Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 20

Æskan - 01.10.1971, Page 20
Eru einhverjar ókunnar sækindur til eða ekki? Þessi spurning hefur verið mikið rædd. Nokkrir álíta, að þær séu til, en hinir vantrúuðu segja: Komið með sannanir. En því er nú verr, að áþreifanlegar sannanir vantar, og því fer nú fyrir mér eins og fleirum, að þó að maður hafi orðið var við það, sem maður álitur óeðlilegt, eða blátt áfram ekta sjóskrímsli, þora fæstir að minnast á það, þvi að al- menningur myndi kalla þá lygara. Sama er mér, þótt mér sé borið slikt á brýn, því að ég segi hér aðeins frá atburði, sem ég var sjónarvottur að, eins og hann kom mér fyrir sjónir. Árið 1943 var ég vitavörður Höskuldseyjarvitans. Þá gerðist það að haustlagi, að nábúi minn var staddur hjá mér. Ég var að lagfæra bátinn hans, sem hafði brotnað lítilsháttar. Ég hafði oliulukt hjá mér, og einnig sendi vitinn hvítan Ijósgeisla niður í lendinguna, svo að annað slagið var mjög bjart í kringum mig. Ég átti nokkrar klndur, sem ég setti í hús á kvöldin. Nú urðu þau verkaskipti hjá mér og nábúa mínum, að hann hirti kindur mínar meðan ég baukaði við bát hans. Ég vissi, þegar hann var búinn að hýsa, en ég var þrár og vildi Ijúka við verk mltt áður en ég borðaði kvöldmat. Ég hafði heyrt svo margar sögur af fjörulalla, að mig langaði sannarlega til að klófesta hann, og þvi hafðl ég ætið með mér mjög góðan riffil, sem ég áttl, þvi að lalli gat alltaf sprottið upp hvenær sem var eins og fjandinn úr sauðarleggnum, og þá var eins gott að vera viðbúinn honum. Mér fannst ég vera öruggur að mæta honum og kveið engu öðru en því, að rekast ekki á hinn margþráða lalla! — Jæja, þar sem ég er að bogra við bátinn með skotvopnið mér við hlið, hlaðið holkúlu, verður mér litið útundan mér niður eftir fjörunni og sé þá — hvað haldið þið? Aðeins skepnu á fjórum fótum. Ég upp til handa og fóta. Þið haldið efalaust, að ég hafi þrifið riffilinn, sem ég átti þó vitanlega að gera. Nei, ekki aldeilis! Ég tók bara sprettinn niður i fjöruna, því að i einfeldni minni sýndist mér þetta vera hrúturinn minn, og ég ætlaði því að vikja honum upp á túnið, en hann var mér fljótari og henti sér hreinlega í sjóinn, og þegar vitinn sendi Ijósgeisla sinn út yfir voginn, þá sá ég báruna frá þessari skepnu vera að detta nlður. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur og bölvaði hrússa í sand og ösku! En þá áttaði ég mig. Þetta var ekki eSIHegt. Hrúturinn minn hafði lítið gert af þvi að stunda sjóinn og var ekki l’klegur til slíkra hluta. Hvaða skepna var þetta? Þarna hefur hún kannski verið búin að dvelja lengi að bakl mér og horfa á þessa tvífættu skepnu, sér þess grandalaus, að ég réði yiir þeim, sem gat valdið henni bráðum bana; og ég grandalaus um þá hættu, sem ég var i, ef skepna þessl hefði verið blóðþyrst. Hvað var hér á ferðinni? Vill kannski einhver lesandi gefa mér haldgóða skýrlngu á þessum fyrirburði? — Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um, að hér hafi fjörulalli verið á ferðinni. (Sögn Stefáns i Stykkishólmi, 1965). „Pabbi," kallaði hann svo, og svipur hans Ijómaðl af gleði, — „við fáum þá prinsessu, þrátt fyrir allt. Svínahirðirinn fær hálft kóngsríkið, en ég fæ þessa fögru mey, — ef hún þá kærir slg um mig." Og ungfrúin var ekki sein að átta sig, hún svaraði strax játandl. Hún ætlaði ekki að fleygja frá sér svo glæsilegu tækifæri. Og nú voru konungshjónin ekki með neinar vangaveltur i þessu máli. Kóngssonurinn, rikiserfinginn, hafði tekið gleði sfna á ný og vildl kvænast glæsilegri, ungri sveitastúlku. Hann skyldi þá lika fá það þegar í stað, þar sem lög rikisins lögðu engar hömlur við því. Fáum dögum selnna var svo haldin afar fjölmenn og íburðar- mikil veizla i konungshöllínni ög bárust fregnlr af herinl um morg lönd. Og upp frá því var kóngssonurinn alltaf glaður og Ham- ingjusamur og tók brátt við stjórn ríkisins. En svínahirðirinn ungi fékk auðvitað líka stórkross Hláturs- orðunnar með stjörnu og keðju, og fjöður hlátursfuglsins í hattlnn. S. G. Þýtt og endursagt. 18

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.