Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 44

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 44
HALVOR FLODEN: Nú voru J)au aftur frjáls og gátu farið hvcrt sem ]mu vildu. Drcngirnir ákváðu að fara í hcrjamó fram til fjalla, ■— hinna fögru og viðáttumiklu heiðalanda. Þcir óðu mýrar, klifu há fjöll og veltu steinum niður hliðarnar, svo að hergmálið drundi um dalinn. Þeir sátu eins og ernir uppi á hæstu nipum, og útsýnið baðan, yfir liina viðáttumiklu skóga og niður í dalinn, ])ar sem fólkið hjó, var undursamlegt og ógleymanlcgt. „Ég fæ ekki skilið, að fólk skuli geta l)úið niðri í dalnum,“ sagði Þór, „svo mjög sem skógurinn og fjöllin loka öllu útsýni." „Já, það missir sannarlega mikið.“ „Littu á, við sjáum lika Fögruhlið barna niðri!“ „Já, ég sé hana vel. Hún stendur svo hátt og er i svo fallegu umhverfi." Hann rétti hakið og bandi út hrjóstið, ])egar hann sagði þetta siðasta. Það var sem orðin fengju vængi. Þau lyftu honum til hæða, hæði honum og Fögruhlíð. „í Fögruhlíð cru engin fjöll, sem útiloka útsýnið.“ „Ekki hefði ég getað hugsað mér, að hún væri niðri við ána.“ „Nei, — væri hún niðri i dalnum — þá væri hún engin Fagra- hlið,“ sagði Þór hátt. Og skógarnir fyrir neðan bergináluðu orð hans og báru þau á mjúkum örmum milli ásanna, þangað til þau hljóðnuðu eins og andvarp i fjarska. Drengirnir fóru i berjamó á hverjum degi, stundum í glaða sólskini, stundum í hellirigningu. Suma dagana tíndu ]>eir svo mikið, að þeir gátu tæpast horið það heim, en aðra daga fundu þeir hins vegar harla litið. Engu að siður höfðu þeir fjarska gam- an af öllum þessum ferðum um óhyggðirnar. Telpurnar fóru aldrei eins langt og hræður þeirra. Þær þurftu lika að hreinsa herin og ganga frá þeim. Sumt sauð Sigga niður til heimanotkunar. En meiri hlutann fluttu þau niður í sveit og seldu þar. Það var mikil eftirspurn eftir berjum þeirra. Segja mátti, að fólk kepptist við að kaupa þau. Búkolla hverfur Kvöld eitt, snemma um liaustið, rikti mikil sorg og söknuður uppi i Fögruhlið. Búkolla kom ekki heim, eins og hún var vön. Hún var horfin. Öll börnin fóru að leita að kúnni, þegar dimma tók. Þau héldu sitt i hverja áttina, þvi að með því móti bjugg- ust þau við beztum árangri. Eva átti aðeins að fara út i Hyljamýri og gæta að því, hvort kýrin mundi hafa álpazt út i einhvern hylinn, sem þar var. Raunar gerðu þau ekki ráð fyrir, að hún hefði verið þar í dag. En Eva átti nú samt að gæta að því til öryggis. Þau sögðu, að hún yrði að gá vel að því að fara ekki of na-rri hyljunum, svo að hún hrapaði ekki niður i þá, — alveg eins og hún hefði ekki vit á að gæta sín sjálf! Eva hljóp alla leið niður i mýrina, og kisa stökk á eftir henni. Er liún kom að skógarjaðrinuin, sá hún vel yfir alla mýrina. En Húkolla sást hvergi. Engu að síður var öruggast að hyggja í alla hyljina. Hún öslaði því út i mýrina, að hinum svörtu, gap- andi hyljum, og horfði vandlega niður i ]>á. En hún sá þar aðeins sína eigin mynd, — og dökkan himin, sem hvelfdist langt, langt niðri. Hún gekk frá hyl til hyls, en sá aðeins ])að sama. Það dimmdi fljótt, og hún flýtti sér meira og meira, ]>vi að nú fór hún að verða hrædd. Hyljirnir voru svo óttalega svartir og andstyggilegir, að hún ]>orði tæpast að koma nærri þeir lengur. Hún hafði he.vrt talað um nykurinn, þetta viðbjóðslega vatna- skrímsli, en hún vissi, að sögurnar af lionuin voru ekki sannar. Samt sem áður gat hún ekki annað en hugsað um hann núna. Og hvað var nú þetta? Hvaða loðna og Ijóta liöfuð var það, sem kom upp úr vatninu þarna? Þvilikt skcgg og þvilikur munn- ur! Og en hvað nefið var langt og bogið! Hún saup hveljur af hræðslu og gekk nokkur skref áfram. Þetta var liklega þara grenirót. Já, það var vist áreiðanlcga þannig. Hún hafði oft fyrr séð slíkar kynjamvndir. En nú sá liún grcinilcga, að höfuðið hneigði sig i áttina til hennar! — En hvað hún var n > '* kjáni! Trjáræturnar gátu ekki hncigt sig! En liver veit, nema nykurinn væri nú samt sem áður til, °fí að það væri hann, sem lægi þarna í leyni? Þá mundi hann vafa- laust teygja brátt fram handleggina Sina löngu og draga hana til sin niður i djúpið. Kannski beit hann hana til hana með inunniniim stóra, — eða breytti lienni i fisk? Hún stóð iurðu róleg og starði fram fyrir sig, og hjóst við að sjá hendur hans koma upp úr vatninu. Strax og hún sæi þær, ætlaði hún að taka til fótanna. Þarna komu allt i einu gárar á vatnið! Nú væru hendurnar vafalaust að koma! Og þarna, — milli liennar og hylsins,’— glóði i tvö augu, sem komu sifellt nær og nær. Þá varð hún svo hrædd, að hún hljóp i áttina heim, eins og fætur toguðu. Hún þorði ekki einu sinni að hljóða, lieldur beit saman tönnunum og hIj°P og hljóp, hrasaði og datt i þúfunum, stóð strax á fætur aftur, herti á hlaupunum, og var sífellt hræddari og hræddari. heyrði hún, að einhver kom á eftir henni, ])óttist hrátt greina eitthvert kvikindi við hlið sér og fannst ]>að koma við fætur sína. Hún leit sitt til hvorrar liandar og sá þá alls staðar svört skrimsli, sem hlupu öll i sprettinum eins og hún. Og þarna sa hún aftur sömu glóandi augun rétt hjá sér. Þá var sem vatn rynni niður eftir baki hennar. Hún gerði sér enga grem fyrir þvi lengur, hvort hún var á réttri leið. Hún hljóp bara beint af augum inn i skógar]>ykknið. Svo datt hún og var kvrr um stund. Hún var svo fjarska lmn og móð, og svo erfitt að standa á fætur. Allt var svo ömurlcgt og vonlaust, að hún fór að hágráta. En þá straukst eitthvað fjarska mjúkt og hlýtt við liönd hennar og sagði „mjá“. Það var kött- urinn þeirra góði, sem kominn var til hennar og vildi nú )iugfía hana. „Nei, var þetta þá bara þú, vinur minn góði!“ Hún tók kött- inn i fang sér, strauk honum og gerði gælur við hann, meðan hun sat þarna og varpaði mæðinni. Nú sá hún ekki lengur svörtu dýrin inni i skóginum. Það var aðeins skuggar undir trjánum- Ef til vill sátu þar nokkrar uglur í leyni. — Aðeins uglur! Þvi- líkt og annað eins! Mikill dæmalaus auli gat hún verið að geta ekki þekkt kött frá nykri I Hún stóð á fætur og hélt hciinleiðis með kisa í fanginu. Hún gekk hægt og rólega og horfði vel allt i kringum sig. Hún heyrði Siggu kalla i Búkollu suður i ásnum svo hátt, að ]>a® hlaut að heyrast hálf milu. Það var eitthvað svo einkennilefí óværð i myrkrinu núna. Það var alveg eins og skógurinn gæt* ekki sofnað og liði eitthvað illa. og stjörnurnar, hátt uppi a himinhvolfinu, depluðu augunum til hennar og gátu ekki heldur sofnað. Hún kom heim á undan þeim liinuin og settist á stól við eld- stæðið með kisa i fanginu. Ef til vill fundu ]>au ekki heldur BúkoIIu. — Já, ef til vill var liún niðri i Hyljamýri, þrátt fyrir allt? Evu var ljóst, að hún hafði ekki horft nógu vel niður i alla hyljina. Nei, hún hafði ekki leitað eins vel og hún átti að gera, þess vegn kom liún lika fyrst heim. Vesalings Búkolla, sem varð að vera ein úti i skóginum alla liðlanga nóttina! Og hver vcit, nema hún væri hjálparvana niðri i einhverjum hylnum 1 mýrinni? Ef svo væri, þá væri það allt Evu að kenna. Þau hin komu heim um það leyti, þegar aldimmt var orðið. Þau voru fámál og fjarska vonsvikin og töluðu aðeins fáein orð um það, hvar þau hefðu leitað. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.