Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 24

Æskan - 01.10.1971, Page 24
Pessi stutta saga gerðist árið 1210 I Þýzkalandi. Það var einn bjartan vor- morgun, að fátækur lærlingur, sem ekki var með grænan túskilding á sér, kom til Magdeburg og fór inn í gistihús við torgið. — Hann fékk bæði að borða og drekka, en þegar að því kom, að hann átti að borga, kom í Ijós, að hann átti enga peninga. Hótelstjórinn varð alveg æfur og ætlaði að láta fangelsa unga lærlinginn fyrir svik, en dóttir hótelstjórans kom þá unga mann- inum til hjálpar. Hún fékk læriinginn til að lofa því, að hann skyldi borga skuldina eins fljótt og hann gæti. Þegar lærlingur- inn yfirgaf gistihúsið, vildl hann endilega skilja eftir gamlan plóg, sem hann sagði að væri það eina, sem foretdrar hans hefðu skilið eftir handa honum, þegar þeir dóu. Plógurinn leit svo illa út, að dóttir hótel- stjórans setti hann fljótlega á afvikinn stað, henni datt ekki í hug, að hægt væri að hafa neitt gagn af honum og ætlaði að geyma hann, þar til lærlingurinn kæmi aft- ur. Hann kom að vísu aftur, en ekki fyrr en eftir nokkur ár, en þá borgaði hann líka skuld sína. Dóttir hótelstjórans fór í skyndl og náði í gamla plóginn, sem var geymdur í kompu nokkurri. Þegar hún kom þangað, fannst henni allt í einu eins og lýsti af plógnum. Hún tók hann og fór með hann inn í matsal gistihússins, þar sem tærling- urinn og hótelstjórinn biðu. Stúlkan var orðin forvitin og fægði lítinn blett á plóginum, sem þá skeln eins og væri hann úr gulli. Hún sótti mann, sem var kunnugur þessum hlutum, og hann kvað upp þann úrskurð, að plógurinn væri úr skíragulli! Lærlingurinn varð bæði glaður og undr- andi. Hann seldi fljótlega hinn verðmæta plóg — og kvæntist síðan dóttur hótel- stjórans. Saga Pai-þjóðflokksins j^lmennt er álitið, að Drekakóngurinn frá Langchiung hafi verlð sonur Tuans Tai Kungs, sem var gamall maður og bjó í Hoking í Yunnan. Hann átti marga afkomendur og sá fyrir þelm öllum með.verzlunar- störfum. Fjölskyldan komst bærilega af, þegar mikið var að gera. en þau urðu að herða sultarólina, ef Htið var umlelkis. Drekakóngurinn var þriðji elztur bræðranna og þvf var harln kallaður Lao San (nr. 3). Lao San var hreinskilinn, skapbráður og hirtl lítt um kurtelsl o9 góða sfðl. Föður hans þótti ekkert vænt um hann. 22

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.