Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 41

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 41
 Bildudalskirkja lítilli vik, sem gengur suður úr hinum stóra Arnar- firði, er þorpið Bildudalur. Það á sína kirkju eins og önnur byggðarlög á landinu. Hún stendur á lítt áberandi stað á sléttri eyri, en mundi sóma sér hvar sem væri, því að hún er hið reisulegasta hús og svo rúmgóð, að hún tekur um 250 manns í sæti, sem er mikið miðað við stærð safnaðarins, enda var Bildudalur í miklum uppgangi og fór fóiki þar fjölgandi, þegar hún var byggð. Þá var einn mesti athafnamaður landsins, Pétur J. Thorsteinsson, búsettur á Bíldudal og rak þar umfangs- mikla útgerð. Sumir kölluðu hann Arnarfjarðarkónginn. Líkn- eski af Pétri og Ásthildi konu hans standa ofarlega i þorpinu. Þau áttu mörg börn. Sonur þeirra var Guðmundur — Muggur — mikill listamaður. Hann málaði altaristöfluna í Bessastaðakirkju. Bíldudalskirkja var byggð árið 1906 og kostaði um 12 þúsund krónur. Það var mikið fé í þá daga, því að þá kostuðu allir hlutir færri aura en krónur nú. Kirkjan var vígð á 1. sunnudag í aðventu — 2. desember — 1906 af prófastinum á Brjánslæk, sr. Bjarna Símonarsyni. Þá voru líka skirð þrjú börn. Þá var mikil hátíð á Bildudai. Bíldudalskirkja er úr steini með timburinnréttingu. Stöp- ullinn er einnig steyptur með áttstrendum timburturni. Kross- markið efst á turninum er í 17,5 m hæð. Ýmsa gamla, merka gripi á Bíldudalskirkja, sem hún fékk frá Otradal. Þar var áður prestssetur og sóknarkirkja Bilddælinga. Þessir munir eru altaristafla frá 1737 með kvöldmáitiðar- mynd. Hún hangir ekki yfir altari. Þar er nyrri tafla, máluð af Þórarni B. Þorlákssyni, sem sýnir Maríu við gröfina, er Kristur mætir henni og segir: Kona, hví grætur þú? Annar forngripur kirkjunnar er predikunarstóllinn frá 1699. Á honum eru myndir af Kristi og postulunum. Þriðji forn- gripurinn er skirnarfontur með mynd af skírn Jesú. En munir Bíldudalskirkju minna ekki aðeins á löngu liðna tíð. Inni i þessum helgidómi er stór og mikil bók, er geymir „minningar, svipmót og æviatriði" þeirra mörgu Bílddæl- inga, er fórust með Þormóði 17. febrúar 1943. Ennfremur silfurskildir með áletruðum nöfnum þeirra. Árin 1944—60 var hinn vinsæli barnabókahöfundur sr. Jón Kr. ísfeld prestur á Bíldudal. Á 40 ára afmæli kirkjunnar minntist hann hennar með grein í Lindinni, sem hann endar á þessa leið: „Kynslóðir koma, kynslóðir fara. En minnis- varði um hugi þá og hendur, sem unnu verk sitt við kirkju- bygginguna hér á Bíldudal, stendur enn greyptur í stein. Þessi minnisvarði er hið 40 ára kirkjuhús, sem á eftir að standa um áratugi og bjóða kynslóðum sóknarinnar skjól í stormbyljum lífsins. Megi hún standa sem lengst.“ Gísli Brynjólfsson. VÆNGJAÐA VEKJARAKLUKKAN Litli þröstur, glugga-gægir, góðan daginn, vinur kær, söngur þinn er sætur núna, svefn-ró minni lokið fær. I>ú ert ötull þín við störfin, þreytist 'ei við búskapinn, maðka tínir margar stundir, mest í barna-hópinn þinn. Nú ég ætla íljótt á fætur, fara að vinna eins og |dú. Endurnærð af sætum svefni, svo ég orku hefi nú. Þakkir kærar, þröstur litli, þína sönglist, vinurinn, gangi þér nú vel að vinna og veiða í unga-hópinn þinn. Anna G. Bjarnadóttir. ✓ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.