Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 4

Æskan - 01.10.1973, Qupperneq 4
sfí .. kannskl spyrja, hvernig á þvi standi, aS þessi mynd sé til. Þá voru engir Ijósmyndarar, engir málarar og — eng- Ir menn. En myndin er teikning, gerð eftir hugmynd þeirri, sem menn hafa fengiS um útlit dýranna af þeim leifum af beinum þeirra, sem fundizt hafa á síðustu öldum. f Norður-Ameríku fundust elgi alls fyrir löngu nokkrar 7 metra langar beinagrindur í krítarlögum, ekki mikið skemmdar. Og vísindamennirnir hafa getað ráðið útlit dýranna af þessum beinagrindum. Annað en beinin hafa þeir ekki við að styðjast, sem búa til myndir af forneskjudýrunum, sem lifðu fyrir milljónum ára. Stærsta landdýrið frá upphafi vega. Fyrir nokkrum árum fundu menn beinagrindina af þessum risa, sem myndin er af, í Afríku. Var honum gefið nafnið gigantosaurus afrikanus, eða afríska risaeðlan. Halda menn, að dýr þetta hafi verið um 30 metra langt og um átta metrar á hæð. Sem betur fór lifði dýr þetta á jurtafæðu, því annars hefði verið ó- gaman fyrir smærri og veikari dýr að koma nærri því. En ef það væri lifandi núna, er sennilegt, að bændum þætti ekki gaman að fá það í túnið, því eitt- hvað hefur það þurft í belginn. Til þess að sýna stærð dýrsins er maður teikn- aður á myndinni undir kviðnum á því. hvernig dýr líti út, sem ekkert er eftir af nema ef til vill nokkur bein. En dýrafræðingarnir, sem kunnugir erU líkamsbyggingu dýranna, eru mestu meistarar ( þessu. Þeir geta ráðið at beinunum, hvernig kjötlag hefur verið á þeim, hvar það hefur verið þunnt og hvar þykkt, hvernig aðalvöðvarnir hafa legið og því um líkt. Ennfremur geta þeir ráðið af beinabyggingu dýrsinS' hvort það hafi verið vel lagað til hlaupa' á hvers konar landi það hafi lifað; é tönnunum sjá þeir, hvort dýrið hetur lifað á jurtum eða kjöti, og fleira fleira. Að öllum þessum athuguniim samanlögðum gera þeir svo myndir a dýrunum og skrifa heilar ritgerðir og bækur um þau og lífshætti þeirra. Þannig hefur mannkyninu tekizt a® fá vitneskju um stórmerkilegar dýrateg undir, sem útdauðar eru á jörðinni fyr,r milljónum ára. Og eftir því sem vísind unum fleygir fram, verður vitneskja mannanna um þessi gömlu dýr full' komnari, og ávallt finna menn nýjar 09 nýjar tegundir af þeim f ævagömlum jarðlögum víðs vegar um heiminn. ' dæmis hafa fundizt fyrir allmörgum ar um afar miklar beinaleifar af forndýrurT1 í Mið-Asiu. MARGT BÝR I SJÓNUM Jón Björnsson og sjóskrímslið Það var einhverju sinni um vetrartíma, að Jón lá úti fyrir tófu hjá Múla á Barðaströnd. Hann hafðist þá við í beitarhúsi þar við sjóinn og hafði gert sér glugga á horn hússins, þar sem mættust þak og veggur, og var þaðan á gægjum með byssu sína. Þá er það eina nótt, að allt í einu skyggir fyrir gluggann, eins og eitthvað legðist upp að honum. Jón rekur nú byssu- hlaupið út um gluggann og ætlar að ýta við þessu, en það vill ekki fara. Kann hann þá ekki við þetta og hugsar sér að gefa því betri áminningu og hleypir á það úr byssu sinni, en þá fer ekki betur en svo, að ekki hljóp af hjá honum, og sér hann nú hvað verða vill. Hann var í peysu silfurhnepptri, og voru það kúluhnaþpar fornir, en með því að honum var aðeins önnur höndin laus, en óhægt um að komast að peysunni innan úlpu og vestis, hefur hann þá það ráð, að hann nær í einn hnappinn með þeirri hendinni, sem laus var, togar hann svo iangt út úr sögn Jóns barmi sínum, að hann getur náð í hnappinn með tönnun um. Bitur hann hnappinn af og kemur honum í hlaup ðys5 unnar fyrir framan hleðsluna. Hleypir hann sfðan af gekk þá allt vel, enda birti þá á glugganum og var það <a burt, sem fyrir hafði staðið. Ekki kvaðst Jón hafa neitt sé hversu þetta kvikindi leit út eða hvert það fór né hvaðan það bar að. En um morguninn kemur einn af nábúu111 hans til hans og segir: „Hvað er þetta, Jón? Mér sýnl snjórinn allur blóðlitaður hér framundan.1' Fara þeir báðir og huga að þessu. Sáu þeir þá rauðlitaðan feril Þa®®n frá húsinu áleiðis tii sjávarins, og var því líkast sem blD ugt skæni væri breitt á snjóinn og röktu þeir ferilinn a^ fram á móðinn. Var þá sýnt, að skepna þessi hafði ve úr sjó. (Þjóðsögur Þorsteins Erlingssonar sonar, 1902.) 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.