Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 12

Æskan - 01.10.1971, Page 12
Geir var í sjöunda himni, þegar hann gekk út aS „Gullfaxa“. Hann gaf sér samt tíma til aS líta viS og veifa í kveSjuskyni. Eins og lesendur ÆSKUNNAR eflaust muna efndu FLUGFÉLAG ÍSLANDS og ÆSKAN til verðlaunasam- keppni s.l. vetur. Fyrstu verðlaun voru ferð til Rínar- landa. Þegar dregið var úr réttum lausnum (þær voru um 3 þús.) kom upp nafn Geirs Hallgeirssonar, 11 ára pilts úr Reykjavík. í þessu tölublaði og þeim næstu verður sagt frá því í máli og myndum, sem fyrir augu bar í þessari ævintýraríku ferð, þar sem ferðast var með þotum, bifreiðum, járnbrautarlestum og á hjólaskipi. íminn hringdi heima hjá Geir Hallgeirssyni og móðir hans anzaði. Ókunnug rödd sagði: „Góðan daginn, þetta er hjá Æskunni og Flugfélagi íslands. Sonur yðar hefur unnið 1. verðlaun í spurningasamkeppni ^ þessara tveggja aðila, og verðlaunin eru ferð til Þýzkalands, sem tekur 4 daga. Mundi pilturinn þiggja þessi verð- laun og vera tilbúinn til ferðar þann 10. júlí?“ Geir, sem var nærstaddur, svaraði umsvifalaust játandi. Slíkt tækifæri hafði honum aldrei boðizt fyrr. Og nú hófst undirbúningur ferðarinnar, sem var töluverður, þótt ekki tæki hún lengri tima og 3 vikur væru til stefnu. Að sjálfsögðu hvíldi framkvæmdin aðallega á Flugfélagi (slands, en Geir þurfti mörgu að sinna elgi að síður, og að morgni 10. júlí var allt tilbúið. Á þessu tímabili höfðu þau mæðgin komlð á skrifstofu blaðafull- 10

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.