Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 72

Æskan - 01.10.1971, Page 72
SNIITI og slökkviliðið að var slökkvistöð rétt hjá heimili Bóbós, og þar var stór hundur, sem hét Snati. Hann var flekkóttur á lit, hvítur og svartur. Greyið hann Snati var svo latur og værukær, að slökkviliðsmennirnir kölluðu hann aldrei annað en svefnpurkuna. Hann lá nefnilega oftast og svaf allan liðlangan daginn fyrir framan slökkvistöðina. Þegar stóra brunabjallan hringdi svo að glumdi í öllu, sneri Snati sér bara á hina hliðina og hélt áfram að hrjóta eins og ekkert hefði i skorizt. Hann nennti eiginlega aldrei að vaka nema þegar Bóbó kom að leika sér við hann. Þá hljóp hann um allt og gelti og lék á als oddi. Snati og Bóbó voru mjög góðir vinir. Einn daginn, þegar aliir slökkviliðsmennirnir sátu og voru að tefla skák, byrjaði brunabjailan allt i einu að hringja. Gling-gling-gló! Mennirnir fleygðu frá sér taflinu og fóru i slökkviliðsfötin sín í snatri. — Komdu, svefnpurka, kallaði foringinn til Snata. — Stattu nú upp og komdu með okkur, þú getur vel hjálpað okkur að slökkva eldinn. En Snati leit bara á hann syfjuðum augum, siðan hélt hann áfram að sofa. — Blessaðir verið þið ekki að tala við hann, sagði bíl- stjórinn. — Hann nennir hvort sem er ekki að hreyfa sig. Svo brunaði brunabíllinn af stað á fleygiferð með alla slökkviliðsmennina. En Snati lokaði augunum og lét fara vel um sig, letinginn sá arna. Allt í einu vaknaði hann við einhverja óvenjulega lykt, Ifkast brunalykt. Hann opnaði vinstra augað og sá, að reyk lagði úr tuskuhrúgu rétt hjá körfunni hans. Snati rauk á fætur og hljóp út að dyrunum og gelti eins hátt og hann gat. En slökkviliðsmennirnir voru allir í burtu, svo að enginn heyrði til hans. Þá hljóp hann út og gelti, en enginn maður var sjáanlegur. Rétt í þessu kom Bóbó heim úr skólanum. Snatl hljóp á móti honum og glefsaði í ermina hans til þess að reyna að fá hann til að koma með sér. Bóbó hélt, að Snati væri bara að leika sér, og sagði: — Nei, Snati minn, ég þarf fyrst að fara heim með skóla- töskuna mína, svo skal ég koma og leika við þig. En þá tók hann eftir því, að reyk lagði út um dyrnar á slökkvistöðinni. Hann flýtti sér þangað inn, náði í fötu og fyllti hana af vatni, en Snati sýndi honum, hvar eldurinn átti upptök sín. Bóbó tókst að slökkva eldinn, og síðan bar hann rjúkandi tuskuhrúguna út, til þess að vera viss um, að hvergi leyndist eldsneisti eftir, því þá gat húsið brunnið til kaldra kola. Þegar slökkviliðsmennirnir komu loksins aftur eftir að hafa slökkt sinn eld, sáu þeir Bóbó og Snata fyrir utan slökkvistöðina. Þeir höfðu báðir fundið sér gamlar ein- kennishúfur og sátu nú þarna hreyknir á svipinn. — Hvað eruð þið að gera hér? spurði foringinn. -— Við erum lika í slökkviliðinu, sagði Bóbó.^— Það kviknaði í slökkvistöðinni meðan þið voruð í burtu, Snati tók eftir því og lét mig vita, síðan slökkti ég eldinn. Og þið skuluð aldrei oftar kalla Snata svefnpurku, því hann sefur sannarlega ekki, þegar eitthvað á reynir. Snati sat og dinglaði rófunni af ánægju. Hann hafði líka ástæðu til að vera glaður, því þar sem hann sat þarna með einkennishúfuna á ská á höfðinu, var hann alveg eins og hetja, sem unnið hefur mikið afrek. 1) Það er dyrhamar o(í póst- kassaop á tjaldstafninum. 2) I>að vantar stöngina i tjald- stafninn. 3) Lokið er of lítið fyrir tekönnuna. 4) Ekkert lok er á liitakatlinuin. 5) I>a® vantar tjaidhæi og fi) streng fremst á tjaldið. 7) Teikningin af drengnum til vinstri er ekki fullgerð. SVAR VIÐ MYNDGATU NR. 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.