Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1971, Side 31

Æskan - 01.10.1971, Side 31
FRÁ UNGLINGAIEGLUNNI Bindindis- mannamót 1971 ins og að undanförnu héldu bind- indismenn mót í Galtalækjarskógi um verzlunarmannahelgina. Mótið hófst á föstudagskvöldi og stóð fram á sunnudagsnótt. Var það mál manna, að þetta hefði verið bezta og fjölmennasta (5—7 þúsund) mót, sem haldið hefur verið á vegum bindindismanna. En að Galtalækj- armótinu standa Umdæmisstúkan nr. 1 og íslenzkir ungtemplarar. Á Norðurlandl er á sama tíma hal^in útiskemmtun i Vagla- skógi, sem samtök templara á Norðurlandi eiga aðlld að. Verður aldrei of oft undir- strikað, að þetta skemmtanahald templara um verzlunarmannahelgina hefur gerbreytt samkomum til hins betra um þessa vinsæl- ustu ferðahelgi sumarsins. Rétt er að taka fram, að öll gæzla á mótum bindindis- manna í Galtalaek er framkvæmd af þelm sjálfum. í sambandi við bindindlsmótin, sem fyrst voru haldin á Húsafelli og síðar í Galtalæk er ekki hægt að komast hjá að minnast eins manns sérstaklega, Ólafs Jónssonar, umdæmistemplara. Er engum vafa undir- orpið, að enginn maður hefur þar lagt eins mikið af mörkum í sjálfboðavinnu og hann. Nú í sumar átti Ólafur sextugsafmæli, nán- ar tiltekið í júlí. I tilefni þess færi ég hon- um alúðarþakkir fyrir hans mikla og óeigin- gjarna starf að hugsjónamálum bindindis- manna. Hér birtast tvær myndir, sem teknar voru á síðasta Galtalækarmóti, sem fram fóru í sumar. Er önnur frá mótssvæðinu og sýnir hluta af mótsgestum, hin sýnir hve yngsta kynslóðin kunni vel að meta góða veðrið. Hilmar Jónsson. >••••••••••••••••••••« >•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• — Ég verð að reyna að tala við Tónlistarskólann, sagði pabbl. En heldurðu, að þeir taki við honum? sagði María. — Ég ^ugsa, að þeir vilji ekki leyfa dýrum að ganga í skólann. Heldurðu, að það sé kannski bannað? spurði Gunni. ^á hló pabbi. — Hvernig heldurðu, að nokkrum detti í hug að senda dýr i tónlistarskóla? Nei, það er víst ekki bannað. Ég segi b^ra, að þú komir með barn, sem langar mjög mikið til að læra spila á óbó. —■ Barn? sagði mamma hneyksluð. ~— Já, ég sleppi því að segja, að þetta sé hörpudiskabarn. En eitthvað verður hann að heita. Já, því þú ert víst hann en ekki hún? sPurði pabbl hörpudiskinn. Hörpudiskurinn kafaðl alla leið niður á botnlnn i balanum, sem s‘ó5 á stofugólfinu. Hann móðgaðist. Strákar vilja ekki að fólk ^aldi að þeir séu stelpur fremur en stelpur vilja, að menn haldl að þær séu strákar. En svo ákvað hann að láta eins og ekkert ^tðl f skorizt. Hann hafðl gleymt að kynna sig. — Ég er strákur, sagði hann um leið og hann skauzt upp á yfirborðið aftur. — Þá getum við ekki kallað hann Hörpu, sagði mamma og andvarpaði. — Eins og mér fannst það annars góð hugmynd. — En við gætum skirt hann Hörð, sagði María. — Það eru fyrstu þrír stafirnir í hörpudiskur, Há, ö og err, og svo er skelin hans líka grjóthörð. — Hvort hún er hörð! sagði hörpudiskurinn. •— Á leiðinni hingað reyndi hákarl að éta mig, og þegar hann belt í skelina mína, braut hann í sér tennurnar, og þegar kolkrabbinn reyndi að krækja í fiskinn, sem er innan í skelinni, bara lokaði ég og kolkrabbinn missti framan af arminum. Það fór hrollur um Maríu. — Varstu ekki hræddur? spurði hún. — Nei, nei, sagði litli hörpudiskurinn og bar sig mannalega. Hann vildi vera stór og hraustur og alls ekki viðurkenna það, að það hefði farið þó nokkur hrollur um hann, þegar hann varð fyrlr þessu. 29

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.