Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1973, Side 8

Æskan - 01.10.1973, Side 8
Jonnl varð svo undrandi yfir þvi, a3 páfagaukurinn skyldi geta talað, að hann gat ekki siitið sig frá honum. Hann hélt, að fuglar gætu aðeins sungið, en ekki talað. Þetta var fjarska viðfelldinn páfagaukur. Hann virtist ekkert taka eftir bæklaða handleggnum hans, því að hann kom fram við Jonna alveg eins og ekkert væri að honum. Hann sagði honum frá mörgu skrítnu og skemmtilegu og varð fjarska hryggur, þegar Jonni varð að fara. ,,Ég vona, að við hittumst aftur," kallaði hann á eftir Jonna. Meðan á þessu stóð hélt Sallý áfram gegnum skóginn með Tótu og Nonna, ýmist uppi í trjánum eða niðri á jörðinni. Öðru hverju mætti Sallý kunnugum og spjallaði þá gjarna við þá um stund. „Nei, en hvað hún Tóta er orðin stór,“ sögðu þelr. ,,0g hún er alveg lifandi eftirmyndin þin. En þú átt ekki þennan strák, sem með ykkur er?“ „Nei, alveg rétt. Það er hann Nonni, sonur ná- granna mins,“ svaraði Sallý. „En hvar hefurðu strákinn þinn? Áttirðu ekki tvíbura siðast?" sögðu hinar forvitnu vinkonur. „Jonni kemur dálítið á eftir okkur," svaraði Sallý. „Er hann eins fallegur og Tóta?“ spurðu þær. Sallý ræskti sig og hóstaði um stund. „Jonni litll er greindur og góður drengur," sagði hún. „Hann er gáfaðasta barnið, sem ég hef eignazt. En nú verð ég að halda áframi Komið nú, börnin góð, — við megum hreint ekki tefja lengur." Svo hlupu þau, hoppuðu og klifruðu áfram gegnum skóglnn. „Nei, Iftið þið bara á, krakkar!" kallaði Sallý allt i einu. „Þarna niðurfrá er eitthvað fjarska einkennilegt. Við megum til með að skreppa þangað og skoða það.“ Hún benti á eins konar kofa, sem búinn var til úr gildum greinum. Þetta var búr til þess að veiða í apaketti. Tll eru menn, sem lifa á því að selja apaketti I dýragarða borganna stóru, og elnnig fólki, sem gjarna vill hafa apaketti á heimilum sínum, af því að það er einmana á einhvern hátt. En um þetta vissi Sallý alls ekki neitt. Hún var fjarska forvitin, eins og flestir aðrir apakettir. Hún tók Tótu og Nonna með sér, og eftir stutta stund voru þau öll komin inn i búrið. Þau athuguðu þennan skrítna kofa fjarska vel, bæði hátt og lágt. Og þegar Þaa En sáu ekkert meira merkilegt, ætluðu þau að fara út aftur- hvernig sem þau leituðu, gátu þau ekki fundið dyrnar. Og 1 r kennileg3 inni var það ekkert merkiiegt, því að þeim var svo ein fyrir komið. Það var auðvelt að komast inn um þær, en ekki ut- fyrstu tók Sallý þessu með mestu ró. „Verið bara róleg. börnin mín,“ sagði hún, „við komumst áreiðanlega út. Ef nau s krefst, ríf ég bara gat á vegginn. Ég er svo sterk, að það ve auðvelt fyrir mig.“ * En þegar til átti að taka, reyndist það alls ekki auðvelt, og Þ^ fór svo, að hún gat það hreint ekki. Veggirnir voru búnir 1 sterkum, gildum greinum, og þær voru síðan negldar við s stoðir. Sallý hamaðist eins og hún gat, og Nonni og Tóta !Ka P g henni eftir beztu getu, — en það var allt jafnárangurslaust- var alveg óhagganlegt. .. „Jæja, við bíðum þá bara róleg, þangað til Jonnl kerT1 ' sagði Sallý. „Hann hlýtur að vera rétt á eftir okkur. Það er anna bezt, að við köllum á hann.“ jr kolll.' „Jonni! Jonni!" hrópuðu þau hátt, öll í einu, svo ao heyrðust langar leiðir. , Vesalings Jonni litli sat samanhnipraður í tré nokkru ^ grenninu. Honum leið ekki vel og var hljóður og hugsi- ^ hafði hitt tvo litla, ókunna apaketti og leikið sér við Þ^ g stund. Það hafði verið fjarska gaman í fyrstu, þeir höfðu sve' j sér fram og aftur í greinunum og kastað hnetum og av0,< ,jr höfuðið hver á öðrum. En allt í einu höfðu þeir orðið svo v0^u við vesalings Jonna. Þeir tóku að herma eftir honum og 9 ýmsar skrítnar hreyfingar með öðrum handleggnum. 09 höfðu þeir hlegið að honum. Nú sat hann hnipinn og hugsa®' hvernig hann gæti fundið mömmu, Tótu og Nonna. g Allt i einu heyrði hann greinilega, að einhver var að n Hann lyfti höfðinu og hlustaði. Jú, nú heyrði hann hrópa® a og „Jonni! Jonni! Komdu hingað!" Þetta voru raddir Tótu Nonna. . Það birti f huga hans. „Nú ætla þar líklega að leika við tautaði hann. „Já, nú kem ég!“ kallaði hann og sveifl3®1 leifturhratt frá tré til trés í þá átt, sem hrópin komu úr. Pétur er farinn að læra járnsmíði, og einn daginn leggur melstarinn svolát- andi þraut fyrir hann, til þess að sjá, hvort hann hefur hæfileika til smíðanna og er útsjónarsamur. Ef maður hugsar sér, að maður þurfl að nota járnpiötu, sem er réttur fer- hyrningur, eins og platan með spurn- ingarmerkinu á myndinni, en hefur að- eins járnpiötu eins og maður sér að neðanverðu á myndinni, hvernig á mað- ur þá að fara að þvl að sjóða saman úr henni réttan ferhyrning? Maður má aðeins skera stykkið i sundur með einni beinni línu, og á eftir á að vera hægt að láta stykkin falla saman, svo að þau myndi ferhyrning. Pétur var ekki nema tiu sekúndur a^ ráða fram úr þessu. Getið þið gert Þa® með því að horfa á teikninguna °9 hugsa ykkur um? Ef ekki, þá verðið þið að teikna myndina á blað og reyna svo að klippa hana sundur með skærun1 á réttan hátt. Ráðning: Platan er skorin sundur eftir striki, sem gengur lóðrétt ni®ur frá 5. Þá myndast ferhyrningur, þe9ar 7 nemur við 2 og 6 við 3. Hvernig myndast réttur ferhyrningur? 6

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.