Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 9

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 9
Þar sem ég hef aðeins aðra höndina, en samt átti ég svo bágt með að vera áh þess, það var mín einasta huggun. Þess vegna varð ég samt sem áður sv° glaður að fá þetta herbergi hér, þótt fátæklegt sé, því hér fékk ég aftur tækifæri til að snerta hljómborð. Já, ég er nýfluttur hingað til Vínarborgar." ..Já, en því biður þú ekki drottninguna um meiri eftirlaun?" spurði iitli drengurinn ákafur. ..Ég hef sent bónarbréf oftar en einu sinni,“ svaraði gamli maðurinn, „en Það hefur ekki komið að gagni. Ég tók því það ráð að fara til Vinarborgar, Þó að þessi ferð hafi kostað mig mína síðustu peninga. Ég trúði því, að ef é9 bara kæmist hingað, yrði auðvelt fyrir mig að fá áheyrn hjá drottningunni, eh enn hefur mér ekki tekizt það. Ég á heldur engan vin við hirðina, en það er sagt mjög nauðsynlegt að hafa einhvern til að tala máli sínu þar.“ Drengurinn hlustaði á allt, sem gamli maðurinn sagði, með mikilli eftirtekt. skein festa og alvara úr augum hans, þegar hann sagði við gamla mann- 'hn: „Vertu viss, ég skal hjálpa þér!" Gamli maðurinn brosti ósjálfrátt. „Þú ert gott og kærleiksríkt barn, og þú hefur glatt mig mikið með því að leiká svona yndislega tónlist fyrir mig, en hjálpað mér getur þú víst ekki, en ég þakka þér nú innilega fyrir allt, og segðu hfér svo að skilnaði nafn þitt, því mun ég aldrei gleyma." ..Ég heiti Wolfgang Amadeus Mozart," svaraði drengurinn og hneigði sig Ojúpt fyrir gamla manninum, ,,og ég mun hjálpa þér, vertu viss.“ Og með þessi orð á vörunum hljóp hann út úr herberginu. Sama kvöldið var kveikt á hinum stóru kristallsljósakrónum í tónlistarsalnum ' hinni fögru höll drottningar; allt Ijómaði í Ijósum og skrauti. í miðjum salnum fétt hjá hljóðfærinu sat fullorðin kona afar skrautklædd. Það var drottningin, eða réttara sagt keisarainnan af Austurríki, María Theresa, og allt í kringum ^ena hafði hirðfólkið raðað sér ýmist standandi eða sitjandi. Skraut og Ijómi Var yflr öllu, allt glitraði I gulli og gimsteinum. Ugglaust hefur Ijósadýrðin haft óhrif á Mozart litla, en hvort hann hefur tekið mikið eftir öðru skrauti, er vafamál, heimur tónanna hafði hann svo algjörlega á valdi sinu, og brátt bárust hinir hrifandi tónar hljóðfærisins út um salinn, og allir heilluðust af hæfileikum og töframætti þessa 6 ára snillings. Orðrómurinn um þetta undrabarn hafði borizt viða, og drottningin hafði gert föður Mozarts boð um að koma með drenginn til hirðarinnar, og það er ekki ofsögum sagt, að hún hreifst af leik hans. Þegar Mozart hafði lokið fyrsta tónverkinu og hlé varð á, klappaði drottning fyrir honum og öll hirðin reis úr sætum og klappaði. „Meira! Leiktu rneirai" Og Mozart lék hvert lagið af öðru og alltaf jókst hrifning áheyrenda. Að lokum kallaði drottningin litla lista- manninn til sín, og hann gekk ákveðinn til hennar hátignar. „Þú ert ekki hræddur við drottninguna?" spurði hún brosandi. „Nei,“ svaraði Mozart, „hvers vegna ætti ég að vera það? Mér lízt bara vel á yður.“ „Já, einmitt," sagði drottningin og kímdi, „hvernig viltu sanna mér það?“ „Með því að gefa yður koss,“ svaraði drengurinn djarflega, og áður en nokkur hefði áttað sig, hafði Mozart lagt hendurnar um háls drottningar og smellt kossi á kinn hennar. Þetta var nú aldeilis brot á hirðsiðunum, og allt hirðíólkið hélt niðri í sér andanum yfir þessari dirfsku drengsins, en drottn- ingin var mjög ánægð með framkomu snillingsins litla og hló hjartanlega, og slíkan hlátur hafði hirðfólkið ekki heyrt í mörg ár. „Þú ert sannarlega stórkostlegur, drengur minn,“ sagði drottningin, „fyrst gefur þú mér þessa fögru tóna, og síðan verð ég svo glöð yfir þinni djörfu og hreinu framkomu, að ég gleðst og hlæ af hjartans lyst. Nú máttu óska þér hvers sem er að launum fyrir þetta kvöld. Hver er ósk þín?" Andarlak leið, en svo leit Mozart litli einbeittur á drottninguna um leið og hann sagði: „Ég óska mér þess, að yðar tign leyfi herra von Köstlin að fá áheyrn hjá yður í fyrramálið." „Hver er herra von Köstlin?" spurði drottningin undrandi. „Það er gamall liðsforingi, sem bæði hefur misst hönd sína og hljóðfæri," svaraði Mozart litli ákafur, og svo varð hann að segja aila söguna. Drottningin og öll hirðin hlýddi spennt á frásögnina, og þegar hann hafði lokið máli sínu, klappaði drottningin honum blíðlega á kinnina. „Þú ert ekki aðeins undrabarn, Nlóðir Mozarts Faðir Mozarts Faðir Mozarts var söngstjóri 1 Salzborg og sonur hans, Wolfgang Amadeus Mozart, varð heimsfrægur strax sem barn. Þegar Mozart var aðeins sex ára að aldri lék hann fyrir hirðina í Vínarborg og fékk mikið lof fyrir hjá öllum við- stöddum. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.