Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Síða 25

Æskan - 01.10.1971, Síða 25
Dag nokkurn sagði Lao San við föður sinn: „Ég vii fara héðan og sjá fyrir mér sjálfur." „Gott! Þú hefur blessun mína," sagði faðir hans. „En mundu nú eftir þvl, að þú mátt ekki koma hingað aftur, nema þú komir með fimmtíu silfurkistur með þér." Lao San fór af stað og flæktist um, því að hann hafði engan sérstakan ákvörðunarstað í huga. Hann betlaði sér mat og þvoði fötin sín sjálfur. Hann var ekki vel birgur af fötum. Hann varð strax að þvo hinar buxurnar sinar, ef hann skipti um buxur, og því var algeng sjón að sjá hann með staf um öxl, sem á héngu rennandi votar brækur. Þegar hann hafði verið á ferð nokkra daga, kom hann til Yungchang, en þar var silfurnáma. Um þetta leyti fannst ekkert silfur i námunni og hafði ekki fundizt þar lengi. Námufélagið var að verða gjaldþrota. Fólkið, sem vann í námunni, hafði þungar áhyggjur. Það reyndi að fá betri og færari verkstjóra, en það tókst ekki og þvi leitaði það til spámanns og bað um ráð. „Bráðlega gengur maður með fána fram hjá námunnl ykkar," sagði spá- maðurinn. „Hann verður verkstjóri ykkar." Fólkið við námuna stóð og starði út í bláinn og beið þess, að maðurinn birtlst, sem gæti orðið verkstjóri þeirra. Og innan skamms sáu mennirnir tötralegan náunga koma eftir þjóðveginum. Hann bar staf, sem á héngu 9amlar buxur. ..Getur það verið, að þetta sé nýi verkstjórinn okkar?" hvislaðl einn námu- hiannanna hikandi að öðrum. „Hann líkist helzt betlara; hvernig ætti hann að 9eta stjórnað námugrefti?" „Við verðum að ná i hann," svaraði hinn. „Hartn gæti verið maðurinn, sem Sþámaðurinn sagði að mundi koma. Við skulum fara með hann í námuna og vita, hvað hann getur gert. Seinna ákveðum við svo, hvort hann verður verk- stjóri okkar eða ekki." Þeir fóru alllr til Lao Sans. „Hættu að ferðast," sögðu þeir við hann. „Vertu kyrr og farðu að vinna í námunni okkar, ungi maður." Lao San var mjög svangur, og frómt frá að segja hafði hann verið að veita Þvi fyrir sér, hvar hann gæti sníkt sér matarbita. Þegar hann heyrðl, að tólkið vildi fá hann til að vinna i námunni, ieizt honum vel á þá hugmynd, þvl Þar fengi hann þó mat. Hann fór því með þeim inn f húsið. Námuverkamennirnir báðu Lao San að koma með sér til fjallanna og segja Þeim, hvar þeir gætu fundið silfur. Lao San benti út I bláinn og sagði: „Þið finnið áreiðanlega silfur, ef þlð Ðrafið hérna." Námumennirnir byrjuðu að höggva og grafa. Þeir sáu glampa á eltthvað innan um moldina og grjótið. Þeir aðgættu það betur. Og sjá, það var silfur! Námumennirnir urðu yfir sig hrifnir. Svo benti Lao San á fleiri staði út í bláinn og alls staðar sem hann benti tannst þessi góðmálmur. Vitanlega gerðu námumennirnir Lao San að verk- stjóra, og eftir það gekk rekstur Yungchang silfurnámunnar betur með Þverjum deginum. Lao San rak námuna i nokkur ár og varð vellríkur. Einu sinni var hann að skoða allt silfrið sitt, og þá kom yfir hann heimþrá. „Það er mjög langt síðan ég fór að heiman," sagði hann við sjálfan sig. „Ég get farið heim, án Þess að angra föður minn, ef mér tekst að fylla fimmtíu kistur með silfri. Ég ætla að athuga, hvað ég á mikið." Hann taldi allt silfrið og sagði við sjálfan sig: „Nóg, nóg! Ég á meira en nóg silfur tii að fylla fimmtíu kistur. Já, nú get ég farið heirn." Hann keypti fimmtíu múlasna og setti kistu á bak hvers þeirra. Svo fór hann sigri hrósandi heimleiðis með múlasnana sína. Nokkrum dögum seinna kom Þann heim til föðurhúsa. Hann sat á múlasnanum sínum og taldi klsturnar. Aðeins fjörutiu og níu! Hann taldi aftur og aftur, en þær voru aðeins fjörutiu °9 níu. Hann varð mjög miður sín. „Hræðileg mistök, voðaleg mistök!" sagði Þann ávítandi við sjálfan sig. „Ég er aðeins með fjörutíu og níu kistur og kemst því ekki inn i hús föður rníns." Auðvitað höfðu Lao San ekki orðið á mistök, þegar hann iagði af stað að Þeiman. Honum láðist aðeins að telja með kistuna, sem var á múlasnanum, sem hann reið sjálfur. Dindill. Kæra Æska. Ég sendi þér nokkrar myndir, sem ég tók i sveitinni. Ein myndin er af hundinum, sem heitir Lappi, önnur myndin er af heima- ganginum, sem við köliuðum Dindil, og sú þriðja er af strákunum á hestbaki. Kristín Norðmann, Fjólugötu 11A, Reykjavík. Strákar á hestbaki. 23

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.