Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Síða 21

Æskan - 01.10.1971, Síða 21
ESTER TVETER cand. philol. VINKONUR Húrra fyrir Þorbirni völd eitt, þegar Eva var nýkomin heim úr mjög skemmtilegri heimsókn til Ásu, sett- ist hún við skrifborð sitt með háan stíla- stafla fyrir framan sig. En þegar til átti að taka, hafði hún sig ekki í að leiðrétta stílana að þessu sinni. Hugsanir hennar snerust allar um Ásu. Hún étti yndislegt heimili. Heimili, — já, hún átti það vissulega líka, — betri ibúð gat hún ekki hugsað sér. En fósturbarn? — Nei, það hafði enn ekkert orðið úr þeirri ráðagerð hennar. En þrátt fyrir það hafði hún engu að síður eignazt börn í vissum skilningi. í skólanum kenndi hún ágætum bekk, — hún gat ekki hugsað sér, að nokkur kennslukona hefði betri nemendur. Og í huga Evu birtist allt i einu atvik, sem gerðist í fyrradag niðri á „horninu", þar sem mörg ungmennl bæjar- ins söfnuðust oft saman til vafasamra viðræðna og athafna. Að þessu sinni var þarna stór hóþur stúlkna og drengja, og margir voru fremur háværir. Enginn hafði veitt hennl a'.hygli, þegar nemandi hennar einn, Þorbjörn að nafni, kom skyndilega úr gagnstæðri átt. „Sæll, Bjössi," kallaði einhver til hans. „Ætlar þú ekki að koma með okkur í kvöld?“ „Koma hvert?" heyrði hún að Þorbjörn spurði. „Við ætlum auðvitað að fá okkur einn litinn! Það verður segilega spennandi niðri í „Hauknum" i kvöld. Stóru strák- arnir eru búnir að ná í nóg að drekka. Komdu með okkur, Bjössi, og sýndu, að þú sért ekki lengur neinn mömmu- drengur." Eva nam staðar bak við tré. Hún sá Þorbjörn vel, en hann vissi ekkert um hana. Mundi nú heillakarlinn hennar láta glepjast, — láta þessa ögrun villa sér sýn? „Nei, kunningi," heyrði hún að Þorbjörn sagði ákveðið. „Ég tek aldrei þátt í sliku bralli. Ef ég ætla að skemmta mér vil ég vera allsgáður, svo að ég viti, hvaS ég geri." „Ertu kannski bindindismaður af þvi að kennslukonan þín er það?“ spurði einn af stærstu strákunum hátt og háðslega. Og hinir tóku undir með pískri og flissi. ,,Já,“ sagði Þorbjörn, — ,,þú mátt gjarna kalla mig bind- indismann, en ég er það ekki vegna þess, að hún er það.“ „Og þessu leyfirðu þér að halda fram, karlinn," sagði foringi ílokksins hæðnislega. ,,Já," svaraði Þorbjörn ákveðið. „Ég er reyndar hreint ekkert hræddur við að viðurkenna það. Ég hef nefnilega séð nóg af því, hvaða áhrif áfengið hefur haft hér i götunni okkar á marga — og þá ekki sízt á heimilislífið." „Húrra fyrir þér, Þorbjörn," kallaði einn úr hópnum. Hann gekk síðan til Þorbjarnar og fylgdist með honum niður götuna, en hópurinn horfði hljóður og fremur sneypulega á eftir þeim. Eva var bæði hrærð og hreykin af þessum nemanda sin- um. Blessaður heillakarlinn hennar! Hann mundi áreiðan- lega verða kunnur og mikill m'aður, þegar tímar liðu, ef honum entist líf og heilsa. Eva leit i síðustu stilabókina Það var einmitt bók Þor- bjarnar. Þetta var (rjáls stíll. sem hann hafði skrifað á nýnorsku um verkefnið: „Hvers veg a er þö"' á ‘.raustu bindindisstarfi?" Eva las stílinn vandlega. Henni var Ijóst, að hún he.ði tæpast getað svarað þessari spurningu betur. Og þegar hún skrifaði vitnisburð sinn undir stilinn, sagði hún í hljóði við sjálfa sig: „Já, ég skal vissulega gera allt, sem I minu valdi stendur til að stuðla að því, að góðu og duglegu börnin mín verði aldrei áfenginu að bráð. Lífið er dásamlegt, þegar viS höfum heillandi verkefni að vinna fyrir.“ Á móti straumi Dag einn, þegar skóla var lokið, kom Anna María, einn af ritstjórum bekkjarblaðsins þeirra, „Á móti straumnum", upp að kennaraborðinu og óskaði eftir að fá að tala við Evu. Tvíburabróðir Önnu Maríu beið frammi við dyrnar og var augsýnilega undirleitur og feiminn. „Hvað býr þér í hug, vina mín góð?“ spurði kennslu- konan unga. „Mamma og pabbi báðu mig að spyrja þig, hvort þú gætir gert okkur þá ánægju að koma ( fermingarveizluna okkar á sunnudaginn kemur." Eva svaraði þessu strax játandi. Hennl þótti mjög vænt um þetta boð, þvi að hana hafði oft langað til að koma á heimili tvíburanna. Fjölskyldan hafði nýlega flutt til borg- arinnar, og henni var kunnugt um, að þetta var sómafólk.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.