Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 40

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 40
HEIÐARBÚINN Lceðist eg i lundinn þinn leita að skjóli þinu. Viltu syngja, vinur minn, vor að hjarta minu. Þú átt söngsins milda mál, mjúka tóna bjarta, frjálsa gleði, fagra sál, frið i þinu hjarta. Hlusta eg i hljóðri ró, heiðarbúinn kœri. Huga minum fcerir fró frjálsi blcerinn tceri. Vertu hjá mér, vinur kcer, vermdu kalið hjarta. Vertu þýður vorsins blcrr, vonar Ijósið bjarta. Liðir þá um loftin blá létt á vcengjum þinum. Berðu kcera kveðju þá kcerum vinum minum. Jóhannes S. Sigurðsson. ----I-----—---------------------------------------|----| Hvort sem saga þessi er sönn eða ekkl, fann Galíleo raunverulega þessa mikilvægu eðlisfræðllegu reglu: að fall- hraði hlutar, sem hrapar, er óháður þyngd hans. Um tvö þúsund ára bil hafði mannkynið trúað á kenn- ingu Aristótelesar um fallandi hluti og engum dottið í hug, fyrr en Galíleo, að sannprófa regluna. En maður gætl gert sér í hugarlund undrun Galíleos, þegar samkennarar hans viðurkenndu ekki það, sem þeir sáu með eigin augum, en töldu aftur á móti, að hann hefði rangt fyrir sér og héldu áfram að kenna reglu Aristótelesar. Þelr gagnrýndu Galíleo og kröfðust þess, að hann yrði rek- inn frá háskólanum. Til allrar hamingju átti hann vini, sem studdu hann og komu því til leiðar, að hann fékk kennaraembætti við há- skólann I Padúa árið 1592, þar sem hann gat starfað I friði að áframhaldandi tllraunum, án þess að verða fyrir ónæði eða árásum. Á starfsárum slnum ( Padúa vann Galíleo að mörgum nýjum vlslndalegum verkefnum og upp- götvunum. Hann uppgötvaði að nýju hltamælinn, sem grlsk- ur vlslndamaður hafði fundið upp á 3. öld, en slðan hafði hugmyndin fallið I gleymsku. Ein þýðlngarmesta uppgötv- unln var sjónauki — að vlsu ekkl sá fyrsti en tvlmælalaust sá fullkomnasti, sem til þess tlma hafðl verið smíðaður. Með honum var hægt að sjá fjarlæga hluti rúmlega þrltug- falt stækkaða. Galíleo var fyrsti maðurinn, sem rannsakaði himingeimlnn skipulega með sjónauka. Hann uppgötvaði fjöll og djúpa dali á yfirborði tunglsins. Hann sá einnig, að tunglið og reikistjörnurnar voru ekki sjálflýsandi, heldur endurvörpuðu aðeins birtu sólarinnar. Hann uppgötvaði, að vetrarbrautin er samsett úr milljónum stjarna, og hann fann fjögur tungl á braut umhverfis Júpíter. Þessar rannsóknir hans urðu til þess, að hann hafnaði hinum gömlu kenningum, sem töldu að jörðin væri mið- punktur veraldarinnar og að sólin og stjörnurnar væru á braut umhverfis hana. Nær hálfri öld áður hafði Kópernikus gefið út sitt mikla ritverk, þar sem hann sýndi fram á, að sólin er raunverulega miðpunktur veraldar okkar og að jörðin og pláneturnar væru á braut umhverfis sólina. Þessa kenningu Kópernikusar hafði kirkjan fordæmt, og hún var að falla I gleymsku, þegar Galíleo lýsti þvi opinberlega yfir, að hún væri rétt og hann væri henni sammála. Yfir- lýsing Galíleos vakti æðisgengin mótmæli; ofsareiðir tignar- menn kaþólsku kirkjunnar fordæmdu á ný kenningar -Kóp- ernikusar. Galíleo var þvingaður til þess að sverja fyrir Páli V. páfa, að hann viðurkenndi ekki lengur hina fordæmdu kenn- ingu Kópernikusar, verði hana eða kenndi. Gegn sannfær- ingu sinni gekk hann undir þessa svardaga, og niðurbrotinn á sál og iíkama hélt hann heim til sín. En þar sem hann var sannur vísindamaður, sem átti sannleikann að æðsta takmarki, hélt hann ekki lengi út þá þögn, sem honum var fyrirskipuð. Árið 1632 gaf hann út bók, þar sem hann útskýrði ýtarlega kenningar Kópernikusar og lýsti því yfit að nýju, að þær væru réttar. Nú fyrst lenti hann I verulegum vandræðum. Hann hafðl þrjózkazt gegn fyrlrmælum kirkjunnar og ögrað henni. Það var stórglæpur. Menn höfðu verið brenndir á báli fyrir minni sakir. Honum var fyrirskipað að fara til Rómaborgar og mæta þar fyrir æðsta dómstóli kaþólsku kirkjunnar, hin- um illræmda trúvillingadómstól, til yfirheyrslu vegna svika og fjandskapar við trúarbrögðin. Galíleo var nær sjötugur að aldri um þessar mundir, og við slæma heilsu, þegar réttarhöldin hófust. í byrjun lýsti hann yfir sakleysi sínu. En við hótanir um misþyrmingar lét hann undan og lýsti yfir því, að hann hefði haft á röngu að standa, er hann gaf yfirlýsingar um, að hann væri sammála kenningum Kópernlkusar um, að jörðin snerist umhverfis sólina, og hann baðst fyrirgefning- ar á mistökum sínum! Dómstóllinn var mildur við hinn mikla vísindamann. í stað þess að vera dæmdur til dauða, var hann dæmdur til þess að lifa sem fangl á sinu eigin heimill- Honum var bannað að gera nokkrar tilraunir eða að skrifa fleiri bækur. En Galíleo var óhlýðinn þessum fyrirmælum dómsins til æviloka. Hann hélt leynilega áfram ýmsum tilraunum og skrifaði tvær nýjar og merkar bækur, áður en hann lézt árið 1642. Slðari tímar hafa viðurkennt Gallleo sem glæsilegan og hugrakkan vísindamann, sem mannkynið stendur I mikilli þakkarskuld við. Hann sýndi heiminum einnig fram á, að vísindamaður verður að hafa frjálsræðl til þess að hafna eldri kenningum og bera fram nýjar, án þess að hugsjónir hans og starfsemi sé fjötruð við fordóma og erfðakennlngar samtlðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.