Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 29
vegna geturðu ekki verið jafnhreinlegur og þrifinn og hún systir
þin! Ég verð víst bara að taka þig úr öllu íyrir matinn.
Og svo var Gunni rekinn inn á bað og þar var vatnið iátið
renna í baðið og Gunni rifinn úr fötunum.
— Nei, láttu buxurnar vera, sagði mamma byrst, þegar Gunni
®tlaði að fara í vasa sinn og sækja hörpudiskinn. — Ég set þetta
allt í þvottavélina á eftir.
Og Gunni skammaðist sín svo mikið og hann var svo hræddur
við það, hvað mamma hans var reið, að hann þorði ekki fyrir
sitt litla líf að segja henni frá hörpudiskinum. Hún var búin að
margbrýna fyrir honum, að maður mætti ekki taka skeljar, sem
fiskur væri í, því að þær gætu borið með sér alls konar óþverra
eins og sýkla, sem maður gæti veikzt af.
Gunni einsetti sér að ná í hörpudiskinn, þegar hann væri búinn
• baðinu, en mamma kom auðvitað inn með náttfötin hans, því
a<5 hann mátti ekki fara meira út þennan daginn, þegar hann
hafðj verið svona óþægur. Og í leiðinni tók hún með sér fötin
hans.
Gunni ætlaði að laumast út, þegar hann væri búinn að borða,
°9 fara inn í þvottahús, en mamma var byrjuð að þvo, þegar
Gunni var búinn að borða.
Og þvottavélin snerist og snerist i þvottahúsinu.
Mamma var að láta renna í vaskinn. Hún ætlaði að fara að þvo
uPp. Gunni var í sínu herbergi að hlusta á útvarpið og María
var að æfa sig að spila, því að hún var að læra að spila á... nei,
ekki á óbó, heldur á píanó.
Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því, að hvorki mamma,
^unni né María heyrðu köllin í litla hörpudiskinum? Eða var það
kannski hávaðinn i þvottavélinni, sem gerði það að verkum? Það
var að minnsta kosti ekki fyrr en pabbi kom heim, sem hann
hljóp beint inn í þvottahús og þaðan inn i eldhús og kallaði:
— Mamma! Mamma! Hver er í þvottahúsinu?
■— Enginn, sagði mamma og varð mjög undrandi.
•— Það hlýtur nú einhver að vera þar samt, sagði pabbi, og
hann skrúfaði fyrir vatnið, hann skrúfaði fyrir útvarpið og hann
Sagði Maríu að hætta að æfa sig. Svo fóru þau öll fram i þvotta-
hús og einmitt um leið og þau komu þangað, slökkti þvottavélin
^ sér.
Þá heyrðu þau þetta öll.
Það var einhver í þvottahúsinu, sem hrópaði og kallaði af öllum
Hfs og sálarkröftum.
■— Hleypið þið mér út! sagði einhver veikri röddu. — Ég er
®lveg að örmagnast. Það er að liða yfir mig! Ég er orðinn ringl-
aður. Æ, hleypið þið mér út.
Mamma leitaði undir þvottahúsborðinu, pabbi leitaði í balanum,
Ivlaria leitaði í þvottapottinum og Gunni leitaði í ofninum. En það
var þara engan að sjá neins staðar. Mamma rótaði í því, sem var
af þvotti i þvottahúsinu, en þar var ekki heldur neinn, enda sagði
Psbbi, að það væri fráleitt, að nokkur gæti falið sig í þvottinum.
— Ég verð að fá saltan sjó, sagði veika röddin. — Ég get ekki
'lfað lengur í þessari sápufroðu. Ég verð að fá saltan sjó.
— Mér virðist þetta koma frá þvottavélinni, sagði mamma, og
^ún náfölnaði. — Það eru þó aldrei draugar hérna?
María hljóp til pabba síns og stóð og hélt í höndina á honum,
Þvi að hún var ekki alltof hugrökk.
— Á ekki að fara að opna fyrir mér? sagði veika röddin. —
^ ég ekki að fá saltan sjó eða hvað?
hað var pabbi, sem opnaði þvottavélina, og hann dró upp úr
^enni öll fötin, og það munaði minnstu, að hann missti hörpudisk-
lnn [ gólfið, og það hefði verið slæmt.
En Gunni greip hann.
í SJÖ ÁRA BEKK
— Þarna er þá hörpudiskurinn minn! sagði Gunni glaður. —
Mikið er ég feginn, að hann brotnaði ekkl.
— Og mikið er ég feginn, að ég er hættur að snúast, sagði
hörpudiskurinn.
Það varð aldeilis uppi fótur og fit á heimilinu, þegar þau kom-
ust að því, að hörpudiskurinn kunni að tala.
Pabbi tók strax stóra balann niður af veggnum og fór út I bilinn
sinn. Vitið þið, hvað hann ætlaði að gera? Hann ætlaði að sækja
saltan sjó handa hörpudiskinum.
Mamma fór með hann fram í eldhús og skolaði af honum
sápufroðuna og setti hann svo ofan i skál með hreinu vatni í.
Maria reyndi að hughreysta hann, og hún vildi endilega klappa
honum, en hann Gunni sagði honum sögu á meðan hann beið
eftir pabba.
Það var einu sinni strákur, sem hét Pétur. Hann var afskaplega
hirðulaus og gleyminn, og það þótti mömmu hans leiðinlegt. Hún
var næstum því hætt að geta sent hann út i búð. Ef hún bað hann
að kaupa eitt franskbrauð, keypti hann sér kannski lakkrísrör, og
ef hún sendi hann til að kaupa salt, kom hann kannskl heim með
heila mjólkurhyrnu. Svona var það allt, sem Pétur var beðinn um,
og hún mamma hans sagði lika oft við hann: — Það er ég viss
um, að þetta endar einhvern tíma með ósköpum, Pétur minn.
Það getur ekki hjá því farið.
27