Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 42

Æskan - 01.10.1971, Page 42
TARZAN □ TARZAN □ TARZAN □ TARZAN □ TARZAN Það fór ekki hjá því, að Tarzan vekti athygli íbúanna í þessnm bæ, þar sem þeir d’Arnot dvöldust og biðu ef'tir því að fá leigðan bát til þess að sigla suður með ströndinni og sækja fjársjóðinn. Urðu til þess ýmis smá- atvik, sem þeim félögum fannst þó léttvæg. Það var eitt sinn, að drykkfelldur svertingi kom þar að, sem Tarzan sat á svölum gististaðar síns og átti sér skiljanlega einskis ills von. Hinn drukkni var í æstu skapi og sveiflaði brugðnum hníf vígal'ega. Fólk, sem sat þarna nálægt, flýði í dauðans ofboði, því allir þekktu þennan drykkjusvola, en Tarzan mætti honum með brosi á vör. Leiftursnöggt greip Tarzan um úlnlið handarinnar, sem hnífinn bar, og hnykkti á. Maðurinn rak upp sárs- aukaöskur, og hnífurinn féll úr brotinni hendi á gólfið. Hann var fljótur að hafa sig á brott frá þessu heljar- menni, mannauminginn og forðaði sér í áttina til hverfis innfæddra. Annað sinn sátu Tarzan og d’Arnot að snæðingi með nokkrum hvítum mönnum öðrum og barst þá talið meðal annars að ljónaveiðum. Ymsar skoðanir komu fram um konung dýranna, sumir vildu halda því fram, að í raun og veru væru ljón yfirleitt huglaus, 'en það væri þó örugg- ara að hafa byssu sína handbæra, þegar iiskur þeirra lieyrð- ust að næturlagi nálægt bústöðum manna. Tarzan og d’Arnot hafði komið saman urn að halda fortíð Tarzans leyndri, og vissi því enginn annar en d’Arnot um kynni hans af dýrum Irumskógarins. „Tarzan hefur ekkert um þetta sagt,“ sagði nú einn sessunauta þeirra. „Maður, sem svo lengi hefur búið í Afríku s'em mér skilst að hann hafi gert, hlýtur að hafa komizt i kast við ljón oítar en einu sinni." „Jú, dálítið,” svaraði Tarzan þurrlega. — Eftir litl*1 þögn hélt hann áfram: „Ljón eru misjafnlega huguð, eins og við mennirnir. Þér getið til dæmis farið út í skóginn í dag og rekizt þar á ljón, sem leggur niður skottið og flýr óttaslegið. A morgun getið þér svo mætt frænda þess, sem ekki hopar fyrir neinurn. Ég fyrir mitt leyti álít öll ljón grimm og 'er því ávallt á verði gegn þeim.“ „Ekki væri mikil ánægja af því að fara á dýraveiðar, sagði sá, er fyrstur hafði talað, „ef veiðimaðurinn væn hræddur við það dýr, sem hann ætlaði að veiða.“ d’Arnot brosti. Tarzan hræddur! „Ég skil ekki fyllilega, hvað þér eigið við, þegar þer talið um hræðslu," sagði Tarzan. „Það er eins með menn og ljón, að hræðsla og hræðsla er sitthvað, éftir þvl hvernig menn 'eru gerðir. Hvað mig snertir er það eina skemmtun mín, sem ég hef af veiðum, að vita, að mer stendur jafnmikil hætta af dýrinu og því af mér. — Ef eg færi til dæmis á Ijónaveiðar með tvo riffla, burðarmenn og svo kannski eina þrjátíu menn til þess að stugga ljon- inu í skotfæri, þá mundi mér finnast leikurinn æði ójafn. því litla von hefði ljónið um að vinna þann leik. " Ég hefði ákaflega takmarkaða sk'emmtun af slíkum veið- um.“ „Ber mér að skilja það svo, að Tarzan vilji helzt fara nakinn inn í skóginn með hníf sinn einan vopna til þess að vinna á konungi dýranna?” sagði maðurinn og kímdi góðlátlega og þó ekki laust við hæðni. „Já, með hníf og reipi,“ sagði Tarzan. í sama bili við ljónsöskur inni í skóginum, rétt eins og ljónið væn að skora á hólm hvern þann, sem nálgaðist ríki þess. „Þarna er tækifærið, Tarzan,“ sagði franski maðurinn. 40

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.