Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 41
Bildudalskirkja
lítilli vik, sem gengur suður úr hinum stóra Arnar-
firði, er þorpið Bildudalur. Það á sína kirkju eins
og önnur byggðarlög á landinu. Hún stendur á
lítt áberandi stað á sléttri eyri, en mundi sóma
sér hvar sem væri, því að hún er hið reisulegasta hús og
svo rúmgóð, að hún tekur um 250 manns í sæti, sem er
mikið miðað við stærð safnaðarins, enda var Bildudalur í
miklum uppgangi og fór fóiki þar fjölgandi, þegar hún
var byggð. Þá var einn mesti athafnamaður landsins, Pétur
J. Thorsteinsson, búsettur á Bíldudal og rak þar umfangs-
mikla útgerð. Sumir kölluðu hann Arnarfjarðarkónginn. Líkn-
eski af Pétri og Ásthildi konu hans standa ofarlega i
þorpinu. Þau áttu mörg börn. Sonur þeirra var Guðmundur
— Muggur — mikill listamaður. Hann málaði altaristöfluna
í Bessastaðakirkju.
Bíldudalskirkja var byggð árið 1906 og kostaði um 12
þúsund krónur. Það var mikið fé í þá daga, því að þá
kostuðu allir hlutir færri aura en krónur nú. Kirkjan var
vígð á 1. sunnudag í aðventu — 2. desember — 1906 af
prófastinum á Brjánslæk, sr. Bjarna Símonarsyni. Þá voru
líka skirð þrjú börn. Þá var mikil hátíð á Bildudai.
Bíldudalskirkja er úr steini með timburinnréttingu. Stöp-
ullinn er einnig steyptur með áttstrendum timburturni. Kross-
markið efst á turninum er í 17,5 m hæð. Ýmsa gamla, merka
gripi á Bíldudalskirkja, sem hún fékk frá Otradal. Þar var
áður prestssetur og sóknarkirkja Bilddælinga.
Þessir munir eru altaristafla frá 1737 með kvöldmáitiðar-
mynd. Hún hangir ekki yfir altari. Þar er nyrri tafla, máluð
af Þórarni B. Þorlákssyni, sem sýnir Maríu við gröfina, er
Kristur mætir henni og segir: Kona, hví grætur þú?
Annar forngripur kirkjunnar er predikunarstóllinn frá 1699.
Á honum eru myndir af Kristi og postulunum. Þriðji forn-
gripurinn er skirnarfontur með mynd af skírn Jesú.
En munir Bíldudalskirkju minna ekki aðeins á löngu liðna
tíð. Inni i þessum helgidómi er stór og mikil bók, er geymir
„minningar, svipmót og æviatriði" þeirra mörgu Bílddæl-
inga, er fórust með Þormóði 17. febrúar 1943. Ennfremur
silfurskildir með áletruðum nöfnum þeirra.
Árin 1944—60 var hinn vinsæli barnabókahöfundur sr.
Jón Kr. ísfeld prestur á Bíldudal. Á 40 ára afmæli kirkjunnar
minntist hann hennar með grein í Lindinni, sem hann endar
á þessa leið: „Kynslóðir koma, kynslóðir fara. En minnis-
varði um hugi þá og hendur, sem unnu verk sitt við kirkju-
bygginguna hér á Bíldudal, stendur enn greyptur í stein.
Þessi minnisvarði er hið 40 ára kirkjuhús, sem á eftir að
standa um áratugi og bjóða kynslóðum sóknarinnar skjól
í stormbyljum lífsins. Megi hún standa sem lengst.“
Gísli Brynjólfsson.
VÆNGJAÐA VEKJARAKLUKKAN
Litli þröstur, glugga-gægir,
góðan daginn, vinur kær,
söngur þinn er sætur núna,
svefn-ró minni lokið fær.
I>ú ert ötull þín við störfin,
þreytist 'ei við búskapinn,
maðka tínir margar stundir,
mest í barna-hópinn þinn.
Nú ég ætla íljótt á fætur,
fara að vinna eins og |dú.
Endurnærð af sætum svefni,
svo ég orku hefi nú.
Þakkir kærar, þröstur litli,
þína sönglist, vinurinn,
gangi þér nú vel að vinna
og veiða í unga-hópinn þinn.
Anna G. Bjarnadóttir.
✓
39