Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1971, Side 22

Æskan - 01.10.1971, Side 22
Ekki þarf að lýsa þvi, hversu miklar framfarir hafa orðið í flugmálum íslend- inga síðustu áratugina. Er nú svo komið, að nú flytja þotur íslenzku flugfélaganna póst dag hvern bæði til Evrópu og Ame- riku. Þrátt fyrir þetta er enn sendur mikill póstur með skipum. Einkum eru það þyngri sendingar, sem dýrt er að senda í flugi. Hvað sendir fólk í pósti? í fyrstu voru það eingöngu sendibréf, og vissulega er enn mikið sent af bréfum í pósti. Hér á íslandi eru sendar um sex milljónir bréfa á ári. Fyrir rúmiega einni öld kom póstkortið til sögunnar, og um síðustu aldamót var farið að myndskreyta það. Slík myndskreytt póstkort eru geysivin- sæl, ef senda þarf stuttar kveðjur, ekki sízt á ferðalögum. Það er ódýrara að senda póstkort en bréf, enda eru þau af afmarkaðri stærð og send opin, þ. e. án umslags. Hér á landi eru send um 250.000 póstkort á ári. Þá má geta svo- nefnds „prentaðs máls“, sem er t. d. bækur, blöð, prentuð spjöld, jafnvel jóla- kort með vissum skilyrðum. Burðargjald undir prentað mál er lægra en fyrir bréf og póstkort, og þess vegna verður prent- að mál að sendast í umbúðum, sem eru þannig, að auðvelt sé að kanna inni- haldið. Islendingar senda tæpar tvær milljónir sendinga á ári, sem flokkast undir prentað mál, auk þess sem útgef- endur blaða og tímarita senda rúmar fjórar milljónir blaða og tímarita. Auk bréfa og þess háttar tíðkast mjög að senda alls konar vörur í pósti, og eru a. m. k. allar þyngri vörur og fyrirferðarmiklir hlutir sendir í böggla- pósti. Fyrir jólin senda einstaklingar mikið af bögglum, bæði innanlands og til útlanda, og þarf ekki að fjölyrða um, hvað í þeim muni vera. Auk venjuiegra bréfa hefur póstþjón- ustan frá alda öðli annazt flutning pen- inga í svonefndum peningabréfum. Síð- ar meir var fundið upp einfaldara ráð og ódýrara til þess að senda peninga frá einum stað til annars og voru það póstávisanir. Er þá upphæðin, sem senda á, greidd pósthúsinu, en það sendir póstávísunina pósthúsinu, þar sem viðtakandi býr, og borgar það pósthús síðan viðtakandanum upphæð- ina, sem sendandinn greiddi í upphafi. Enn einfaldara form á greiðsluvið- skiptum í pósti var fundið upp fyir tæpri öld, og er það póstfærsluþjón- ustan eða póstgíróþjónustan, en þá geta menn opnað pósthlaupareikning og þurfa því ekki einu sinni að ómaka sig á pósthúsið, heldur láta færslubeiðn- ir sínar í næsta póstkassa í sérstöku um- slagi, árituðu til póstgíróstofunnar. En tvíburarnir fóru ekki strax. Það var eins og þeim lægi eitthvað meira á hjarta. „Já, kennari," sagði Anna María loksins feimnislega. „Okkur langaði til að segja þér, að við höfum talað við mömmu um það, hvort ekki væri hægt að losna við að veita áfengi í fermingarveizlunni okkar, — en mamma hélt, að það mundi verða mjög erfitt að komast hjá þeirri venju. Allar þær fjölskyldur, sem þau hefðu kynni af, neyttu áfengis, og þá ... og þá ...“ En þá hafði Anna María sagt, að hún væri ritstjóri bekkjarblaðsins þeirra í skólanum, „Á móti straumnum", og það hefði á stefnuskrá sinni að fjarlægja áfengi úr veizlum og þá ekki sízt fermingarveizlum. Og hún sagðist hafa spurt mömmu, hvort hún vildi nú ekki fallast á að veita aðeins hin ágætu, óáfengu ávaxtavín í fermingar- veizlu tvíburanna sinna. Og hugsaðu þér, — mamma var reyndar fús til þess, þegar hún hafði rætt málið við pabba, og hann ekki verið þvi mótfallinn. Tvíburarnir skyldu fá að ráða í þetta sinn. Og þegar þessi djörfu og efnilegu börn höfðu kvatt og gengið út úr kennslustofunni, vöknaði Evu um augu, —■ hún var svo hrifin og stolt af þessum nemendum sínum I veizlunni var Evu skipað til sætis hjá fjölskyldunni, og henni duldist ekki, hve þakklátir tvíburarnir voru foreldrum sínum fyrir það að framkvæma að fullu stefnuskrá blaðsins þeirra. Þegar pabbi hafði lokið ræðu sinni, greip hann í fyrstu ósjálfrátt til glassins. En hann áttaði sig fljótt og sagði með sólskinsbros á vörum: „I stað þess að drekka skál okkar ágætu fermingarbarna, hyllum við þau með þvi að syngja: „Að lifa, það er að leita. Þess lífgjafinn krefst af þér. Að lifa er að sjá og sýna, hvað sannast og réttast er.“ Veizlan tókst á allan hátt mjög vel. En það, sem Evu þótti þó vænst um af öllu, voru þakkirnar hlýju og hand- takið, sem hún hlaut hjá föður tvíburanna, þegar hún kvaddi i anddyrinu um kvöldið. Sigurður Gunnarsson þýddi.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.