Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 17

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 17
Mads mús hafði eignazt nýtt hjól. Það var svart og gljá- andi með spegilfögrum hjólum og brettum. Mads var hreyk- inn og glaður, þegar hann sveiflaði sér á bak og hjólaði út í skóginn. Það suðaði skemmtilega í hjólunum, þegar þau runnu eflir veginum, eins og líka ný hjól eiga að gera, og enda þótt ekki væri svo mikið sem kattarkvikindi á vegin- r;m, lét Mads bjölluna ganga i sífellu: Dingaling! Hér kem ég! Loksins hitti Mads skógardúfu. Hann stökk af hjólinu og spurði: — Heldurðu ekki, að hjólið mitt sé það fallegasta- í heiminum? Sjáðu bara, hvernig það gljáir! Og heyrðu, hvernig suðar í þvi! — Jú, víst er það fínt, Mads, sagði skógardúfan, — en gættu að þár, að skjórinn sjái það ekki. Honum hættir til að stela öllu, sem gljáir, og ef hann sér, hvernig hjólið þitt skín og glitrar í sólskininu, er hann vís til að taka það af þér. Mads sagðist skyldi gæta að sér, og svo ók hann áfram. Tveir toppskjórar, sem sátu uppi í tré, komu auga á Mads. — Hæ, hæ, gargaði annar, — hefurðu séð þetta fallega, spegilfagra, sem kemur veltandi þarna eftir veginum? Það gæti orðið til prýði í hreiðrinu okkar. — Hvernig ætlarðu að ná [ það, pabbi? spurði hinn. — Koma dagar, koma ráð, svaraði hinn fyrri, — en fyrst um sinn skulum við fljúga á eftir honum og sjá, hvert hann er að fara. Skömmu seinna var Mads orðinn þreyttur á að hjóla. Hann steig af hjólinu og lagði sig við vegarbrúnina, til þess að hvila sig dáiítið, en hann var nú þreyttari en honum hafði dottið í hug, og brátt var hann sofnaður. Hjólið lá þarna við hliðina á honum og glampaði á það i sólinni. Skjórarnir, sem höfðu elt Mads allan tímann, sáu, að nú var tími til kominn að taka hjólið. Þeir flugu niður á veginn og hoppuðu svo varlega nær honum. — Nú tekur þú i framlappirnar á því og ég i afturlapp- irnar, hvíslaði skjórapabbi, — og svo fljúgum við burt með það. Gættu þess að vekja ekki Mads mús. En um leið og skjórarnir hjuggu hvössum nefjunum í hjól- barðana, sprungu þeir með háum hvelli. Loftið streymdi út og feykti skjórunum langt, langt eftir veginum. Mads vakn- aði við hávaðann nógu snemma til þess að sjá skjórana læðast inn á milli trjánna. Hann var fokvondur, því að nú varð hann að teyma hjólið alla leið heim. En framvegis — þegar gert hafði verið við hjólið — gat hann farið allra sinna ferða á því i friði fyrir skjórunum. 7YUfL'(/^ Milli 2% og 4% allra skólabarna þjást af þessum galla, sem íyrst varð vart við árið 1896 af enskum skólalækni, J. Kerr að nafni. Starfsfélagi hans, augnlæknirinn W. P. Morg- un, gaf sama ár sjúkdómnum nafnið „stafblinda". Sjón hins stafblinda er eins góð og heilbrigðs barns og gáfurnar eru oftast yfir meðallagi. Gallinn lýsir sér oftast í því, að hinn stafblindi víxlar stöfunum meðan á lestrinum stendur, einkum þeim, er líkjast hver öðrum eins og t. d. b og d, p og q, C og G, B og R o. s. frv. Hinn stafblindi getur ekki myndað sér orðmyndir, og verður lesturinn því mjög hægur. í flestum menningarlöndum er mikið gert til þess að hjálpa þessum börnum með því að hafa sérskóla fyrlr þau. í þessum sérskólum læra nemendurnir að lesa og hafa þeir til þess stafróf með lausum stöfum, og með því geta þeir lært að lesa á eðlilegan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.