Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 10

Æskan - 01.10.1971, Page 10
ATHYGLISÆFING NR. 4. - Hvað er rangt í þessari mynd? Geturðu fundið hvaða SJÖ atriði eru röng á þessari teikningu, áður en þií lest svörin á bls. 70. litli snillingur, þú ert lika góður drengur, og þaö er meira viröi en allt annað. Ósk þin skal uppfyllt. Það skal verða sem þú biður. Herra von Köstlin kemur til áheyrnar á morgun, og hann fær píanóið sitt aftur og skal ekki þurfa að líða fátækt, þvi lofa ég. En þú þiður mig ekki um neitt fyrir sjálfan þig?“ ,,Nei,“ svaraði drengurinn og andlit hans Ijómaði, „þvi nú hef ég fengið stærstu ósk mina uppfyllta, og nú getur herra von Köstlin séð, þótt honum fyndist það ótrúlegt, að ég gat samt hjálpað honum." Næsta morgun kom gamli liðsforinginn i heimsókn til drottningarinnar, og þau töluðu lengi saman. Niðurstaðan varð sú, að hann fékk svo mikil eftirlaun, að hann gat lifað áhyggjulausu lifi eftir þetta. Um kvöldið heimsótti hann vin sinn, Mozart, þakkaði honum og sagði honum frá heimsókn sinni til drottning- arinnar. Mozart tapaði ekki á veglyndl sinu við gamla liðsforingjann, því að drottning- in lét senda litla snillingnum 100 gljáandi gullpeninga í þakklætisskyni fyrir hljómleika hans I höllinni, og það er efamái, hvort Mozart litll gladdist meira yfir þessum 100 gullpeningum en yfir því, að hann gat hjálpað vini sínum, liðsforingjanum gamla. L. M. þýddi. VEiZTU ÞAÐ? Hvers vegna verður manni ekki kalt i andliti og á höndum? Hitaskyn manns- ins er fjarri því að vera óþrigðull hita- mælir. Manni er að jafnaði kaldara á andliti og höndum en annars staðar á likamanum, en vegna vanans flnnst það ekki, taugarnar senda engin boð um kulda, vegna þess að hann er orðinn eðlilegt ástand. Menn hafa vanið sig á að ganga með bert andlit og hendur. Börn venjast oft á að ganga með nakin hné og hætta fljótlega að finna til kulda. En vitaskuld missa menn þeim mun meirl varma út sem staérri hlutar likam- ans eru naktir. 8

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.