Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Síða 37

Æskan - 01.10.1971, Síða 37
SNJOKERLINGIN Nú skal ég víst búa til stóra snjókerlingu, sagði Siggi viS sjálfan sig og óð út f skaflinn, en þá vildi svo vel til, að Kaja systir hans kom út i sömu andránni. — Eigum við ekki að búa til stóra snjókerlingu? sagði Siggi. — Æ, jú, það væri gaman, svaraði Kaja. Svo fóru þau að búa til snjókerlinguna. Þau hlóðu hverj- um snjókögglinum ofan á annan, og eftir dálitla stund var kerlingin því nær algjör, hana vantaði ekki nema augu og munn. Það leið samt ekki á löngu áður en snjókerlingin var bæði búin að fá augu og munn. Augun voru svört eins og nóttin, og varirnar því miður dökkar, en þær hefðu auðvitað átt að vera rauðar, því að þá er ekki gott að vita nema kerl- ingin hefði orðið allt að eins fögur og hún Mjallhvít. En úr hvaða efni bjó Siggi til augu og varir á snjókerl- inguna? — Já, það var nú ósvikið efni. Ef þess konar efni er borið á engi og tún, þá spretta fögur blóm og græn grös. Siggi og Kaja stóðu svo himinlifandi glöð sitt hvorum megin við snjókerlinguna og góndu á hana eins og tröll á heiðríkju. En það er af snjókerlingunni að segja, að hún starði út í bláinn og leit ekki við börnunum. Hún var annars ósköp kaldlynd. Hún unni ekki nokkrum sköpuðum hlut, hvorki á himni né jörð, og aldrei var hún hrifin af neinu, hvorki skáldskap, vísindum né listum. En þegar keriingartetrið fann blíðan vorsólarylinn leggja um sig alla, og þegar drottning himinsins brosti fra'Tan f hana, þá viknaði hún þó svo, að hún grét úr sér bæði augun. SKIPIÐ SEKKUR Guja litla á Kálfshamri átti lítinn dreng. Var líkami hans úr gipsi gjör, en sál hafði drengtetrið enga, enda kom Guju ekki til hugar að láta hann ganga menntaveginn. En það var ekkert á móti því, að drengurinn gæti orðið góður sjómaður, þó hann væri ekki hneigður til bóknáms. Einn góðan veðurdag kvaddi Guja litla drenginn sinn með kossi niðri í fjöru. Hún ætlaði að iáta hann róa til fiskjar. Báturinn hans var Ijómandi fallegur hörpudiskur. Það var blæjalogn. Guja horfði hugfanginn á hörpudisk- inn, þar sem hann flaut á sjónum með drenginn hennar. Allt í einu lék Ijúfur blær um vangann á henni. Hún sá, hvar ofurlítil bára kom utan af hafi og færðist nær og nær. Báran fyllti hörpudiskinn. Guja stóð f fjörunni og grét fögrum tárum, þegar bátur- inn hvarf niður í djúpið með drenginn hennar, sem hennl þótti svo vænt um. < Q OC u. 2 D ce D ö :0 V) í Svartaskóla Sá skóii var í fyrndinni til úti f heiml, sem hét Svartiskóli. Þar lærðu menn gald- ur og ýmsan fornan fróðleik. Svo var til háttað í skóla þessum, að hann var f jarð- húsi rammgjörvu mjög; á þvf var enginn gluggi, og var þar því alltaf niðamyrkur inni. Enginn var þar kennari, og námu menn allt af bókum, sem voru skrifaðar með eld- rauðu letri, sem lesa mátti í myrkrinu. Aldrei máttu þeir, sem þar lærðu, koma undir bert loft eða sjá dagsljósið, á meðan þeir voru þar, en það voru þrir eða sjö vetur, sem þeir urðu að vera í skólanum til að verða fullnuma. Hönd ein grá og loðin kom á hverjum degi inn um vegginn og rétti skóla- piltunum mat. En það áskildi sá sér, sem skólann hélt, að hann skyldl eiga þann, sem síðastur gekk út af þeim, sem burtu fóru úr skólanum á ári hverju. En af þvf að allir vissu, að kölskl hélt skólann, vildi hver, sem gat, forða sér frá þvf að ganga seinastur út úr honum. Sæmundur í Svartaskóla Einu sinni voru þrfr Islendingar f Svarta- skóla: Sæmundur fróði, Kálfur Árnason og Hálfdán Eldjárnsson eða Einarsson, sem seinna varð prestur að Felli í Sléttuhlfð. Þeir áttu allir að fara burtu í elnu, og bauðst þá Sæmundur til að ganga seinastur út. Urðu hinir því fegnir. Sæmundur varpaði þá yfir sig kápu stórri og hafði ermarnar lausar og engan hnapp hnepptan. En rið var upp að ganga úr skólahúsinu. Þegar nú Sæmundur kemur á riðið, þríf- ur kölski f kápu hans og seglr: ,,Þlg á ég.“ Varpaði Sæmundur af sér kápunnl og hljóp út. Hélt kölskl kápunnl einni eftir. En járnhurðin rumdi á hjörunum og skall svo fast aftur á hæla Sæmundi, að hælbeinin særðust. Þá sagði hann: „Þar skall hurð nærrl hælum," og er það sfðan orðið að máltæki. Þannig komst Sæmundur fróði burt úr Svartaskóla með félögum sfnum. Aðrir segja, að þegar Sæmundur fróði gekk upp riðið og kom út f dyrnar á Svartaskóla, þá skein sólin mótl honum, og bar skugga hans á vegglnn. Þegar nú kölski ætlaði að taka Sæmund, þá sagði hann: ,,Ég er ekki seinastur. Sérðu ekkl þann, sem á eftir mér er?“ Kölski þreif þá til skuggans, sem hann hélt mann vera; en Sæmundur slapp út, og skall hurðln á hæla honum. En upp frá þeirri stundu var Sæmundur skuggalaus, þvf kölskl sleppti aldrel skugga hans aftur. 35

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.