Þetta var fyrri hluta dags, og um kvöldið átti Mozart litli, sem var aðeins 6 ára, að leika fyrir hirðina, svo að faðir hans hafði sagt honum, að nú yrði hann að fara að flýta sér að búa sig, en þegar hann var á leiðinni eftir einum hinna löngu ganga gistihússins, heyrði Mozart örveika píanótóna, er virtust berast frá herbergi, sem var í öðrum enda gangsins. Dyrnar að herberginu stóðu hálfopnar, svo að drengurinn gægðist varlega inn. Herbergið var mjög fátæklegt, og við snjáð hljóðfærið sat gamall gráhaerður maður og lék á það með annarri hendi. Mozart litli varð nú mjög forvitinn, læddist hljóðlega nær og stóð loks bak við gamla manninn án þess að hann yrði hans var. Loks gat Mozart ekki á sér setið lengur og sagði hátt: „Af hverju spilar þú aðeins með annarri hendinni? Ef þú spilaðir með báðum, mundi þetta hljóma svo vel." Gamli maðurinn leit undrandi við og sá litla lis'ama'~in , scm ~s" svo frakkur að setja út á hann. „Hvaðan ber þig að?“ cp rði gamli maðurlnn kuldalega. „Ég heyrði þig spila, og þar sem dyrnar voru opnar, gekk ég inn,“ svaraði Mozart frjálslega, ,,en af hverju notar þá aðeins aðra höndin?" Gamli maðurinn brosti beisklega og rétti vinstri handlegginn að drengnum, þar var aðeins hándleggur, höndina vantaði. „Ó, það er þannig," hvislaði barnið, og fallegu augun hans fylltust tárurn- „Þetta er sorglegt, og þú sem gætir annars spilað svo vel.“ „Getur þú spilað sjálfur?" spurði nú gamli maðurinn. „Já, það get ég,“ svaraði Mozart ákafur. Mozart litli settist nú við hljóðfaarið, en gamli maðurinn færði sig í hægindastól, er var í einu horni herbergisms- Mozart töfraði nú fram hina fegurstu tóna úr gamla píanóinu, svo að gamla manninum fannst sem hann hefði aldrei hlustað á aðra eins fegurð. „Barn! Barnið mitt, hvílíkir hæfileikar það eru, sem þú býrð yfir. Aldrei helði ég trúað því, að nokkur manneskja, og því síður barn eins og þú, 9ætl leikið svona." Drengurinn brosti til hans, hann var glaður yfir hrósinu, en alls ekke hissa. „Leiktu dálitið meira fyrir mig,“ bað gamli maðurinn, og Mozart lék hve verkið eftir annað, en að lokum stóð hann á fætur, eða réttara sagt hoppa niður af siólnum, því að hann var svo lítill, að þegar hann sat á háa píanó bekknum, náði hann ekki niður á pedalana. < „ „Nú má ég til að fara, því annars verður faðir minn hræddur um mlS' Hann gekk til gamla mannsins og horfði á hann meðaumkunaraugum, Þv' a hann kenndi svo í brjósti um hann, af því hann gat ekki notað báðar hendur sínar til að spila, því að Mozart var Ijóst, að gamli maðurinn gat leikið ve • „Hvernig stóð á því, að þú misstir höndina þína?" spurði hann. „Ég get svo sem sagt þér það, drengur minn. Ég heiti Arthur von Köstlin og var liðsíoringi í her drottningarinnar og hef verið í mörgum orustum. svo gerðist það í einni þeirra, að kúla tók af mér höndina," og gamli maðurinn stundi þungan. „Þetta hefur verið hræðilegt," hvíslaði Mozart litli. „Það er nú samt ekki það versta," sagði gamli maðurinn. „Nei, fátæktin e9 ailcleysið, það er verra." „Ert þú lika fátækur?" spurði Mozart. Gamli maðurinn virti drenginn fyrir sér dálitla stund, áður en hann svara Hann hafði nú svo lengi verið einn með áhyggjur s' ar, að han a!lt í einu löngun til að trúa einhverjum fyrir þeim. „Já, ég er fátækcr," sag hann seinlega. „Það var ekki hægt að nota mig leng_r sem liðsforingja, °9 ég var látinn á eftirlaun, en þau eru svo lítjl, að ég get ekki lifað af Þeirm Ég varð að selja píanóið mitt og allt, sem ég átti af öðrum m.num, se einhvers virði voru. Það er rétt, að ég get ekki lengur spilað eins og ég 9er 6

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.