Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1971, Side 23

Æskan - 01.10.1971, Side 23
* Stjörnuspekingurinn Skóarinn verður konungur Þegar hinn tuttugasti morgunn var runninn, bjóst skóarinn til að helm- sækja konung, og var nú i þungurrrhugs- unum og þóttist vita vissan dauða sinn, en konan var aftur hin hreyknasta og sagði, að hann skyldi nú fara ( nýju fötin sín. Hann neitaðl því og hélt á sama standa, hvort hann yrði hengdur ( gömlum eða nýjum fötum. Rétt þegar þau voru að rífast um þetta, var barið hóglega á dyr. Bað skóarinn konu sina að fara til dyra. Hún neitaði því og hélt hann gæti það sjálfur, það væri ekki sitt, stjörnu- spekingsfrúarinnar, að ganga út fyrir hvern dóna, hann gæti klætt slg í eitt- hvað i bráðina. Það lá við að fyki [ skóarann, þótt hann væri stilltur. Klæddi hann sig i snatri i sín gömlu föt og hljóp út I dyrnar. Sá hann þá, að þar voru komn- Ir allir 19 ráðgjafar konungs og varð hverft við, því hann taldi þá vera komna til að draga hann til gálgans. En i stað þess að taka hann harðýðgislega hönd- um og þeysa burt með hann sem óbóta- mann, þá féllu þeir nú allir honum til fóta og báðu hann auðmjúklega vægðar og miskunnar, sögðust vita, að hann væri búinn að reikna það út, að þeir hefðu stolið kistiunum konungsins. „Já, það segi ég satt,“ sagði hann, ,,ég var búinn að reikna það út, en ekki geri ég það fyrir lítið að þegja yfir slíkum glæp, eða því stáluð þið fé kon- ungs, sem treysti ykkur?" „Af því,“ sögðu þeir, „að okkur þótti laun okkar of lítil, og tókum við þvi sinn kassann hver og fólum þá undir kór- gólflnu i rikiskirkjunni. Nú skulum við borga þér þegar i stað fyrir að gera okkur ekkl uppvísa, og skaltu svo koma með okkur." Að svo mæltu réttu þelr honum sína pyngjuna hver; var það ær- ið fé. „Fyrirgeflð mér, en ég hlýt að ganga inn og kveðja konuna mina,“ sagði hann Rikinu stjórnaði hann og vatt sér inn. Lentl kona hans þá i flasinu á honum og vlldi keyra hann i nýju fötin, en hann þverneitaði þvi að tefja sig við það, sagði að ráðgjafar konungs biðu sín þar úti. Reiddlst hún honum þá svo, að hún þaut á hann i bræði sinni, barði hann og reif f and- litið, svt að blóðið lagaði um hann allan, og sagði honum að fara tii hins neðsta. Við þetta hljóp hann út, og varð feginn að sleppa úr gammsklóm konu sinnar. Tóku ráðgjafarnir við honum báðum höndum og báðu hann að stíga í vagn með sér, og gerði hann það. Óku þeir svo heim að höllinni og leiddu hann fyrir konung. Konungur spurði hann þegar, hvort hann gætl nú sagt sér, hvar kistlarnir væru. „Já,“ sagði hann, „hef ég mikið haft fyrir að uppgötva þann leyndardóm, svo slíkt hef ég aldrei fyrrl reynt. En þókn- Ist yður að ganga með mér, þá skal ég sýna yður þá." Stóð þá konungur upp og gekk með honum og öllum ráðgjöfunum tll rikis- kirkjunnar og inn i kórinn. Sagði skó- arinn, hvar skyldi leita, og fundust þar allir kassarnir. Konungur var þá frá sér numinn af undrun og gleði og sagði ekki ofsögum af honum sagt. „Þá þykist ég kominn til launanna," seglr skóarlnn. „Fá skaltu féð," seglr konungur, „en ekkl veit ég, hvort dóttlr min vill eiga þig, en vart fær hún vltrarl mann, en þvi ertu svona llla til fara og allur rlf- inn, slíkur maður?" Skóarinn biður hann að mlnnast ekki á það. Hann hafl reyndar áður verið giftur, en konan sin, sem hafi verið sér ótrú og mesti vargur, hafi farlð svona með slg fyrir enga sök, og taki hann hana ekki framar í sátt vlð sig. Konungur kvað þess enga von. Lét hann nú slá upp velzlu fyrir honum, en ráðgjafarnir, sem þóttust eiga trúnað sinn undir skóaranum, mæltu með þvi, að hann fengi konungsdótturina, og varð það úr, að hann giftist henni, en annaðist hina fyrri konu sina alltaf á laun. En eftir að hann var kvongaður konungsdóttur datt honum i hug, að hann mundi enn verða reyndur í stjörnu- speki, og lagðist hann þá veikur og þóttist hart haldinn, en það var uppgerð. En þegar honum var batnað aftur, sagði hann sig hafa misst alla stjörnufræði- lega gáfu, og fyrir því var hans aldrei freistað framar með þess konar upp- götvanir. En ríkinu stjórnaði hann með tengdaföður sínum, unz hann féll frá, og varð síðan konungur eftir hans dag. Reyndust ráðgjafarnir honum vel, þvi að þeir þóttust eiga honum frelsi sitt að þakka. Unnust þau hjón til ellidaga og áttu börn og buru. Og lýkur svo sögunnl. Endir. Var þa» þú? Einhver taiaði óvinsamleg orð, sem særðu aðra mikið. Var það þú? Einhver var hugsunarlaus og eigin- gjarn I breytni sinni og framferðl. Var það þú? Einhver settl út á föt annarra. Var það þú? Einhver fékk léða bók en skllaði henni ekki aftur. Var það þú? Einhver hugsaðl aldrel um, þó að hann meiddi aðra með hæðniorðum. Var það þú? Elnhver gerði aldrel nokkurn tlma öðr- um neitt til ánægju. Var það þú?

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.