Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 69

Æskan - 01.10.1971, Page 69
Stjörnuspá OKTÓBER: ÞEIR, sem fæddir eru i þess- um mánuði, eru ekki heilsteyptir persónuleikar. Þeir eru oft nöld- ursamir og gróðafíknir. Þeir eru mjög stoltir, elska skemmtanir og góðan félagsskap, en láta slíkt þó aldrei bitna á pyngjunni. Þetta á við bæði karla og kon- ur. NÓVEMBER: ÞEIR, sem fæddir eru í þess- um mánuði, eru mjög fallegir út- lits og hreinlegir, elskulegir og heilsuhraustir. Þeir eru gefnir fyrir viðskipti, en eru alltaf að tapa. Hins vegar missa þeir seint móðinn á þessu sviði og eru fljótir að koma undir sig fótunum aftur eftir hvert tap. Með einum kynflokki í Suður- Afríku leyfist engum að halda lengri ræður en svo, að hann geti staðið á öðrum fæti á með- an. — Og svo eru til hvítir menn, sem líta niður á þetta fólk og kalla það frumstætt og óþroskað. Hugsum okkur hvilik framför það væri, ef siðurinn væri tekinn upp um gervallan hinn svokallaða siðmenntaða heim! RÁÐNING Á GALDRI í júlí-ágúst-blaði: í lyfjabúðum er hægt að fá smáglas með vökva, sem hcitir Coltodium. Takið sykurmolann, sem á að fljóta og dýfið lionum niður i þcnnan vökva. Notið t.d. frimerkjatöngina ykkar til ]>ess. -— Þegar molinn er orð- inn ]>urr, flýtur liann ofan á heitu kaffinu. Jónsi var ekki nema fjögurra ára gatnall, ]>egar mamma fór með hann í kirkju i fyrsta sinn. Hún liafði vaðið fjrir ncðán sig og sagði honum áð- ur, að það væri harðbannað að tala í kirkjunni. Svo komu ]>au þangað og allt gekk vel, þang- að til prcsturinn steig í stól- inn og hyrjaði ræðu sina. Þá rauk Jónsi upp og kallaði: — Uss, manni, það er liarð- hannað að tala hér. Ritföng öll er vandi að velja vissulega mun ég telja En þig ég gjarnan meðan man minna vil á PELIKAN 67

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.