Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 28

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 28
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hörpudiskurinn, sem vildi ekki spila á óbó Um morguninn, þegar hörpudlskurlnn litli vaknaöi, var selurinn horfinn, og það fannst hörpudlskinum leiðinlegt. Hann hafði nefnl- lega verið svo syfjaður kvöldið áður, að hann hafði steinsofnað áður en selurinn hafði loklð sögunni og þvi aldrei heyrt endinn. En þið fenguð að heyra alla söguna selsins, og kannski á hörpu- diskurinn eftir að hitta selinn aftur. Vitið þið annars, að selir lifa bæðl í sjó og á landi? Þeir anda með lungum en ekkl tálknum eins og fiskarnlr, og þess vegna verða þeir alltaf að koma upp tli að anda. En nú fór hörpudiskurinn að hreyfa slg í kringum skerið. Hann vlssi nefnilega ekkert í hvaða átt hann átti að halda. Hann var orðlnn villtur. Hver haldið þið að hafj átt heima i iitlum helli undir skerinu? Það var risastór og Ijótur kolkrabbl, og áður en hörpudiskurlnn vissi af læddist einn endirin á elnum af þessum átta löngu örmum kolkrabbans inn i skelina hans. Kolkrabbinn hafði laumazt aftan að honum þegjandi og hljóðalaust, og nú ætlaði hann að taka allan flskinn innan úr hörpudlskinum og borða hann, og þá hefði hörpudlskurinn aldrei getað lært að spila á óbó eða gert neitt framar. En hörpudiskurinn litli var snar í snúningum, og hann var afar hugaður. Það sjáum vlð bezt á þvi, að hann skyldi þora að leggja upp i þetta langferðalag aleinn. Vltið þið, hvað hann gerði? Hann lokaði skelinni sinni eins fast og hann gat og skellti framan af einum arminum á kolkrabbanum. Sá var nú fljótur að flýja og storma beint á slysavarðstofuna til að láta sauma sig saman. Það er ekkert gaman að missa framan af hellum arml. Hörpudlskurinn skolaðl skelina sina margslnnis innan úr sjó. Það var svo vont bragð af kolkrabbanum. Svo hélt hann áfram ferðinni rólegur og sæll, og hann óttaðlst ekkert mennina eða þurrlendið. Þeir gátu varla verið verri en hákarlinn og kolkrabbinn eða allar hætturnar i sjónum. En nú vikur sögunni að öðru meðan hörpudlskurinn er að hraða sér til lands, enda kom ekkert merkilegt fyrir hann i sjónum eftir þetta. Það voru tvö systkini, María og Gunnar hétu þau, sem höfðu fengið leyfi til að fara niður i fjöru og tina þar steina og skeljar. Öllum börnum finnst skemmtilegt að fara niður i fjöru, en þau mega bara helzt ekkl fara þangað ein. En Maria var orðln 11 ára, og hún var svo dugleg, að mamma hennar treystl henni alveg til að gæta bróður síns. Gunnar var alltaf kallaður Gunni, og hann var að verða sjö ára og átti bráðum að byrja að læra að lesa. Hann var að vlsu byrjaður i skóla, en hann var ennþá að læra stafina. Og þið vitið það öll, að fyrst lærir maður stafina, svo fer maður að kveða að og loksins að lesa. Þau voru búln að finna marga fallega steina og setja i tösk- urnar slnar, og Gunni var sífellt að kalla tll systur sinnar: — Sjáðu, hvað ég fann fallegan stein! eða — Sjáðu, hvað þetta er fínn kuðungur! Skömmu áður en þau María og Gunni komu niður l fjöruna, hafði hörpudisklnn rekið þar að landi. Og nú lá hann þarna í litlum polll og hvíldi sig. Hann var dauðþreyttur, og það hefðuð þið áreiðanlega líka verið, ef þið hefðuð farið í svona langt ferðalag og þurft a® ganga alla leiðina. Ég veit vel, að hörpudiskurinn synti, en sundið var það sama fyrir hann og gangur er fyrir ykkur. Þegar Gunni kom að pollinum, kraup hann á kné, og þarna sá hann fallegustu skel, sem hann hafði nokkru sinni séð. Hann hafði aldrei séð hörpudisk fyrr, og svo eru hörpudiskar, sem rekur svona á land, venjulega meira eða minna brotnir og skemmd- ir. En Gunni vissi vel, að Maria mundi aldrei ieyfa honum að taka blauta skel með sér heim. Hann hugsaði sig um smástund og svo tók hann skelina og stakk henni í rassvasann. Hann hugsaði með sér, að þá myndi Maria alls ekkert taka eftir þessu. Svo héldu þau áfram að tína og safna i pokann sinn, Þvl að Maria ætlaði að búa til skeljakassa og gefa beztu vinkonu sinni i jólagjöf. Pabbl hennar hafði gefið hennl gamlan vindla- kassa, og hún var búln að fóðra hann með flaueli að innan og nú átti hún bara eftir að líma fallega kuðunga og skeljabrot utan á hann. Og til þess þarf að safna ógrynnum öllum af skeljum og kuðungum til að velja það bezta úr. Loksins fannst Maríu komið nóg. Hún rétti úr sér og sagði: — Jæja, Gunni. Þá förum við helm. — Æi, nei, ekki strax! sagðl Gunni. — Við erum nýkomin hingað. — Nei, það fer að koma kvöldmatur, sagði Maria. — Þú veizt, hvað mamma leggur mikla áherzlu á það, að við séum alltaf komin heim fyrir kvöldlð. Og svo tók hún i höndina á Gunna og það var alveg sama, hvað hann sagði, hún fór með hann heim. Alla leiðina var hún að skamma hann fyrir það, hvað hann væri óhreinn á hnjánum og höndunum, og hvað það væri nú skammariegt fyir sig að þurfa að ganga með hann svona á sig kominn í gegnum bæinn. Gunna fannst það hreinasti óþarfi af henni að láta svona. Hann vissi sem var, að mamma hans myndi skamma hann fyrir þetta, þegar hann kæmi heim, og honum fannst nóg að ^ skammirnar einu sinni fyrir sama brotlð. Enda stóð ekki á skömmunum hjá henni mömmu! Hún skellt' saman lófunum i forundran og býsnaðist mikið yflr útlitinu á honum Gunna. — Ó, þessir strákar, sagði mamma. — HvefS 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.