Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Síða 15

Æskan - 01.10.1971, Síða 15
Sveinn staðhæfðl, að þarna væru þotur á ferð, sem tækju hátt í það eins marga farþega og Gullfaxi, en vegna fjarlægðarinnar belnt niður, sýndust þetta nánast leikföng. Áfram var haldið, og brátt blastl Litla-Belti með brúnni frægu við á vinstri hönd. Þau sáu Nyköbing, Falstur, Láland og sundið yfir til Puttgarten. Enn báru flugfreyjurnar fram veitingar, en nú var lyst Geirs á þrotum °9 lét hann sér nægja að fá sér glas af kók og súkkulaði. Yfir Hamborg lá þokumistur, og Skúli flugstjórl sagði, að í Frankfurt myndi vera heitt, jafnvel heitasti dagur ársins. Degi var nú tekið að halla, og ferðalangarnir litu í blöð og iétu fara vel um slg. Fiugfreyja tilkynnti, að innan skamms yrði lent á Prankfurtflugvelli. Farþegar voru vinsamlega beðnir að spenna beltin. Þegar flugvélin var lent, hafði numið staðar og dyr voru °pnaðar, sönnuðust orð flugstjórans, þarna var heitt. Hitinn kom eins og bylgja og flæddi inn í farþegarýmið. Úti sáu þeir fulltrúa Plugfélags íslands í Frankfurt, Gunnar Jóhannsson, aðstoðarmann hans, Peter Wenshauer og Sigrúnu Sigurðardóttur, starfsstúlku í skrifstofunni, og þau voru snöggklædd eins og aðrir, sem voru Þarna úti á flugvellinum. Eftir að hafa heilsað flugfélagsmönnum var stigið upp í stóran bíl, sem flutti þau að flugstöðinni. Greiðlega 9ekk að komast í gegnum útlendingaeftirlitið og toll og síðan var ekið til hótels Merkur, sem liggur inni í miðri miðborg Frankfurt. Geir fannst gott að komast inn í herbergið, sem var kælt, mun kaldara en úti, en úti fyrir var 38 stiga hiti á Celcíus. Hann fór í bað og hvíldi sig svo, en Sveinn sagðist mundu kalla á hann •nnan skamms. Er þeir féiagar höfðu hvílt sig, kom Peter Wenshauer að hótel- Inu og þeir fóru að skoða borgina. Endanlega var ákveðið að snæða kvöldverð á stórum veitingastað skammt frá járnbrautar- s'öðinni. Þarna var mikið um að vera. Tugir fólks sátu við borð, en gengilbeinur báru þungar og miklar ölkrúsir milli borða. Ekkl v'ldi Geir samt hætta á að fara í ölið eins og innfædd.r, og fékk bann því eplasafa að drekka. Brátt byrjaði hljómsveitin að leika °9 það var mikið líf og fjör. Fólk þyrptist út á gólfið, og dansinn bunaði án afláts. Og það var engin furða þó fjörið væri mikið og banslnn dunaði, því þetta var einmitt Munchener Hofbrauhaus í Erankfurt, sem þeir voru nú staddir í. Geir þótti skemmtilegt að Vera þarna og lögin falleg, sem leikin voru. Þeir félagar höfðu 9ott næði, sátu í horni og virtu fyrir sér gleðskapinn. Nú var liðið e kvöld, maturinn hafði smakkazt vel, en nokkurrar ferðaþreytu vsr farið að gæta. Þeir ákváðu því að halda í brott úr Munchener Hofbrauhaus og héldu sem leið lá fótgangandi til hótelsins, en Það var aðeins [ um 500 metra fjarlægð. Á leiðinni virti Geir fyrlr sér götulífið. Þarna voru margir söluturnar, þar sem seldar voru pylsur, gosdrykkir og jafnvel öl. Fólkið stóð þarna snögg- ^'®tt í hitanum eða sat á bekkjum og girðingum, og allt hafði Þetta yfirbragð þess, að fólk nyti lífsins, slappaði af og léti ekki stórborgarysinn á sig fá. Þeir komu heim á hótelið um klukkan Þu, og brátt sveif Geir inn í draumalöndin, dreymandi væntanlega Urn ævintýri liðins dags og þau, sem framundan voru í ferðinni. Hótelið Merkur liggur í Estlingerstrasse, örskammt frá járn- brautarstöðinni, sem sagt í hjarta Frankfurtborgar. Þrátt fyrir það Var allt rólegt og lítils hávaða gætti frá umferðinni. Samt vaknaði ®eir um nóttina við óhugnanleg hijóð sjúkrabila, er þeir geystust um göturnar. Það er víðar en á islandi, sem umferðaróhöppin Verða. Geir vaknaðl morguninn eftir við það, að siminn hringdi. Sveinn Var í símanum og sagði, að nú væri mál til fótaferðar. Þeir skyldu blttast niðri í matstofu hótelsins eftir hálftima. Hann snaraði sér 1 steypibað og síðan í fötin. Þeir fengu morgunmatinn vel fram borinn á neðstu hæð, og útvarpið sagði frá því, að í dag yrði Það var skemmtilegt að skoða hinn forna háskólabæ, Heidelberg. Eftir að hafa séð kastalann og fleira markvert athugaði Geir hita- stigið, sem var rúmlega 32 stig og raki 55%. væntanlega svipað hitastig og í gær, en þó eilítið svalara. Væntan- lega 30—32 stig. í dag átti að skoða hinn fornfræga háskólabæ Heidelberg, og einn starfsmanna Flugfélags íslands í Frankfurt, Peter Wenshauer, hafði góðfúslega lofað að aka þeim þangað í eigin bíl. Það yrði frjálslegra og skemmtilegra en að fara með langferðabifreið. Eftir morgunverð gengu þeir um göturnar f nágrenni hótelsins og rifjuðu upp ævintýri gærdagsins. Bílaumferð var þegar orðin talsverð, en myndi sjálfsagt aukast, er á daginn liði. Skrítið fannst Geir að sjá, hvernig mistrið lá yfir borginni. Það var eins og sólin ætti fullt í fangi með að brjótast í gegn, og sólskinið var ekki bjart eins og heima í Reykjavík, heldur einhvern veginn rauðlitað og alls ekki skært. Og liti maður sem snöggvast í sólar- átt, mátti sjá, að sólin var rauð og einkennileg á litinn, en þó var mjög bjart. Geir og Grímur notuðu tækifærið og tóku myndir af hótelinu. Þarna hitti Geir tvær ungar þýzkar stúlkur á svipuðum aldri. Önnur var 12 ára og hin 13. Þær voru á leið í kirkju, greiddar og stroknar. Það var talsvert, sem stúlkurnar vissu um ísland. Alla vega var þeim Ijóst, að á íslandi bjuggu hvorkl EsKlmóar eða að fólk byggi í snjóhúsum. Svo kom Peter Wenshauer, Geir kvaddi stúlkurnar og þeir lögðu af stað. Fyrst var ferðinni heitið út á flugvöll. Haidið var sem leið lá út að flugvallarhliðinu, og þar sá Geir risaþotu af gerðinni Boeing 747. Eftir að hafa skoðað nægju sína var haldið út á þjóðveginn, 13

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.